Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1987, Blaðsíða 2

Veðráttan - 02.12.1987, Blaðsíða 2
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1987 Sólskinsstundir voru flestar 441 á Hallormsstað, sem er 29% umfram meðallag 1971-80 og 52% af þeim tíma sem sól er á lofti. Á Akureyri, Höskuldarnesi og á Hólum skein sól 39-46% af þeim tíma, sem sól er á lofti, og 8-43% umfram meðallag áranna 1971-80. í Reykjavík, á Sámsstöðum og á Hveravöllum mældist sólskin 31-36% af þeim tíma sem sól er á lofti, og er það frá 8% innan við meðaltal 1971-80 í Reykjavík að 2-5% yfir því á Sáms- stöðum og Hveravöllum. Fæstar voru sólskinsstundirnar í Reykjavík, 287. Sumarið (júní-september) var gott en þurrkar þó lélegir í júlí. Grös spruttu vel og garð- ávextir og ber fádæma vel. Hiti var 0.1° undir meðallagi. Hlýjast var 10.4° á írafossi, og á 8 stöðvum sunnantil á land- inu var hitinn 10.0°-10.2°. Kaldast var á Hveravöllum 5.9° og 6.6°-6.8° voru á Hornbjargs- vita og í Möðrudal. Á 12 stöðvum var hitinn 7.0°-7.9°, en á 51 stöð 8.0°-9.9°. Úrkoma var minni en í meðalári um mest allt landið. Á Austurlandi og frá Axarfirði til Eyjafjarðar var hún þó yfir meðallagi og einnig komst úrkoma í og yfir meðallag á 2 stöðv- um á Vestfjörðum. Urkoma mældist mest 910 mm á Kvískerjum og 705 mm í Vík. Minnst var úrkoman 79 mm á Reykhólum og 96 mm á Nautabúi. Sólskinsstundir urðu flestar 665 í Reykjavík, og er það 35% af þeim tíma, sem sól er á lofti og 7% umfram meðaltal 1971-80. Fæstar voru sólskinsstundir 444 á Hólum. Á Reyk- hólum, Hveravöllum og Sámsstöðum skein sól 31-35% af þeim tíma, sem hún er á lofti, og er það 15% umfram meðallag á Reykhólum og 4-7% umfram meðallag á Sámsstöðum og Hveravöllum. Á Akureyri, Höskuldarnesi, Hallormsstað og Hólum mældist sólskin 24- 28% af þeim tíma, sem sól er á lofti, og það var 75-86% af meðaltalinu fyrir 1971-80. Haustið (október-nóvember) var hagstætt, nema október norðantil á landinu. Hiti var 0.1° undir meðallagi. Hlýjast var 4.9° í Vík og 4.6° á Vatnsskarðshólum. Á 5 öðr- um stöðvum á Austfjörðum og Suðurlandi náði meðalhitinn 4°. Kaldast var -2.3° á Hvera- völlum og -0.1° til -0.6° á Grímsstöðum og í Möðrudal. Á 16 stöðvum var hitinn 0.0-1.9°, á 28 stöðvum 2.0°-2.9° og á 23 stöðvum 3.0°-3.9°. Úrkoma var minni en í meðalári um meginhluta landsins, aðeins á Norðausturlandi og vestast á Vestfjarðakjálkanum var hún yfir meðallagi. Úrkoma var mest 537 mm á Kví- skerjum og 395 mm á írafossi, en minnst 58 mm á Nautabúi og í Möðrudal. (98)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.