Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 26

Veðráttan - 02.12.1963, Blaðsíða 26
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1963 byrjaði hann í júlí. I Stardal athugar Magnús Jónsson, bóndi; á Varmalandi Ólafur Þórð- arson, hreppstjóri, og á Vífilsstöðum Jónas Lárusson. Á þessum þremur stöðvum hófust athuganir í ágúst. I Svínahrauni hófust athuganir í lok ágúst. Þar verða athuganir að- eins gerðar að sumri til, og annast þær Ólína Sigvaldadóttir. Ýmsar breytingar: I maí var sett upp hitamælaskýli á Hólmi, og eru þar síðan gerðar veðurathuganir þrisvar á dag kl. 8, 14 og 20 og mánaðarskýrslur sendar Veðurstofunni, en áður höfðu þar aðeins verið gerðar úrkomumælingar. Á Blönduósi voru athugunEiráhöld flutt austur yfir Blöndu i maí. Eru þau nú við skóla- stjórabústaðinn skammt frá brúnni. I Möðrudal voru tækin flutt % km i október. 1 maí 1962 var sett upp nýtt mælaskýli og úrkomumælir á Hæli, en sérstætt mælaskýli sem sett var upp þar 1954, var orðið lélegt. Athuganir í óbyggSum: Á Hveravöllum voru gerðar athuganir frá 8. júlí til 15. sept- ember. Veðurskeyti voru send 5 sinnum á sólarhring kl. 8, 11, 14, 17 og 20. Athugunar- maður var Þorleifur Hauksson. 1 Jökulheimum voru gerðar veðurathuganir á vegum Jöklarannsóknafélagsins, sem fengið hafði styrk til þeirrar starfsemi úr Vísindasjóði, en Veðurstofan sá fyrir mælitækjum. Veðurskeyti voru send sex sinnum á sólarhring kl. 8,11, 14,17, 20 og 23, frá 13. júní til septemberloka. Nokkrir menn skiptust á að gera athuganir, en lengst af önnuðust þeir Helgi Björnsson og Sigurður Sverrisson starfið. Eftirlitsferöir: Eftirtaldar athugunarstöðvar voru heimsóttar á árinu: Andakílsár- virkjun, Ásbyrgi, Austurey II, Barkarstaðir, Bergþórshvoll, Bjóla, Blesastaðir, Blönduós, Brjánsstaðir, Búð, Egilsstaðir, Elliðaárstöð, Eyrarbakki, Forsæludalur, Forsæti, Galtar- viti, Grindavik, Grímsstaðir, Hallormsstaður, Heiðmörk, Hlaðhamar, Hólmar, Hólmur, Hraun, Hvallátur, Hvanneyri, Hveravellir, Jaðar, Kalmanstunga, Keflavík, Kerlingar- fjöll, Kvígindisdalur, Laugardælir, Lambavatn, Leirubakki, Lækjarbakki, Mjólkárorku- ver, Mýrartunga, Möðrudalur, Nautabú, Reykhólar, Reykjahlíð, Reykjanes, Sauðárkrókur, Siglunes, Siðumúli, Stardalur, Stóri-Botn, Svínahraun, Suðureyri, Vaglir II, Varmaland, Vegatunga, Vestmannaeyjar, Víðistaðir, Vifilsstaðir, Þórustaðir, Æðey. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru athuganir gerðar og veðurskeyti send: Ms. Askja, Brúarfoss, Dettifoss, Dísarfell, Fjallfoss, Goðafoss, Gullfoss, mt. Hamra- fell, ms. Katla, Lagarfoss, Reykjafoss, Tröllafoss, Tungufoss og vs. Ægir. Alþjóðasamstarf. FjórÖa allsherjarráöstefna Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar var haldin í Genf 27. apríl. Ráðstefnuna sóttu 262 fulltrúar frá 103 aðildarlöndum og auk þess áheyrnarfull- trúar frá nokkrum löndum, sem ekki höfðu gerzt aðilar að stofnuninni, ennfremur frá Sameinuðu þjóðunum og 24 öðrum alþjóðastofnunum. Veðurstofustjóri var fulltrúi Islands á ráðstefnunni. Gerðar voru 48 samþykktir og auk þess ítrekaðar 15 samþykktir frá fyrstu þremur ráðstefnum stofnunarinnar. Af þeim viðfangsefnum, sem ráðstefnan tók til meðferðar má nefna eftirfarandi: Stofnskrá og reglugerðir stofnunarinnar voru endurskoðaðar og kosin milliþinganefnd til þess að athuga ýmsar breytingatillögur við stofnskrána. Mun skýrsla þeirrar nefndar liggja fyrir á næstu allsherjarráðstefnu. Skorað var á aðildarlönd stofnunarinnar að leggja áherzlu á þátttöku veðurstofanna í 10 ára framfaraáætlun Sameinuðu þjóðanna. Gert var ráð fyrir fjárframlögum til þess að fjölga fundum sérfræðinga, sem starfa á vegum stofnunarinnar og ennfremur til að halda námskeið og gera samanburð á veður- athugunaráhöldum. Mikil þörf er á veðurfræðingum og öðru starfsliði á veðurstofum, m. a. vegna þess að mörg ný ríki hafa verið stofnsett og þurfa á veðurþjónustu að halda. Þess vegna var sam- þykkt að leggja áherzlu á menntun nýliða á starfssviði veðurfræðinnar. Miklar framfarir höfðu átt sér stað síðustu árin í notkun gervitungla til að afla upp- lýsinga um veðrið. Til þess að þessar upplýsingar komi að sem mestu gagni var álitið nauðsynlegt að endurbæta að miklum mun dreifingarkerfi veðurskeyta. Fyrir ráðstefnuna var lögð áætlun sérfræðinga um fjölgun veðurathugunarstöðva, einkum háloftaathugunarstöðva á þeim svæðum jarðar, þar sem lítið er um slíkar stöðvar, en það er sérstaklega á suðurhveli jarðar og í hitabeltislöndum. Fallizt var á þessa áætlun og samþykkt að miða að því að koma henni í framkvæmd fyrir árið 1974. Mjög mikill kostnaður verður þessu samfara. Áætlunum veðurfræðilegar athuganir og gagnasöfnun í sambandi við hin svonefndu Sólkyrrðarár 1964—1965 var samþykkt. (122)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.