Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 02.12.1984, Side 31

Veðráttan - 02.12.1984, Side 31
1984 VEÐRÁTTAN Arsyfirlit Veðurstöðvar. Athugunarmenn: Gunnar Ólafsson hætti veðurathugunum i Neskaupstað i ágústlok og Már Sveinsson tók við. Guðrún Ólafsdóttir hætti athugunum á Kirkjubæjarklaustri í september og við tók Ólöf Benediktsdóttir. í lok nóvember hætti Guðrún Lárusdóttir athugunum í Æðey og Guðrún Alexiusdóttir annaðist þær til áramóta. Nýjar stöövar og breytingar á eldri stöövwm: í júlí var sett upp ný veðurfarsstöð í Birkihlíð í Skriðdal. Athugunarmaður er Björn Bjarnason. í september byrjaði úrkomustöð við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. At- hugunarmaður er Kristbjörg Kristjánsdóttir. Veðurathugunum var hætt á Þórodds- stöðum i Hrútafirði í nóvember en ný stöð tók við á Tannstaðabakka í desember. At- hugunarmaður er Ólöf Ólafsdóttir og athugunartímar þeir sömu og áður á Þóroddsstöð- um, kl. 9, 12, 15, 18 og 21. Athuganir féllu niður i Flatey frá mai til desember. Veðurfarsstöðinni á Kollaleiru í Reyðarfirði var breytt í skeytastöð i ágúst. Athugan- ir eru gerðar og skeyti send kl. 9, 15. 18 og 21. 1 upplestri í útvarp er stöðin nefnd Reyðarfjörður. 1 desember var hætt að gera athuganir kl. 6 í Grimsey. Úrkomusafnmœlar á Mosfellsheiði. Dagana 19.—21. nóvember voru settir upp þrír úrkomuusafnmælar á Mosfellsheiði við línuveg Sogslínu 3. Safnmælir T-26 stendur nærri mastri 77/228 í um 197 m hæð yfir sjó, safnmælir T-27 er við mastur 68/219 í um 257 m hæð yfir sjó og safnmælir T-28 er við mastur 52/203 í um 310 m hæð yfir sjó. Hæð mælisops allra mælanna er um 4.2 m yfir jörðu. Samvinna er um mælingar þessar við Vatnsveitu Reykjavíkur. Eftirlitsferðir. Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar veðurathugunarstöðvar: Akranes Akureyri Bergstaði Dalatanga Birkihlíð Dratthalastaði Eyrarbakka Eyvindará Garð II Grímsárvirkjun Grindavik. Gufuskála Hailormsstað Heiðmörk Hóla í Hornafirði Hvanneyri Hveravelli Höfn í Hornafirði Höskuldarnes Irafoss Keflavíkurflugvöll Kirk j ubæj arklaustur Korpu Kvísker Leirubakki Möðrudal Möðruvelli Raufarhöfn Reykjavík — Rjúpnahæð Sandhauga Sámsstaði Sauðanes Seyðisfjörð Skaftafell Strandhöfn Straumsvík Stykkishólm Tannstaðabakka Tjörn Torfufell Vestmannaeyjar Vopnafjörð Þorvaldsstaði Þóroddstaði Ýmsar athuganir. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og skeyti send: Álafossi, Apríl, Arnarfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Bjarna Benediktssyni, Bjama Sæmundssyni, Dettifossi, Disarfelii, Engey, Eldvik, Eyrarfossi, Fjallfossi, Goðafossi, Goðanum, Grundarfossi, Harðbaki, Hauki, Helgey, Hofsá, Hofsjökli, Hvalvík, Hvassa- felli, Isbergi, Júní, Jökulfelli II, Kaldbaki, Keflavík, Lagarfossi, Langá, Laxá, Laxfossi, Ljósafossi, Mar, Mánafossi Mælifelli, Óðni, Rangá, Sögu, Selá, Selnesi, Sigurði, Skafta- felli, Skaftá, Skeiðsfossi, Skógafossi, Sléttbaki, Snorra Sturlusyni, Stuðlafossi, Suður- landi, Svani, Tý, Urriðafossi, Vöku, Vali, Vesturlandi, Viðey, Vigra, Ægi, ögra. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjöldi athugana var 728, athuganir á vindi voru 725. Jaröskjálftamælar voru á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Síðumúla, Botni í Reykja- fjarðarhreppi, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grímsey, Akureyri, Leirhöfn, Eyvindará, Miðfell í Nesjahreppi, Kvískerjum og Kirkjubæjarklaustri. Þenslumælar voru á eftirtöldum stööum á Suðurlandi: Stórólfshvoli, Hellu, Saurbæ í Holtum, Búrfellsvirkjun, Gljúfurleit við Þjórsá, Jaðri í Hrunamannahreppi, og í Skálholti. Mælar þessir eru steyptir niður í djúpar borholur, og eru tengdir við skrifara á yfirborðinu, og er tilgangurinn með þeim, að meta hægfara breytingar á spennu- ástandi jarðskorpunnar á þessu svæði. I sömu borholum eru hitamælar með mæli- nákvæmni 1/1000 C°. (127)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.