Vísbending


Vísbending - 07.09.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.09.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Verðbólgan: Verður verðbólgan komin niður undir30% um áramót? Verðbólgan úr 140% í 30%. Undanfarið hefur margoft komið fram, bæði hjá stjórnmálamönn- um og í umfjöllun Pjóðhagsstofn- unar, að verðbólgan verði komin niður undir 30% um áramót. Munurinn á milli 140% verðbólgu um áramót, sem spáð var „án efnahagsaðgerða" ríkisstjórnar- innar, og 30% verðbólgu um ára- mót, sem spáð var „eftir efna- hagsaðgerðir" í lok maímánaðar er þó svo mikill, að ekki er furða þótt nokkuð beri á vantrú í þessu sambandi. Hvernig er verðbólga mæld? Hagstofa íslands hefur reiknað vísitölu framfærslukostnað und- anfarin ár í febrúar, maí, ágúst og nóvember. Byggingarvísitalan hefur verið reiknuð í mars, júní, september og desember, með gildistöku 1. apríl, 1. júlí, 1. októ- ber og 1. janúar. Eftir þessum mælingum (óriðja hvern mánuð er hægt að reikna breytingar verð- lags yfir þrjá mánuði. Framfærslu- vísitala í ágúst 1983 var til dæmis 362, og 298 í maí og verðhækk- unin þannig (362/298) = 1,215 eða 21,5%. Vilji menn átta sig á hver verðbólgan hefði orðið á fjórum ársfjórðungum, hefði maí til ágúst hraðinn haldist óbreyttur, þarf að margfalda töluna 1,215 fjórum sinnum með sjálfri sér, þ.e. hefja hana í fjórða veldi. Þá fæst 2,179, og „árshraði" verð- bólgunnar m.v. verðbreytingar frá maí til ágúst 1983 er því 117,9%. Niðurstaðan sem fæst með því að margfalda 21,5% með fjórum (þ.e. 86%) er því röng vegna þess að taka verður tillit til að verðhækkanir á öðrum árs- fjórðungi bætast ofan á verðlag í lok þess fyrsta, verðbreytingar í þriðja ársfjórðungi ofan á verðlag í lokannars, o.s.frv. Verðbreytingar frá maí til ágúst eru því 21,5% á þremur mán- uðum og 117,9% á ári haldist þessi hraði óbreyttur f heilt ár. Framfærsluvísitalan í ágúst 1982 var 179, og raunveruleg breyting verðlags m.v. framfærsluvísitölu síðustu fjóra ársfjórðunga er því (362/179) = 2,022 eða 102,2%. Mánaðarlegar mælingar framfærslu- vísitölu og byggingarvísitölu. Nú hefur verið ákveðið að Hag- stofa Islands reikni framfærslu- vísitölu og byggingarvísitölu mánaðarlega að minnsta kosti til næstu áramóta. Framfærsluvísi- talan var mæld í júlí að beiðni Alþýðusambands Islands (að vísu mun sú mæling hafa farið fram síðustu dagana í júní) og reyndist þá 340. Verðhækkun á tímabilinu júlí til ágúst er því (362/340) = 1,0647 eða 6,47%. Sé talan 1,0647 hafin í tólfta veldi fæst að verðbólgan í júlí 1983 hafi verið 112,2% m.v. heilt ár. Láns- kjaravísitala hefur verið reiknuð mánaðarlega síðan í júní 1979, og sést hefur, að blaðamenn hafi brugðið mánaðarlegum hækk- unum í tólfta veldi til aö skoðaárs- hraðann. Slíkir reikningar eru góðra gjalda verðir til fróðleiks, en varhugavert er að taka niðurstöð- una alltof hátíðlega, hvort sem hún er há eða lág. Þetta stafar af því að verðbreytingar milli ein- stakra mánaða eru óstöðugar, og þegar hafið er í tólfta veldi marg- faldast frávikin upp. Verðbólgan um áramótin verður um 30%. Á línuritinu eru sýndar tólf mán- aðabreytingarframfærsluvísitölu, til dæmis hækkun vísitölunnarfrá maí 1982 til maí 1983 o.s.frv. Frá september í ár er um sömu spá að ræða og lýst var í síðasta tölublaði Vísbendingar, „miðspá". Á þessu línuriti er líka sýndur árs- hraði framfærsluvísitölu, um- reiknaður eftir þriggja mánaða breytingum, eins og fyrr var iýst. Þriggja mánaða hraðinn er miklu sveiflukenndari, ef svo mætti segja, heldur en tólf mánaða hraðinn. í honum koma fyrr fram aukning verðbólgu og lækkun hennar. Ef grannt er skoðað, kemur í Ijós, að verðbólgan mæld á þennan hátt er einmitt um 30% um áramótin. Þetta er nánast verðbreytingin frá októbertil des- ember reiknuð til árshraða. Tólf mánaða breyting framfærsluvísi- tölu í árslok, þ.e. hækkun hennar frá upphafi til loka ársins, er á hinn bóginn um 78% eftir þessum reikningum. Breytingar framfærsluvísitölu janúar 1983 til mars 1983. Skýringar. Miðspá hér er sama spáin og birt var í 7. tölublaði. Þriggja mánaða breytingarnar á linuritinu sýna vel hvernig mælingar yfir skemmri tímabil (t.d. 3 mánuði) eru fljótari að sýna aukningu og lækkun á verðbólgu heldur en mælingar yfir lengri tfmabil (t.d. 12 mánuði). Væri árshraði reiknaður eftir mánaðarlegum breytingum dreginn á línuritið kæmi fram mjög óstöðugur ferill.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.