Vísbending


Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Gengi ísíensku krónunnar. peningastærða og áhrifum þeirra á verðbólgu. Á miklu veltur hvort slík breyting er álitin varanleg eða tímabundin. Dæmi um hið síðarnefnda er samdráttur (eða hægari aukning en áður) í peningamyndun vegna útflutningsbrests. f því dæmi er jafnan um tímabundinn samdrátt að ræða sem varla verður talinn fyrirboði varanlegr- ar verðbólguhjöðnunar, þótt sveiflur í verðlagi geti vissulega hlotist af. Ef grunnfé er hins vegar dregið saman með því að minnka halla á ríkissjóði eða með því að skera niður erlendar lántökur, er líklegra að menn líti svo á, að um stefnubreytingu í peningamálastjórn sé að ræða. Þá mun fara að sljákka í verð- bólgunni. Almennt má telja, að því varanlegri sem aðgerðir í pen'ingamálum eru taldar af al- menningi, þeim mun snarpari verði áhrifin á verðbólgu. Að sama skapi er síður hætta á að efnahagsstarfsemi yfirleitt, t.d. framleiðsla og atvinna, raskist. Tór Einarsson hefur lokið prófi frá við- skiptadeild Háskóla Islands og MA prófi i hagfræði frá háskólanum i Essex i Eng- landi. Hann vinnur nú að doktorsritgerð i hagfræði við sama skóla. 31.12. 82 1.6. 83 29.7. 83 us$ 16.65 27.24 27.85 63.60 2.24 67.27 UK pund 26.83 43.33 42.37 61.47 -2.21 57.90 Kanada $ 13.51 22.14 22.59 63.88 2.04 67.22 DKR 1.99 3.00 2.93 51.08 -2.36 47.50 NKR 2.36 3.80 3.77 61.23 -0.65 60.19 SKR 2.28 3.60 3.60 58.39 -0.20 58.07 Finnskt mark 3.15 4.94 4.95 57.10 0.19 57.39 Fr. franki 2.47 3.58 3.51 44.98 -2.06 42.00 Bel. franki 0.36 0.54 0.53 51.11 -1.99 48.10 Svi. franki 8.34 12.93 13.09 55.18 1.18 57.01 Holl. gyllini 6.34 9.55 9.43 50.67 -1.24 48.80 DEM 7.00 10.74 10.54 53.34 -1.89 50.42 ítölsk líra 0.01 0.02 0.02 48.81 -1.60 46.4*2 Aust. sch. 1.00 1.53 1.50 53.25 i -1.6/ 50.69 Port. escudo 0.19 0.27 0.23 46.00 -14.37 25.03 Sp. peseti 0.13 0.19 0.19 45.93 -3.88 40.27 Jap. yen 0.07 0.11 0.12 60.66 1.32 62.77 írskt pund 23.22 33.93 33.30 46.09 -1.86 43.38 SDR 18.36 29.20 29.42 58.99 0.77 60.21 Skilgreiningar: Grunnfé, peningamagn og peningaútstreymi. Grunnfé er sá „grunnur", sem aðrar peningastærðir bankakerfisins eru reistar á ef svo má segja. Grunnfé er uppspretta peninga í bankakerfinu. Hana má lesa af efnahagsyfirliti Seðlabankans. Sé litið á eignahlið efnahagsyfirlitsins eru þessir liðir helstir: 1. Erlendir liðir. 2. Lán til rfkissjóðs og ríkisstofn- ana. 3. Kröfur a innlánsstofnanir (eink- um afurðalán). 4. Innstæður sjóða ( opinberri vörslu (þar meö talinn Verðjöfn- unarsjóður fiskiðnaðarins). i breytingum á „erlendum liðum" endurspeglast bæði viðskiptahalli eða -afgangur og áhrif erlendra lána. í þessu felst m.a. að við búhnykk af völdum verðhækkana á útflutnings- markaði bætist við grunnféð, vegna þess að útflutningstekjum er jafn- harðan skipt í krónur vegna skila- skyldu á gjaldeyristekjum. Á sama hátt veldur lántaka erlendis grunn- fjárþenslu, nema allri upphæðinni sé varið til greiðslu á innflutningi - til dæmis á skipi eða vélum til virkjana. Greiðsluhalli á ríkissjóði er önnur uppspretta grunnfjár, sé honum mætt með yfirdrætti í Seðlabanka. Enn eitt dæmi um breytingu grunn- fjár er þegar greitt er I Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins. Þá er dregið fé úr umferð og er því hér f rauninni um skuldalið að ræða. Úrgreiðslur auka viðgrunnféðað samaskapi. Hérskal á það bent, að árangurs I stjórn pen- ingamála er ekki að vænta nema taumhald sé haft á grunnfénu. Peningamagn er hér notað í víðri merkingu. Auk veltiinnlána, seðlaog myntar er allt sparifé talið með (M3). Tengslin við grunnféð eru í stuttu máli þau að við inngjöf á kerfið - sem stafar t.d. af auknum útflutningi - gefurSeðlabankinn útfleiri krónuren áður. Þessar viðbótarkrónur hafna síðan hjá einhverri innlánsstofnun (banka eða sparisjóði), sem þvínæst lánar út hluta fjárhæðarinnar. Láns- féð skilar sér síðan til bankans í mynd innlána, sem enn eru lánuð út að hluta. Þannig gengur þetta koll af kolli. Sá hluti innlánsaukningar sem ekki er lánaður út er annaðhvort geymdur hjá Seðlabankanum vegna bindiskyldu eða í formi varasjóðs hjá viðskiptabönkunum sjálfum. Orða má þetta svo að grunnféð verði smám saman að peningamagni vegna þeirra margfaldaraáhrifa sem að verki eru. Áhrift.d. ríkissjóðshalla á peningamagn eru því óbein. Peningaútstreymi. Gagnstætt grunn- fé og peningamagni er peningaút- streymið flæðistærð, sem líkja má við vatnsfall. Hinar tvær eru stöðu- stærðir, sem þá má líkja við stöðu- vötn. Peningaútstreymið má skjl- greina sem breytingar á peninga- magni að viðbættri gjaldeyrissölu, möo. ekki ertekið tillittil þess „leka" úr peningakerfinu sem stafar af inn- flutningi og annarri gjaldeyrissölu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.