Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 27

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 27
1963 VEÐRÁTTAN Ársyfirllt Gert var ráð fyrir, að aðildarlöndin hefðu samstarf um að dreifa upplýsingum um geislavirk efni í andrúmsloftinu. Fjárhagsáætlun stofnunarinnar fyrir tímabilið 1964—1967 hækkaði mikið miðað við fyrra tímabil. Auk hins venjulega framlags var einnig gert ráð fyrir, að stofnaður yrði sér- stakur sjóður, að upphæð allt að 1.5 millj. dollara, að fengnu samþykki aðildarlandanna. Skyldi fé úr þessum sjóði varið til að framkvæma áætlanir, sem ráðstefnan hafði sam- þykkt og þurftu á alþjóðfjárframlagi að halda. Nokkrar breytingar voru gerðar á hlut- fallslegum framlögum aðilanna. Framlag Islands lækkaði t. d. um helming hlutfallslega. 30. janúar til lj. febrúar sótti Geir Ólafsson, deildarstjóri loftskeytadeildar, fund nefnd- ar á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem fjallaði um dreifingu veðurskeyta um Evrópu og milli Evrópu og annarra heimsálfa. 1 febrúar sótti Hlynur Sigtryggsson fund, sem Alþjóðaflugmálastofnunin gekkst fyrir í Paris. Fjallaði hann um sendingu veðurskeyta með sæsímanum, sem liggur milli Skot- lands og Kanada um Island og Grænland. Tækniaðstoð. Dr. W. Kreutz, yfirmaður landbúnaðarveðurfræðistofnunarinnar í Giessen, dvaldi á Veðurstofunni frá 30. ágúst til 31. október og kynnti sér þörfina fyrir mælingar og rann- sóknir á sviði landbúnaðarveðurfræði. Skrifaði hann skýrslu um dvöl sína og gerði þar til- lögur um, að Veðurstofan tæki upp allmikla starfsemi á þessu sviði og nyti til þess tækni- aðstoðar frá Sameinuðu þjóðunum. Dr. Kreutz gerði m. a. tillögu um, að komið yrði upp 6 landbúnaðarveðurfræðilegum athugunarstöðvum, þar sem auk venjulegra veðurathug- ana yrði mældur jarðvegshiti og jarðvegsraki og þar sem nokkur aðstaða væri til gróður- tilrauna. Útgáfustarfsemi og útvarp veðurfregna. Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar fyrir júlí—desember 1962. Frá og með júnímánuði voru tekin nokkur afrit af háloftaathugunum á Keflavíkurflugvelli, og voru þau látin veðurstofum Norðurlanda í té. Afritun þessi var gerð hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavikurborgar. Gefnar voru út jarðskjálftaskýrslur fyrir árið 1959. Otvarp veðurfregna var óbreytt frá þvi sem tilgreint er i ársyfirliti 1961. Veðurspár voru gerðar fyrir Austurdjúp (66° N og suður undir Færeyjar, 12°—3° W) siðari hluta sumars og fram eftir hausti. Mánaðartöflur Veðráttunnar. Tvær nýjar stöðvar, Hólmur og Hvanneyri, bættust við í mánaðartöflur Veðráttunnar. Hitastuðlar þeirra eru sem hér greinir: Ci = tm — (t8 + t^o) % <í4ooC°). Jan. Febr. Marz Apr. Maí Júni Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Hólmur 25 45 20 -15 -25 -10 -05 35 40 15 00 Hvanneyri .... 20 45 25 -15 -20 -10 05 35 40 10 00 Ýmislegt. Úrkomumœlingar meöfram Suöurlandsvegi: Á tímabilinu 1. ágúst til 31. október 1963 gerðu starfsmenn áhaldadeildar Veðurstofunnar sérstakar úrkomumælingar meðfram Suðurlandsvegi á kaflanum Árbær—Svínahraun. Var mælt í 10 úrkomumælum, sem komið var fyrir með um það bil tveggja kilómetra millibili, hinum fyrsta á móts við Árbæ, en hinum síðasta nálægt Litlu-kaffistofunni í Svinahrauni. Til úrkomumælinga þessara var notaður lítill, einfaldur úrkomumælir af gerðinni Pluvius og mælanna vitjað flesta þá daga, sem eitthvað rigndi. Sams konar mælingar voru einnig gerðar frá 3.-26. okt. 1962. VeOurfrœðingafundur: Þrír veðurfræðingar, Flosi Sigurðsson, Jónas Jakobsson og Þórir Sigurðsson sóttu fund norrænna veðurfræðinga í Kaupmannahöfn í mai. Fjallað var um veðurspár og ýmis vandamál í tengslum við þær, og voru haldnir um 30 fyrirlestrar. Hlynur Sigtryggsson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Þórir Sigurðsson sóttu námskeið, sem haldið var í október í Reykjavík um reiknivinnu í rafeindavélum. Borgþór H. Jónsson sótti fimm vikna námskeið, sem sænska Veðurstofan hélt fyrir veðurfræðinga, sem útskrifazt hafa úr skóla hennar. Jarðskjálftastöð: Hafin var bygging jarðskjálftastöðvar á Akureyri. (123)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.