Vísbending


Vísbending - 07.09.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.09.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gjaldeyrisstyring Áhersla á gjaldeyrisstýringu hef- ur vaxiö mjög hjá erlendum fyrir- tækjum á undanförnum árum, en markmiöiö með gjaldeyrisstýr- ingu í fyrirtækjum er aö bægja frá eöa draga úr hættunni af gengistapi í erlendum viöskipt- um. Segja má að aðstæður ís- lenskra fyrirtækja séu óvenju- legar vegna örrar gengislækkun- ar krónunnar, þröngra reglna í gjaldeyrismálum og óstööugrar gengisstjórnar. Erlendis hafa fyrirtæki snúiö undanhaldi í sókn í gjaldeyrisviðskiptum. Fjármála- deildir þurfa stöðugt að vera á verði; þurfa að fylgjast með því sem er að gerast á gjaldeyris- markaði á degi hverjum, hafa heildarsýn yfir öll gjaldeyrisum- svif fyrirtækisins, og hafa á reið- um höndum hvernig bregðast skuli við, þegar aðstæður breyt- ast. Aðferðir við gjaldeyrisstýr- ingu hafa þróast mikið að undan- förnu og með því aukast mögu- leikar til baktryggingar í erlend- um viðskiptum. Gjaldeyrisstýringu mætti skipta í þrennt: (i) Hvernig á að reikna gjald- eyrisstöðu fyrirtækis til að meta áhættu í gjaldeyris- viðskiptum? Tvær aðferðir eru aðgreindar, önnurtekur mið af bókhaldslegum atrið- um, hin tekur mið af við- skiptalegum atriðum. (ii) Borgar sig að treysta spám um breytingar gengis milli gjaldmiðla, eða verður að horfast í augu við að geng- isspár, einkum til skamms tíma, eru afar óöruggar? Hér er átt við spár um gengi sem ræðst á frjálsum mark- aði. Gengi íslensku krón- unnar hlýtur að lúta sömu lögmálum og verð á öðrum gjaldmiðlum þegar til lengdar lætur, en miklar sveiflur eiga sér stað í skráðu gengi og í raungengi sé litið á stutt tímabil. (iii) Eftir að fyrir liggur hvar gengisáhættu er helst að finna í rekstri fyrirtækisins þarf að velja rétta aðferð til að reyna að draga úr hættu á gengistapi. Hér á eftir er stutt yfirlit yfir helstu aðferðir, en síðar verður fjallað frekar um ýmis svið gjaldeyris- stýringar. Framvirk gjaldeyrisviðskipti (forward markets). Áður hefur verið sagt frá fram- virkum (forward) viðskiptum í Vísbendingu (sjá 2. tbl. 27. júlí). Framvirkur markaður er til fyrir alla meiri háttar gjaldmiðla, þá sem ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði. Með framvirk- um viðskiptum er hægt að „festa“ gengi fram í tímann, því að framvirkt gengi eða fram- gengi er reiknað eftir daggengi og vaxtamismuni milli viðkom- andi mynta á því tímabili sem um ræðir. Raunverulegan kostnaðaf kaupum og sölu fram í tímann er hins vegar ekki hægt að reikna fyrr en eftir á. Mismunurinn á framvirka genginu á þeim degi, þegar viðskiptin fóru fram, og á daggengi á afhendingardegi er þá mælikvarði á raunverulegan kostnað af viðskiptunum. Ekki mun mikið um að íslenskir aðilar notfæri sér framvirka gjald- eyrismarkaði í útlöndum, þótt þess séu einhver dæmi. Ef lán er tekið í mynt B og hluti af því á að ganga til greiðslu af láni í mynt A eftir 2 til 3 mánuði og talin er hætta á að mynt B lækki gagnvart A, gæti verið hagkvæmt að kaupa mynt A fram í tímann fyrir mynt B. Ef um er að ræða stöð- ugar greiðslur í mynt B til fyrir- tækis, sem miðar rekstur sinn við mynt A, er hins vegar engan veginn víst að hagkvæmara sé að selja mynt B reglulega fram í tímann á gildandi framgengi heldur en á daggengi, þegar greiðslur berast. Þróaður framvirkur markaður er fyrir hendi fyrir alla helstu gjald- miðla, eins og fyrr segir, en fram- virk viðskipti munu ekki algeng þegar veikir gjaldmiðlar eiga í hlut. F>að er t.d. ekki Ijóst hvernig framgengi milli krónunnar og dollara yrði reiknað. Taka þyrfti tillit til skráðs gengis, vaxtamun- ar og árvissrar lækkunar krón- unnar gagnvart dollara. Sumar þjóðir, til dæmis Suður-Ameríku- þjóðir sem sumar búa við mikla verðbólgu, hafa brugðið á það ráð við gengisstjórn að birta tvo til þrjá mánuði fram í tímann hverjar breytingar verði á gengi gjaldmiðla þeirra gagnvart doll- ara. Fótt slík stefna af hálfu stjórnvalda komi ekki í stað fram- virks markaðar, dregur hún úr óvissu í gjaldeyrismálum. Fyrir- tæki geta þá gert áætlanir og miðað verðlagningu við fast gengi, þótt framvirk viðskipti eigi sér ekki stað. Gjaideyrisstýring vegna eriendra eigna ogskulda. Ein helsta aðferð við gjaldeyris- stýringu vegna erlendra eigna og skulda er að jafna saman eignum og skuldum eftir mynt- um, eða eftir tekjum og gjöldum. Almenn reglafyrir útflutningsfyr- irtæki, sem þarf að taka erlent lán, er að taka það í sömu mynt og það fær greidda fyrir útflutn- ing sinn. Stór hluti útflutnings ís- lendinga er greiddur í dollurum. Af þeirri ástæðu ásamt fleirum (eins og t.d. mikilvægi dollarans á alþjóðlegum fjármagnsmark- aði), voru skuldir landsmanna í dollurum 61% af öllum erlend- um skuldum í árslok 1982 (62% í árslok 1981, 57% í árslok 1980). Með tilliti til áhættu í gjald- eyrisviðskiptum virðast þessi hlutföll viðunandi fyrir þjóðarbúið í heild. Það skyggir þó á, að nafn- vextir (og raunvextir) í Banda- ríkjunum eru allajafna hærri en í löndum þar sem verðlag hefur haldist hvað stöðugast, eins og til dæmis í Þýskalandi, Sviss, Hollandi og Japan. Auk þess kemur hækkun dollarans hart niður á þeim sem skulda í dollur- um, jafnvel þótt segja megi að hærri tekjur vegna hækkunar dollarans standi á móti hækkun lána, ef á heildina er litið. framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.