Vísbending


Vísbending - 07.09.1983, Side 4

Vísbending - 07.09.1983, Side 4
VÍSBENDING 4 Gjaldeyrisstýring, framh. Að verjast gengistapi með hækkunum vöruverðs. Verðhækkanir sem jafnan eru aðeins á undan gengislækk- unum er enn ein leið til að verjast gengistapi. Munu ýmis íslensk innflutningsfyrirtæki kannast við þessa aðferð og hafa tekið hana upp af illri nauðsyn, þar sem álagningarreglur á annað borð leyfa. Þetta er raunar eina að- ferðin, sem kemur að gagni í litlum löndum þar sem gjaldmið- illinn er veikur og framvirkur markaður ekki fyrir hendi. Óþarfi er að fara mörgum orðum um þessa aðferð, hún er til komin af illri nauðsyn. Helstu gallar eru að sífellt verður að hækka vöru- verð, ef slíkt er yfirleitt leyft, og við hækkanirnar geta seljendur glatað markaði sínum í sam- keppni við aðrar svipaðar vöru- tegundir, sem minna þurfa að hækka. Að verjast gengistapi með þvi aó dreifa áhættunni. Eðlileg viðbrögð við óvissu eru að reyna að dreifa áhættunni. Sum íslensk fyrirtæki eru í þeirri stöðu að engin ofangreindra leiða til baktryggingar vegna gengisáhættu virðist fær. Tökum til dæmis innflutningsfyrirtæki sem vill draga úr gengisáhættu vegna erlendra lána eins og unnt er. Framvirk viðskipti eru ekki fyrir hendi (a.m.k. ekki í bráð) fyrir íslensku krónuna. Engar tekjur í erlendum gjaldeyri eru til að jafna á móti afborgunum og vöxtum af erlenda láninu. Loks hindra álagningarreglur eða hörð samkeppni þær verðhækkanir sem nauðsynlegar væru til að vega upp á móti gengistapi vegna erlenda lánsins (til dæmis auknum kostnaði af dollaraláni, þegar dollarinn hækkarum 15% miðað við aðra mikilvæga gjald- miðla). í þessari stöðu er hægt að dreifa áhættunni af gengisbreytingum milli erlendra mynta með því að taka lán sem miðað er við sam- setta mynt, til dæmis SDR eða ECU (sjá Vísbendingu, 5. tbl. 17. ágúst). Vegna þess að margar myntir koma við sögu eru sam- settu myntirnar vel til þess fallnar að dreifa áhættu bæði af gengis- og vaxtasveiflum. Gengi nokkurra gjaldmiðla. 1982 1983 s 0 N D J F M /\ 31.5. 30.6. 29.7. 2.8. 5.9. US$/UKpund 1.71 1.70 1.63 1.62 1.57 1.53 1.49 1.54 1.61 1.53 1.52 1.51 1.50 DKR/$ 8.79 8.91 8.96 8.92 8.41 8.57 8.62 8.65 9.03 9.16 9.51 9.57 9.62 IKR/$ 14.45 15.16 16.07 16.42 18,44 19.18 20.63 21.39 27.10 27.45 27.85 27.95 28.08 NKR/$ 6.89 7.17 7.24 7.03 7.04 7.11 7.17 7.14 7.14 7.31 7.38 7.44 7.45 SKR/$ 6.22 7.15 7.51 7.35 7.32 7.43 7.48 7.48 7.54 7.65 7.74 7.78 7.88 Fr. frankar/$ . . . 7.06 7.15 7.21 6.85 6.77 6.88 7.01 7.32 7.56 7.65 7.94 8.01 8.05 Svi. frankar/$ . . 2.14 2.17 2.20 2.05 1.97 2.02 2.06 2.06 2.09 2.11 2.13 2.14 2.17 Holl. flor./$ .... 2.74 2.76 2.79 2.67 2.63 2.68 2.68 2.75 2.83 2.86 2.95 2.98 2.99 DEM/$ 2.50 2.53 2.61 2.42 2.39 2.43 2.41 2.44 2.52 2.55 2.64 2.66 2.67 Yen/$ 263 271 265 243 233 236 238 238 239 240 242 242 246 Gengi íslensku krónunnar. 31.12.82 kr 01.06.83 kr Breyting frá 31.12.82 % 05.09.83 kr Breyting frá 31.12.82 01.06.83 °A % US$ 16.65 27.24 63.60 28.08 68.65 3.08 UK pund 26.83 43.33 61.47 42.22 57.35 -2.56 Kanada$ 13.51 22.14 63.88 22.80 68.77 2.99 DKR 1.99 3.00 51.08 2.92 46.99 -2.71 NKR 2.36 3.80 61.23 3.77 59.91 -0.82 SKR 2.28 3.60 58.39 3.56 56.65 -1.10 Finnskt mark 3.15 4.94 57.10 4.89 55.45 -1.05 Fr. franki 2.47 3.58 44.98 3.49 41.19 -2.62 Bel. Iranki 0.36 0.54 51.11 0.52 46.81 -2.85 Svi. franki 8.34 12.93 55.18 12.94 55.26 0.05 Holl. gyllini 6.34 9.55 50.67 9.39 48.02 -1.76 DEM 7.00 10.74 53.34 10.50 49.93 -2.21 ítölsk líra 0.01 0.02 48.81 0.018. 44.69 -2.77 Ausl. sch. 1.00 1.53 53.25 1.49 49.99 -2.12 Port. escudo 0.19 0.27 46.00 0.227 22.43 -16.14 Sp. peseti 0.13 0.19 45.93 0.186 39.89 -4.13 Jap. yen 0.07 0.11 60.66 0.114 61.33 0.42 írskt pund 23.22 33.93 46.09 33.01 42.13 -2.71 SDR 18.36 29.20 58.99 29.48 60.51 0.96

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.