Vísbending


Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING £ VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL VS 3-1 3. ÁGÚST 1983 Erlendir vextir: Raunvextir eru víðast háir um þessar mundir. Áhrifá hagvöxt. Vextir á alþjóðlegum markaði hafa lækkað nokkuð síðan þeir voru hæstir á árunum 1980-81. Engu aðsíðureru raunvextirvíð- ast á vesturlöndum enn mjög háir og síðurtaldar horfurá lækk- un á næstunni. Þessir háu vextir þykja skyggja á framhald þeirrar aukningar á hagvexti í heistu iðnríkjum vesturlanda, sem nú sjást glögg merki. Þó er á það bent, að háir vextir hái fjárfest- ingu og hagvexti í Bandaríkj- unum í minna mæli en í öðrum löndum, vegna þess að þar eru fyrirtæki í ríkari mæli fjármögnuð með hlutafé og rekstur þeirra því sveigjanlegri en ella. Ólíklegt er talið að vextir fari lækkandi. Eins og fram kemur í töflunni hafa raunvextir hækkað mikið [ Bandaríkjunum undanfarin ár og eru nú um 5% hærri en að með- altali á síðasta áratug. Eins og fyrr greinir er síður búist við lækkun. Aðstæðurnareru nokkr- ar. Óttast er að verðbólga taki sig upp aftur þar sem peningamagn hefur aukist síðustu mánuðina umfram markmið stjórnvalda (M1 hefur aukist um uþb. 12% mv. heilt ár síðan á síðasta sumri) og verðbólguógnin spornar gegn lækkun vaxta. Auk þess ríkir nokkur óvissa um framkvæmd stefnu Bandaríkja- stjórnar í peningamálum og al- mennt talað er óvissa ekki til þess fallin að lækka vexti. Þá eykur erfiö skuldastaða þróunar- ríkja ekki síst Brasilíu, Argentínu og Mexíkó, á óvissu í fjármála- heimi vesturlanda. Síðast en ekki síst veldur hallinn á ríkisbú- skap Bandaríkjamanna mikilli fjárþörf og stuðlar þannig að háum vöxtum. Horfur á næstunni. Talið er að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum á síðari hluta ársins sé að sporna heldur gegn þeim vexti peningamagns sem verið hefur framan af árinu. Þetta gæti haft i för með sér örlitla hækkun vaxta í bráð, en gæti greitt fyrir á næsta ári, ef vextir á löngum lánum lækka í kjölfar þess að stjórnvöld sýna stað- festu í peninga- og verðbólgu- málum. Á árinu 1984 er búist við mikilli eftirspurn lánsfjár í Banda- ríkjunum, bæði vegna fjárfest- inga í atvinnuvegunum og vegna hallareksturs ríkissjóðs, og ótt- ast er að stjórnvöld eigi óhægara um vik við stjórn á peningamagni á ári forsetakosninga. Vaxtamismunur milli landa hefur rík áhrif á gengi gjaldmiðla. Þannig stuðlar4-5% vaxtamun- ur milli dollara og þýskra marka (sjá töflu á bls. 4) að háu gengi á dollara en eins og fyrr greinir er einnig þungt á metunum að horf- ur eru á miklum hallarekstri ríkis- sjóðs í Bandaríkjunum amk. til 1985. í nýlegri skýrslu frá Laurie Milbank & Co., sem er verð- bréfafyrirtæki í London, er spáð heldur hækkandi vöxtum í Bandaríkjunum næstu 2-3 mán- uði, en lækkandi undir lok ársins. Þeir spá jafnframt verulegri lækkun á gengi dollarans á árinu 1984. Annað þekktverðbréfafyr- irtæki í London, Phillips & Drew, spáir að dollarinn lækki fyrr þannig að hann yrði í kringum DM2.28 undir lokþessa árs. Nafnvextir og raunvextir á löngum lánum í Bandaríkjunum. (UN World Economic Survey 1983). Tímabil Nafnvextir1) Raunvextir2) 1965-69 5.7 2.0 1970-74 7.7 1.8 1975-79 8.7 1.3 1980 11.9 2.4 1981 14.2 4.4 19821-6 14.8 7.1 19827-12 12.8 7.0 1) Meðalávöxtun á löngum skuldabréfum fyrirtækja með Aaa frá Moody’s (sjá bls. 4). 2) Raunvextir reiknaðir eftir nafnvöxtum og verðbreytingum vergrar þjóðar- framleiðslu. Efni: Erlendirvextir 1 Peningamál og verðbólga 2 Skýringará peningastærðum 3 Flokkun lántakenda eftir lánstrausti 4 Töflur: Vextirí USA 1 Gengi íslensku krónunnar 3 Vextirerlendis 4 Gengimikilvægragjaldmiðla 4 Ritstj. og áb.m.: Sigurður B. Stefánsson Útgefandi: Kaupþing hf Húsi Verslunarinnar Kring'umýri 108Reykjavík Sími: 8 69 88 Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með Ijósmyndun, hljóðrit- un, eða á annan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis útgefanda. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson Setning og prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.