Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1987, Blaðsíða 35

Veðráttan - 02.12.1987, Blaðsíða 35
1987 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Alþjóðasamstarf Fundir: Hlynur Sigtryggsson og Sigríður H. Ólafsdóttir sóttu 10. allshcrjarþing Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar, sem haldið var í Genf 4.-29. maí. Hlynur sótti einnig aukafund í stjórn Evrópumiðstöðvar fyrir meðaldrægar veðurspár, aukafund veðurstofustjóra í Vest- ur-Evrópu í Reading 4.-5. september, og fundi samstarfsnefndar á vegum alþjóðasamtaka um almennt samstarf um veðurbaujur og veðurskeytasendingar frá þeim, í París 21.-23. og 26.-28. október. Flosi Hrafn Sigurðsson sótti fundi stjórnar- og tækninefndar COST-43 og fræðslufund á vegum samtakanna í Brest 15.-19. júní, ennfremur fundi í stjórn NAOS og stjórnarnefnd um samræmdar veðurathuganir á Norður-Atlantshafi (CÓNA) í Genf, 24.-28. ágúst. Þá sótti hann fundi stjórnar- og tækninefndar COST-43 í Brússel 9.-10. des- ember. Ragnar Stefánsson sótti 18. fund jarðskjálftafræðinga á Norðurlöndum í Heisinki 1.-3. október. í ferðinni voru einnig haldnir fundir með samstarfsaðilum verkefnis um gagnasöfnum og rannsóknir, vegna jarðskjálftahættu á Suðurlandsundirlendi, þ. 30. 9. í Kaupmannahöfn, 4. 10. í Helsinki og 5. 10. í Uppsölum. Ragnar fór einnig á ráðstefnu ameríska jarðeðlisfræðisambandsins í San Fransisco 7.-11. desember og flutti þar erindi, og til Washington DC til viðræðna við samstarfsaðila um þenslumælingar á Suðurlandi. Samvinna um veðurdufl: Fram var haldið þátttöku í COST-43, samstarfi Evrópuríkja um notkun veðurdufla til veður- og haffræðilegra athugana. Sérstakt samstarfsverkefni, COST- 43, SOBA snýst um notkun rekdufla til veðurskeytasendinga frá hafsvæðinu suðvestur af íslandi (55°-63°N, 25°^45°V). Þrettán SOBA dufl voru sjósett á árinu, þar af níu frá íslensk- um skipum á leið frá íslandi til Norður-Ameríku. Þrjú veðurdufl rak á land á íslandi, og það fjórða var tekið úr sjó af varðskipi. Dufl þessi, eða hlutar þeirra, voru send til eigenda. Breska og íslenska veðurstofan standa með hjálp fieiri aðila, að rekstri sjálfvirks veðurdufls um 200 sjómílur SSA af Hornafirði. Duflinu var lagt við stjóra um miðjan ágúst. Það var enn í notkun í árslok. Námskeið Eyjólfur Þorbjörnsson sótti námskeið á vegum von Kárman stofnunarinnar í Brússel, 17.-18. febrúar, um ísingu og áhrif hennar á flughæfni flugvéla, Guðmundur Hafsteinsson dagana 8.-19. júní hjá Evrópumiðstöðinni fyrir meðaldrægar veðurspár í Reading, um notkun og túlkun spáa stöðvarinnar, og Magnús Jónsson 20.-24. júlí hjá skóla bresku veðurstofunnar í sömu borg, um notkun veðurtungla og veðurratsjáa fyrir skammtímaspár. Þá sótti Þórir Sigurðsson norræna tölvusýningu í Þrándheimi 15.-18. júní. Viðaukar Apríl bls. 29: Mýri vindáttir (%): N 12, NE 9, E 5, SE 16, S 6, SW 30, W 18, NW 2. Logn 2. Meðalvindhraði 4.2. Fjöldi daga með veðurhæð > 8 og > 9. Enginn dagur í báðum til- vikum. (.) Maí bls. 35: Sólskin á Sámsstöðum þ. 17. 9.8. Sólskin alls 175.6 Ágúst: 1985 bls. 59: Sólskin á Reykjum þ. 1. 0.2. Sólskin alls 167.9 Leiðréttingar Apríl bls. 32: Getið er um jarðskjálftahvin og titring á Kvískerjum, en þar mun hafa verið um að ræða titring og hvin frá þotu, sem rauf hljóðmúrinn. Maí bls. 36: Grst. Hámark 10.0 mest 21.6 þ. 24 (10.9 mest 37.0 þ. 16., var áður prentað). September 1985-ágúst 1987: Á þessu tímabili er loftvægi í Stykkishólmi 0.9 mb of lágt. Árið 1959 bls. 110: Hvalvatn: Mæling, sem skráð er í mæli við Súlnakvísl 3976 mm var í Súlnaskál, en leki hafði komið að mæli við Súlnakvísl og þar var ekki mælt. Árið 1958 bls. 109: Hvalvatn: Mæling í Súlnaskál (1207) er röng og á að falla brott. (131)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.