Vísbending


Vísbending - 07.09.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.09.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 8.1. 7. SEPTEMBER 1983 Hagvöxtur í Bandaríkjunum 9.2% á öðrum ársfjórðungi: Hærri raunvextir en sögur fara af virðast ekki draga úr hagvexti. Kenningar þjóðhagfræðinnar þverbrotnar. Sé litið á bandarískar hagstærðir á fyrri hluta þessa árs sést að ýmsar kenningar þjóðhagfræð- innar virðast orðnar haldlitlar. Viðskiptahallinn er gífurlegur, verður ef til vill um 30 milljarðar dollara í ár. Dollarinn hefur samt hækkað og hækkað og meðal- gengi eftir viðskiptavog er nú svipað og á dögum Bretton Woods gjaldeyriskerfisins. Raunvextir hafa aldrei verið hærri en verðmætaráðstöfun heimilanna (fjárfesting og einka- neysla) óx um 5% m.v. heilt ár á fyrri hluta ársins. Kröftug aukning á hagvexti. Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi (þ.e. framleiðsluaukning m.v. heilt ár) var 9,2% og þykir gefa til kynna að uppsveiflan eftir sam- dráttarskeiðið 1981 til 1982 verði svipuð og fyrri reynsla af sama skeiði í hagsveiflunni. Sé tekið meðaltal af fyrri hluta af hag- sveiflum á árunum eftir stríð, kemur í Ijós, að hagvöxtur hefur verið 8% á fyrsta ári uppsveiflu og 4% á öðru ári. Það sem er frábrugðið núna eru vextirnir. Áður fyrr var peningamálum í Bandaríkjunum stjórnað að hluta með því að takmarka heildarút- lán, en án þess að hækka vexti úr hófi. Á dögum Carter-stjórnar- innar var byrjað að auka frelsi á peningamarkaði í Bandaríkjun- um. Vextir og verðbólga tóku að hækka og náðu hámarki árin 1979 og 1980. Núnaráðastvext- ir á frjálsum markaði og bankar eiga í samkeppni um sparifé. Vegna þessarar breytingar á vaxtamyndun er ekki gott að bera saman vexti nú og í fyrri uppsveiflum. Háir raunvextir (5- 7%) virðast ekki draga úr hagvexti nú, þótt þeir hefðu að öllum líkindum hamlað á móti í fyrri uppsveiflum. Skýring að hluta í skattalögum. Samanburður á áhrifum hárra raunvaxta á fjárfestingu í hinum ýmsu löndum er varasamur af því að í Bandaríkjunum eru vext- ir frádráttarbærir til skatts, án til- lits til fjárhæðar, en svo rúmum ákvæðum í vaxtameðferð í skattalögum mun ekki til að dreifa annars staðar f „stóru" löndunum. í Bandaríkjunum mun vaxtafrádráttur vegna hús- byggingalána og venjulegra neyslulána vera algeng aðferð til lækkunar á sköttum, og því vaxtabyrði ekki eins þung og vaxtaprósentur gætu gefið til kynna. Þannig hefur aukið frelsi í banka- viðskiptum orðið til þess að vext- ir hafa heldur hækkað og stuðla þannig að fjárstreymi til Banda- ríkjanna. Skattalögin eru hins vegar ekki þannig sniðin að þau ýti undir sparnað í landinu. Þá má einnig benda á að Euro- dollaralánamarkaðurinn mynd- aðist löngu fyrir þann tíma er frelsi var aukið á fjármagnsmark- aði í Bandaríkjunum. Vaxta- hækkunin, sem af því hlaust, kemur vegna skattalaganna miklu þyngra niður á útlending- um, sem tekið hafa lán í dollur- um, heldur en Bandaríkjamönn- um sjálfum. Raunvextir eru þó svo háir um þessar mundir í Bandaríkjunum að það vekur ugg. Einkum þykja horfur í vaxtamálum benda til hækkunar þegar lengra er komið í hagsveiflunni. Þá kemur að því að fyrirtæki þurfa að fjárfesta í nýjum framleiðslutækjum og atvinnuhúsnæði, en á sama tíma mun ríkissjóður þurfa á miklu lánsfé að halda vegna hallans, sem illa gengur að draga úr. Ekki er þó búist við verulegri hækkun vaxta á næstu 9-12 mánuðum. í ársfjórðungslegri skoðanakönn- un, sem félag rekstrarhagfræð- inga í Bandaríkjunum gengst fyrir meðal félagsmanna sinna, kemur fram að búist er við að „prime rate“ verði um 10% í júní 1984, en er nú um 11%. Að lokum mætti nefna, að fram kemur í skoðanakönnuninni að 42% þeirra, sem spurðir voru, töldu að gengi dollarans muni lækka eitthvað gagnvart öðrum myntum fram til áramóta. Könn- unin mun hafa verið gerð um miðjan ágústmánuð. Efni: Áhrifafháum vöxtum í Bandaríkjunum 1 Gjaldeyrisstýring Verður verðbólgan 30% um 2 áramót? 3 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Ritstj. og áb.m.: Sigurður B. Stefánsson Utgefandi: Kaupþing hf Húsi Verslunarinnar Kringlumýri 108Reykjavik Sími: 8 69 88 Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með Ijósmyndun, hljóðrit- un, eöa á annan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis útgefanda. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson Setning og prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.