Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1987, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1987, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1987 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Tíðarfarsyfírlit Tíðarfar var gott. Loftvægi var 2.0 mb yfir meðallagi, frá 1.6 mb á Blönduósi og Raufarhöfn að 2.5 mb í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog 1039.5 mb á Galtarvita 3. apríl kl. 9-12, en lægst 965.1 mb í Vestmannaeyjum 10. nóvember kl. 18. Hiti var 0.6° yfir meðallagi. Árin 1964 og 1972 var hiti 0.5° yfir meðallagi, 1974 var 0.3° hlýrra en í meðalári og 1976 var hitinn 0.1° yfir meðallagi. Öll önnur ár eftir 1964 hefur verið kaldara en í meðalári. Hiti náði meðallagi á öllum stöðvum. Hlýjast var í innsveitum á Norðvesturlandi, í Vopnafirði og Möðrudal, en svalast á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum og á Reykjanesvita, nyrst á Vestfjörðum og í Norður-Þingeyjarsýslu. Árssveifla hitans, þ. e. munurinn á hlýjasta og kaldasta mánuði, var minnst 9° í Vestmannaeyjum og Vatns- skarðshólum, á Kambanesi, Dalatanga og Hornbjargsvita. Á öðrum stöðvum við sjó var hún 10°-11°, nema við norðausturströndina, þar sem hún var 11°-12°. Árssveiflan var mest í innsveitum á Norðaustur- og Austurlandi 14°-15°. Hiti náði hvergi 25.0° en hæsta hámark var 24.6° á Vopnafirði þ. 21. júlí. Lágmark fór aðeins einu sinni niður fyrir -25.0°, það var í Möðrudal, þar mældust -27.7° þ. 16. febrúar. Úrkoma var víðast undir meðallagi. Hún var mest að tiltölu á Norðausturlandi en minnst f Skagafirði, á Ströndum og í innsveitum vestanlands (sjá kort bls. 98). Mest var ársúrkom- an á Kvískerjum 3225 mm, í Snæbýli var hún 2637 mm og Vík 2303 mm. Á 3 stöðvum var ársúrkoman á bilinu 1600-2000 mm. Minnst var ársúrkoma í Forsæludal 310 mm, og á 10 öðrum stöðvum var hún innan við 400 mm, en á 18 stöðvum milli 400 og 600 mm. Sólar- hringsúrkoma fór 5 sinnum yfir 100 mm, mest mældust 126.8 mm á Kvískerjum 28. febrúar. Á Seyðisfirði mældust 108.4 mm 22. september, á Kvískerjum mældust 105.2 mm 15. júlí, á írafossi mældust 105.0 mm 4. október og 102.4 mm í Kvígindisdal 4. október. í 55 skipti var sólarhringsúrkoma 50-100 mm. Sólskinsstundir voru mjög nálægt meðallagi áranna 1971-1980. Flestar að tiltölu, 2% um- fram meðallagið, á Hveravöllum, en fæstar, 94% af meðaltali, á Hallormsstað. Á Akur- eyri og Hólum í Hornafirði voru sólskinsstundir 95-96% af meðaltali, í Reykjavík og á Höskuldarnesi 98-99% og á Sámstöðum 101%. Sólskin var 33% þess tíma, sem sól er á lofti á Hallormsstað, 31% á Sámsstöðum, 30% í Reykjavík og á Akureyri, 29% á Hólum og Hveravöllum og 27% á Höskuldarnesi. Veturinn (desember 1986-mars 1987) var talinn rysjóttur og fremur kaldur til áramóta, en síðan var ágætt tíðarfar, snjólítið og hlýtt fram um miðjan mars, en þá kólnaði. Hitinn var 0.6° yfir meðallagi. Meðalhiti á einstökum stöðvum var frá 2.3°-2.4° í Vík, Vestmannaeyjum og Vatnsskarðshólum að -4.9° á Hveravöllum og -4.5° í Möðrudal. Á 39 stöðvum var hitinn frá frostmarki að 1.9°, og á 29 stöðvum var hann á bilinu -0.1° til -1.9°. 4 stöðvar voru á bilinu -2.0° til -3.9°. Úrkoma var meiri en í meðalári á Suðurlandi og á Héraði og á 6 stöðvum annars staðar á landinu var hún í meðallagi eða yfir því, en annars undir meðallagi. Vetrarúrkoman var mest á Kvískerjum 1234 mm og 1091 mm á Snæbýli, en minnst 68 mm á Mánárbakka og 73 mm í Forsæludal. Vorið (apríl-maí). Tíðarfar var allgott. Fyrstu dagana var talsverður snjór norðanlands og um mánaðamótin apríl-maí snjóaði suðvestanlands. Gróðri fór yfirleitt vel fram, en þó töfðu þurrkar nokkuð norðaustan- og austanlands. Hiti var 0.9° yfir meðallagi. Meðalhiti á einstökum stöðvum var frá 5.7° á Fagurhólsmýri og í Vík að -0.7° á Hveravöllum, 2.4° í Möðrudal og 2.9° á Hornbjargsvita og Búrfelli. Á 15 stöðvum var hitinn 5.0°-5.6°, á 33 stöðvum 4.0°^1.9° og á 20 stöðvum 3.0°-3.9°. Úrkoma var lítil á Norðaustur- og Austurlandi, nema á Raufarhöfn. Á nokkrum stöðvum var hún aðeins um 1/5 af meðalúrkomu. Á Suðurlandi, við Faxaflóa, á Snæfellsnesi og víð- ast á Vestfjörðum, var úrkoma meiri en í meðalári, og einnig á 2 stöðvum á Norðurlandi. Úrkoma var mest 499 mm á Kvískerjum og 401 mm á Snæbýli, en minnst 10 mm á Brú og 12 mm á Hallormsstað. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.