Vísbending


Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 4
VÍSBENDING 4 Flokkun lántakenda eftir lánstrausti. í Bandaríkjunum eru tvö fyrirtæki, sem taka að sér að flokka lántakend- ur eftir skuldastöðu og greiðslugetu, til að þeir sem lána fé og fjárfesta eigi auðveldara með að meta þá áhættu sem tekin er. Fyrirtækin tvö eru Standard & Poor og Moody's, og hafi lántaki aðeins einkunn frá öðru fyrir- tækinu, þykir það gefa til kynna að hitt fyrirtækið hefði sett lántakann í lægri flokk. Standard & Poor og Moody’s endurskoða reglulega mat sitt á lánstrausti í samræmi við breyt- ingar á skuldastöðu og greiðslugetu lántakenda. Skalinn er sýndur í með- fylgjandi töflu. I Bandaríkjunum er al- gengt að þeir sem lána fjármuni eða kaupa skuldabréf skipti aðallega við þá, sem mest lánstraust hafa, en í öllu falli eru vextir háðir því hversu traustur lántakandinn er talinn. Plús eða mínus á eftir einkunn er nánari flokkun á lánstrausti hverju sinni. Lán til lántaka með BBB/Baa eða betri einkunn er allajafna talið öruggt. í Bretlandi annast fyrirtækið Extel sömu þjónustu og notar skalann frá A til E, en matsaðferðir eru þó ekki að öllu leyti sambærilegar. Frá CITYBANK. Standard & Poor Moody's AAA Aaa Flæstaeinkunn, minnstáhætta AA Aa Góðeinkunn A A Fremurgóðeinkunn BBB Baa í meðallagi, ekki án áhættu BB Ba Undir meðallagi, talsverð áhætta Vextir í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss. Vextir banka til stærri lántaka (prime rate).1) 1979 des. 1980 des. 1981 des. sept. 1982 okt. nóv. des. jan. 1983 feb. mars apr. júlí Bandar. 15.25 21.50 15.75 13.00 12.00 11.50 11.50 11.00 10.50 10.50 10.50 10.50 Þýskal. 9.75 11.50 13.00 10.50 10.50 10.00 8.75 8.75 8.75 7.75 7.75 8.00 Sviss 5.00 5.75 8.00 6.50 6.50 6.50 6.00 6.00 6.00 5.50 5.50 7.50 1) Morgan Guaranty Trust/Economist. Gengi nokkurra helstu gjaldmiðla m.v. dollara dags.: 18.5. 1.6. 8.6. 15.6. 22.6. 29.6. 6.7. 13.7. 18.7. 25.7. 29.7. Sterlingspund...... 0.64 0.62 0.64 0.66 0.66 0.65 0.65 0.66 0.66 0.66 0.66 Sænskkróna ........... 7.50 7.54 7.63 7.67 7.66 7.64 7.66 7.71 7.70 7.71 7.74 V-Þýskt mark ......... 2.46 2.53 2.57 2.57 2.55 2.55 2.57 2.60 2.59 2.60 2.64 Svissn. franki ....... 2.04 2.10 2.13 2.14 2.11 2.10 2.13 2.13 2.12 2.12 2.13 Franskur franki.... 7.39 7.58 7.71 7.71 7.68 7.67 7.71 7.82 7.78 7.82 7.94 Japanskt yen .......... 233 239 240 243 239 239 240 242 241 241 242

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.