Vísbending


Vísbending - 27.07.1983, Page 3

Vísbending - 27.07.1983, Page 3
VÍSBENDING 3 Vaxtajöfnuður. Reglan um vaxtajöfnuð, sem vafalaust á betur við þar sem fjár- magnsmarkaður er fullkomnari en á íslandi, segir að skráð gengi muni á tilteknu tímabili breytast til að jafna vaxtamun milli landa m.v. sama tímabil. Ef raunvextir heima fyrir væru 5% lægri en í viðskiptalöndum myndi raun- gengi falla m.v. gjaldmiðla við- skiptalandanna með hraða sem svarar 5% á ári. Jöfnuður milli fjármagns- markaða. Fishers-reglan er nokkurs konar kaupmáttarjafnaðarregla á fjár- magnsmarkaði. Samkvæmt henni leitar gengi gjaldmiðla í þannig jafnvægi að fjármunir gefa sömu ávöxtun í hvaða mynt sem þeir eru ávaxtaðir. Augljóst er að mikil frávik eru frá þessari reglu frá mánuði til mánaðar og frá misseri til misseris. En sam- kvæmt Fishers-reglunni ætti til lengdar að vera sama í hvaða mynt lán eru tekin. Bitur reynsla hefur fært mönnurn heim sar.n- inn um að svo er sjaldnast. Fróð- legt væri að bera saman greiðslubyrði af erlendum lánum í nokkrum myntum við innlend verðtryggð lán, en slík könnun verður að bíða uns nauðsyn- legra gagna hefur verið aflað. Mótun gengisstefnu. Ofangreindar hugmyndirtil skýr- inga á þróun gengis gjaldmiðla hafa verið dregnar fram til að beina athyglinni sem snöggvast frá þeirri viðmiðun sem afkoma í sjávarútvegi hefur löngum verið íslenskum stjórnvöldum við ákvörðun gengis. Af línuritinu er Ijóst að raungengi krónunnar hefur verið afar óstöðugt, ekki síður vegna stefnubreytinga stjórnvalda varðandi gengis- skráningu en vegna verðáhrifa. Tvisvar síðan í ársbyrjun 1981 hefur sú stefna verið tekin að halda gengisskráningu óbreyttri um langt skeið. Þess á milli hefur verið beitt gengissigi og gengis- fellingum, svo að raungengi hefur sveiflast mikið. Hvernig sem haldið er á stjórn gengismála berast áhrif af gangi efnahagsmála jafnan milli landa sem viðskipti eiga saman. Með nokkurri einföldun mætti segja, að auðveldara sé að ráða við verðbólgu sé raungengi haldið sem stöðugustu, en utanaðkom- andi sveiflur geta þá haft áhrif á atvinnu og framleiðslu. Sé breyt- ingum raungengis beitt til að verjast ytri áföllum eru meiri líkur á að atvinna og framleiðsla hald- ist (ef rauntekjur eru sveigjanleg- ar), en þá er afar torvelt að hafa hemil á verðbólgu. íslendingar hafa löngum hallast að síðari kostinum. Verðbólgan er nú komin á það stig að ástæða er til að íhuga hvort það sjálfstæði, sem við höfum álitið okkur hafa við stjórn gengis- og peninga- mála, leiði til aukinnar hagsæld- ar. Betri árangur í framleiðslu kynni að nást ef við takmörkum rétt okkar til breytinga á raun- gengi eða tengjum krónunaöðr- um gjaldmiðli eða myntkörfu, og mótum efnahagsstefnuna að öðru leyti í samræmi við það. Skýringar við gengistöflu. Dæmi: US$ gen§i31.12.82 er 16,60 gengi 1.6.83 er 27,20 gengi 25.7.83 er27,74 br. frá31.12.82 er 63,86% br.frá 1.6.83 er 1,99% br.frá31.12.82 er 67,11 % Gengi ísle nsku i 31.12. 82 trónun 1.6. 83 nar. 25.7. 83 us$ 16.65 27.24 27.76 63.60 1.91 66.73 UK pund 26.83 43.33 61.47 42.22 -2.56 57.34 Kanada $ 13.51 22.14 22.50 63.88 1.62 66.53 DKR 1.99 3.00 2.96 51.08 -1,14 49.35 NKR 2.36 3.80 3.78 61.23 -0.47 60.48 SKR 2.28 3.60 3.60 58.39 -0.06 58.30 Finnskt mark 3.15 4.94 4.96 57.10 0.24 57.47 Fr. franki 2.47 3.58 3.55 44.98 -0.89 43.69 Bel. franki 0.36 0.54 0.53 51.11 -0.71 50.04 Svi. franki 8.34 12.93 13.14 55.18 1.62 57.68 Holl. gyllini 6.34 9.55 '9.54 50.67 -0.Ö9 50.53 DEM 7.00 10.74 10.68 53.34 -0.58 52.43 ítölsk líra 0.01 0.02 0.02 48.81 -0.17 48.56 Aust. sch. 1.00 1.53 1.52 53.25 -0.43 52.59 Port. escudo 0.19 0.27 0.23 46.00 -14.00 25.57 Sp. peseti 0.13 0.19 0.19 45.93 -3.51 40.80 Jap. yen 0.07 0.11 0.12 60.66 1.33 62.79 írskt pund 23.22 33.93 33.72 46.09 -0.60 45.22 SDR 18.36 29.20 29.44 58.99 0.82 60.29

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.