Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 25

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 25
1963 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit ÁRSSKÝRSLA Starfslið Veðurstofunnar. Frú Teresia GuÖmundsson lét af embætti veðurstofustjóra 1. júlí. Hún hafði verið starfsmaður Veðurstofunnar frá árinu 1929, en veðurstofustjóri varð hún 1. febr. 1946. Á árunum frá 1946 til 1963 jókst starfsemi Veðurstofunnar mjög mikið, og segja má, að á þessum árum hafi skipulögð flugveðurþjónusta verið reist frá grunni. Frú Teresía stjórn- aði málefnum Veðurstofunnar á þessum erfiðu tímamótum af frábærum dugnaði og sam- vizkusemi. Hlynur Sigtryggsson, deildarstjóri á Keflavíkurflugvelli, tók við embætti veður- stofustjóra. Reykjavikurflugvöllur: Sigríður Ólafsdóttir, aðstoðarmaður, hætti í lok marz, en við starfi hennar tók Jón Pálsson, sem áður hafði verið aðstoðarmaður á Keflavíkurflugvelli. Búi Jóhannsson, aðstoðarmaður, hætti í árslok. Katrín Karlsdóttir vann um stundar- sakir á flugvellinum í frium og forföllum aðstoðarmanna. Keflavikurflugvöllur: Borgþór H. Jónsson var skipaður deildarstjóri á Keflavikur- flugvelli 1. júlí. Þrir aðstoðarmenn hættu á árinu. Ragnar Kjartansson hætti í ársbyrjun, Jón Pálsson í apríl og Haraldur Sæmundsson í júlílok. Eftirtaldir nýir aðstoðarmenn byrjuðu á árinu: Sigurður Þormar í april, en þeir Jón Ferdinandsson og Sigurður Jónas- son í september. Eiríkur Sigurðsson, cand. rer. nat., vann síðari hluta ársins á Keflavíkur- flugvelli, og nemarnir Jóhann Sigurjónsson og Albert Valdimarsson unnu þar um tíma. Jaröeðlisfrœðideild: Ragnar Stefánsson fór utan til framhaldsnáms í lok ágúst, en Hlynur Sigtryggsson hafði umsjón með störfum deildarinnar eftir það. Ragnar Kjartans- son vann þar við aðstoðarstörf síðari hluta ársins. Veðurfarsdeild: Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem unnið hafði áður við simavörzlu, tók við starfi aðstoðarmanns í marz. Edda Guðnadóttir, sem verið hafði starfsmaður i deild- inni frá 1953, sagði starfi sinu lausu í júni, og var María Hauksdóttir ráðin i hennar stað. Þór Jakobsson, veðurfræðinemi, vann um stundarsakir í deildinni. Ennfremur unnu Dóra Svavarsdóttir og Ragnar Kjartansson við spjaldgötun nokkurn tíma. Björg Bogadóttir og Svanlaug Baldursdóttir unnu aðstoðarstörf um stundarsakir. Ahaldadeild: Leifur Steinarsson, tækjasmiður, var ráðinn til starfa í janúar, og Markús Einarsson, cand. mag., vann í deildinni á timabilinu apríl—september, aðallega við eftirlit á veðurstöðvum. Bóka- og skjdlasafn: Svanlaug Baldursdóttir vann við bókavörzlu nokkra tima á dag meiri hluta ársins. Skrifstofa: Sigrún Karlsdóttir tók við símavörzlu í marz, en þá gerðist Ingibjörg Guðmundsdóttir starfsmaður veðurfarsdeildar. Björg Bogadóttir vann um stundarsakir á skrifstofunni vegna forfalla. Veðurstöðvar. Atlmgunarmenn: Þuríður Sæmundsen, bóksali á Blönduósi, hætti athugunum i febrú- ar og hafði þá verið hinn traustasti athugunarmaður í 28 ár. 1 marz og apríl annaðist Þor- steinn Sigurjónsson athuganir þar, en síðar á árinu tók Þorsteinn Matthíasson við starf- inu. Jón Jóhannsson, bóndi í Möðrudal, hætti athugunum í júlí eftir 19 ára starf í þágu Veðurstofunnar. Síðar á árinu tók Sveinn Vilhjálmsson, bóndi, við athugunum þar. Anna Ölafsdóttir, húsfreyja, hætti athugunum I Gunnhildargerði í september, en þá fór jörðin í eyði. I Gunnhildargerði hófust athuganir 1947, og hafði Anna verið athugunarmaður þar frá upphafi. Bjarni Erlendsson hefur á þessu ári athugað í 30 ár á Víðistöðum, og vill Veðurstofan af því tilefni þakka honum sérstaklega vel unnin störf. Nýjar stöðvar: Veðurathuganir hófust á Hvanneyri í júlíbyrjun, og þar athugar Helga Sigurjónsdóttir, húsfreyja. Athuganir eru gerðar kl. 8, 14 og 20 og mánaðarskýrslur send- ar Veðurstofunni. Mælaskýli og úrkomumælir voru sett upp á stöðinni. Úrkomumælingar hófust á fimm nýjum stöðvum. 1 Ásbyrgi athugar Sigurgeir Isaksson, skógarvörður, og (121)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.