Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 02.12.1975, Side 33

Veðráttan - 02.12.1975, Side 33
VEÐRÁTTAN Ársyfirlit 1975 Veðurstöðvar. Athugunarmenn: 1 ársbyrjun hætti Margrét Magnúsdóttir veðurathugunum á Nauta- búi, en við tók Hulda Axelsdóttir. Guðbjartur Þórarinsson, vitavörður á Kambanesi hætti veðurathugunum í júlílok, en Sturlaugur Einarsson vitavörður tók við starfinu. Guð- bjartur hafði gert athuganir siðan 1968. 1 ágústmánuði lést Simon Pálsson, bóndi á Mýrum í Álftaveri, en hann hafði gert veðurathuganir síðan 1957, og leyst það starf vel af hendi. Við tók Sigurður Bárðarson, sem gert hefur veðurathuganir áður með Símoni. Þann 1. ágúst hætti Guðmundur P. Ólafsson veðurathugunum í Flatey, en Svanhildur Jónsdóttir tók við starfinu. Nýjar stöSvar og breytingar á eldri stöövum: Þann 6. janúar hófust veðurathuganir í Krísuvík, en þar er um veðursfarsathuganir að ræða og þær gerðar kí. 09, 15 og 21. Athugunarmaður er Guðlaug Einarsdóttir. 1 Neskaupstað hófust veðurathuganir 16. júlí. Þar eru gerðar veðurfarsathuganir kl. 09, 15 og 21. Athuganir annaðist Sigrún Þormóðs- dóttir til ágústloka, en þá tók Gunnar Ólafsson, frv. skólastjóri við. í júnílok hættu úrkomumælingar í Vegatungu. Öreglulegar stöövar: Athuganir voru gerðar í Heiðmörk mánuðina maí til okt. og á Korpúlfsstöðum maí til september. Eftirlitsferöir: Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Akureyri (Vökuvelli), Arnarstapa, Blesastaði, Brekku, Búðardal, Eyrarbakka, Fagur- hólsmýri, Fornahvamm, Forsæti, Garð II, Grímsstaði, Gufuskála, Hamraenda, Heiðarbæ, Hjarðarfell, Húsavik, Hveravelii, Höfn, Irafoss, Keflavíkurflugvöll, Kvisker, Lækjar- bakka, Mánarbaklca, Miðfell, Mosfell, Möðruvelli, Raufarhöfn, Reykjahlíð, Reykjanes- vita, Rjúpnahæð, Sigöldu, Skaftafell, Skoruvík, Stardal, Straumsvík, Stykkishólm, Tjörn, Vopnafjörð, Þingvelli og Þorvaldsstaði. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og skeyti send: Álafossi, Árna Friðrikssyni, öskju, Bakkafossi, Bjarna Benediktssyni, Bjarna Sæmunds- syni, Brúarfossi, Dettifossi, Dísarfelli, Fjallfossi, Freyfaxa, Goðafossi, Grundarfossi, Guð- steini, Hafþóri, Harðbak, Helgafelli, Hofsjökli, Hvassafelli, Hvitá, Ingólfi Arnarsyni, íra- fossi, Júní, Lagarfossi, Langá, Laxfossi, Maí, Mánafossi, Múlafossi, Mælifelli, Reykjafossi, Selá, Selfossi, Skaftafelli, Skaftá, Skógarfossi, Sléttbak, Snorra Sturlusyni, Sólbak, Tungufossi, Öðafossi, Urriðafossi, Ver, Víkingi og Þormóði goða. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi háloftaathugana varð 726. Veöurstofan starfrækti jaröskjálftamœla á eftirtöldum stöðum: í Reykjavík, Akur- eyri, Eyvindará, Hveravöllum, Kirkjubæjarklaustri og milli Selfjalls og Hafurseyjar. Á árinu hófst ennfremur rekstur mæla í Grimsey og á Hrauni á Skaga. Útvarp veðurfregna og útgáfustarfsemi. Utvarpstímar veöurfregna voru sem hér greinir: kl. 100, 4 30, 7 00, 815 (kl. 810 á sunnudögum), 10 10, 12 25, 16 15 (16 55 á sunnudögum til 20. október) 18 45, 18 55 og 22 15. Kl. 18 45 var eingöngu útvarpað veðurathugunum á einstökum stöðvum, kl. 1 00 og 10 10 var bæði útvarpað veðurathugunum, almennri lýsingu og veðurspám, en á öðrum tímum var útvarpað almennri veðurlýsingu og veðurspá fyrir landið, miðin, Austurdjúp og Færeyjardjúp og kl. 1 00 og 12 25 einnig fyrir hafið sunnan og suðvestan við landið. Spá var gerð fyrir Jónsmið frá 7. maí. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir djúpmið útvarpað á íslensku og ensku í loftskeytalykli kl. 5 30, 11 30, 17 30 og 23 30 og veðurspá fyrir Grænlandsmið kl. 1130 og 23 30. Veðurspám, sem gilda tvo sólarhringa, var útvarpað kl. 18 55 og 22 15. Veðurfréttir birtust i sjónvarpi alla daga sem sjónvarpað var, nema á aðfangadag og gamlársdag. VeÖráttan. Prentuð voru mánaðaryfirlit frá mars til desember 1974. Mánaðaryfirlit fyrir fjórar veðurstöðvar voru unnin sérstaklega um hver mánaðamót og send áskrifendum. Á árinu voru gefin út 36 vottorð til notkunar í opinberum málum. Sem fyrr voru send út vikulega yfirlit yfir mælingar meiriháttar jarðskjálfta til al- þjóðlegra stofnana á því sviði. Á árinu hófst einnig í sambandi við Raunvísindastofnun útgáfa á mánaðarskýrslum um jarðskjálfta hérlendis, Skjálftabréfi. Þá sendi Veðurstof- an frá sér á árinu heildarskýrslur um jarðskjálfta hérlendis á árunum 1971-1972 (Seis- mological Bulletin, the Icelandic Stations). (129)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.