Vísbending


Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 03.08.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Tór Einarsson: Peningamál og verðbólga. Áherslur í efnahagsmálum. Verðbólgan hefur verið með arg- sömustu úrlausnarefnum stjórn- valda á undanförnum árum. Svo- nefnd verðbólgumarkmið hafa mjög verið í sviðsljósi, en með þeim eru sett ákveðin mörk um hjöðnun verðbólgu hverju sinni. Markmið þessi hafa oftar en ekki verið tengd beinum aðgerðum í launa- og gengismálum. Pen- ingamál hafa á stundum komið hér við sögu, en í framkvæmd hafa þau fremur dvaliö forsælis. Hér verða leidd að því rök, að sú röð markmiða sem að ofan greinir sé í aðalatriðum röng. Ekki er nóg að hafa skýra stefnu í peningamálum, heldur þarf að snúa áhersluröðinni við. í stað fyrirmæla um þróun verðlags og launa ættu að koma kennileiti um peningastærðir, sem vísa veg- inn nokkuð langt fram í tímann, t.d. nokkur ár. Og leggja ber áherslu á, að slík kennileiti munu því aðeins varða veginn til kyrru í verðlagsmálum, að almenning- ur sé sannfærður um ásetning stjórnvalda í því efni. Markmiðin verða að vera trúverðug. Þrjár peningastærðir á undan- förnum árum: Grunnfé, pen- ingamagn (M3) og peningaút- streymi. Á línuritinu er dregin upp mynd af þróun þriggja peningastærða síðan á öndverðu ári 1980. Línur sýna ávallt hlutfallslegar breyt- ingar síðustu 12 mánuði. Sem dæmi má taka, að grunnfé var í lok fyrsta ársfjórðungs 1980 rúmlega 40% meira en á sama tíma árið 1979. Greinilegt er að bæði grunnfé og peningamagn jukust með vaxandi hraða árin 1980 og 1981. Athygli vekur hin gífurlega þensla grunnfjár á þeim tíma, en það næstum tvö- faldaðist milli þriðja ársfjórðungs 1980 og jafnlengdar 1981. Ekki eru tök á að rekja rætur þessara sviptibylja til neinnar hlítar að þessu sinni, en benda máá mikl- ar lántökur í útlöndum auk upp- gripa í útflutningi og uppfærslna vegna vaxta og gengisbreytinga. Nokkuð hægir um á árinu 1982. Á seinni hluta ársins er grunnfjár- þenslan „komin niður í“ um 50% úr 80-100% aukningu árið áður. Peningamagnið 'sýnir um 55% aukningu á þriðja ársfjórð- ungi 1982 í stað 75% aukningar um svipað leyti 1981. Hér veldur aflabrestur miklu um, þar sem halli á utanríkisviðskiptum varð meiri en tíðkast hefur um nokk- urt árabil. Þrátt fyrir þetta hefur aukningin á báðum ofangreind- um stærðum verið um og yfir 50% miðað við heilt ár og fátt bendir til þess að úr henni muni draga á næstunni. Peningaútstreymið, sem reikna má með því að leggja saman gjaldeyrissölu og breytingar peningamagns (M3), hefur sýnt nokkuð aðra hegðun en hinar stærðirnar tvær. Peningaút- streymi jókst ekki í hátt við grunnfé og peningamagn á árunum 1980-1981, en hefur hins vegar vaxið nær stöðugt síðan í ársbyrjun 1982. Nokkru veldur um þennan mun, að mikill viðskiptahalli hefur áhrif á grunn- fé og peningamagn en ekki á peningaútstreymi. Peningastærðir, verðbólga og atvinna. En hverju skiptir vöxtur grunn- fjár, peningamagns og peninga- streymis? Nýklassísk hagfræði kennir, að ákvarðanir manna um framleiðslu, vinnu, vörukaup og viðskipti af öðru tagi miðast við svonefnd verðhlutföll, þeas. hversu mikils vara er metin mióaö við önnur gæði sem á boð- stólum eru. Verð vöru í pening- um segir í sjálfu sér ekkert um hvort hún er dýr eða ódýr. Af þessu leiðir, að almennt verðlag, t.d. framfærsluvísitala, getur því aðeins haldist'stöðugt til langframa að framboð peninga sé eigi aukið meir en hagvöxtur gefur tilefni til. Rétt er að taka fram að samband peninga- magns og grunnfjár og hag- stærða á borð við verðlag og þjóðarframleiðslu er mjög flókið sé til skamms tíma litið. Er utan ramma þessa pistils að gera því skil. Rétt er þó að vekja athygli á einu viðvíkjandi breytingum Grunnfé, peningamagn og peningaútstreymi 1980-1983. % Breytingar síðustu 12mánuöi.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.