Vísbending - 19.10.1983, Page 1
VISBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
14.1 19. OKTÓBER 1983
Forsendur fjárlagafrumvarps 1984:
Stefnt að ört minnkandi verðbólgu, litlum launahækk-
unum og svipuðu raungengi og á árinu 1982
Stefna stjórnvalda í verðlags-, launa-
og gengismálum.
í síðustu viku var fjárlagafrumvarp
ársins 1984 lagtfram á Alþingi. Ýmsir
þættir frumvarpsins hafa þegar verið
skýrðir nokkuð í fréttum. Með frum-
varpinu er mörkuð stefna stjórnvalda
í ríkisfjármálum á næsta ári og for-
sendur frumvarpsins um laun, verð-
lag og gengi eru einnig lagðar til
grundvallar í lánsfjáráætlun og þjóð-
hagsáætlun.
I stuttu máli er reiknað með að laun
opinberra starfsmanna hækki um
6% frá desemberverðlagi 1983 til
meðaltals næsta árs og gengi krón-
unnar verði haldið „sem stöðugustu
á árinu 1974 “. Sé miðað við um 10%
breytingar framfærsluvísitölu frá
upphafi til loka árs 1984 má eftir
þessum upplýsingum áætla viðbótar-
tölur um verðbólgu, kaupmátt og
raungengi. Þessum áætlunum er lýst
á myndunum í opnunni og þær
bornar saman við þá verðbólguspá
sem birtist í Vísbendingu 31. ágúst
s.l. Miðað er við sömu forsendur og
lagðar voru til grundvallar i „mið-
spá", en spáin erendurreiknuð í Ijósi
leiðréttra talna fyrir mánuðina ágúst
til október 1983. Annars staðar í opn-
unni er fjallað um samanburð við
„lægra tilvik", en í því var miðað við
sama kaupmátt og í forsendum fjár-
lagafrumvarps, þ.e. þann kaupmátt
sem verður i desember í ár.
Árið 1983
Sé míðað við engar gengisbreytingar
það sem eftir er af árinu 1983 hækkar
vísitala raungengis úr 85 (m.v.
1982=100) í júní sl. í um 100 í des-
ember. Raungengi yrði þá mjög
svipað í desember 1983 og að
meðaltali á árinu 1982. Meðaltal árs-
ins 1983 yrði hins vegar liðlega 91.
Breyting framfærsluvísitölu yrði um
77% frá upphafi til loka ársins og um
84% að meðaltali milli áranna 1982
og 1983. Vísitala kaupmáttar m.v.
1982=100 yrði um 74 á síðasta árs-
fjórðungi í ár (án tillits til „mildandi
aðgerða"), en kaupmátturyrði um 82
að meðaltali í ár og um 73 í síðasta
mánuði ársins.
Verðbólgan 1984
Forsendur fjárlagafrumvarps um
kauplag og verðlag er engan veginn
hægt að kalla spár um kauplag og
verðlag. En í athugasemdum með
frumvarpinu (bls. 176) kemur skýrt
fram að með frumvarpinu er mörkuð
stefna í launamálum gagnvart starfs-
mönnum ríkisinsog þærstærðírsem
hafðar eru til viðmiðunar í verðlags-
og gengismálum verða einnig að telj-
ast markmið stjórnvalda á þessu
sviði.
Við gerð frumvarpsins er gert ráð
fyrir að verðlag á árinu 1984 verði að
meðaltali 4% hærra en í árslok 1983.
Gæti framfærsluvísitala í árslok orðið
um 394 (er 376 nú í október) og ætti
því að verða að meðaltali um 414 á
næsta ári. Að meðaltali yrði verð-
bólgan milli áranna 1983 og 1984 þá
um 27% og verðbólga frá upphafi til
loka árs 1984 rétt innan við 10%.
Hækkun byggingarvísitölu gæti orð-
ið heldur minni, um 8-9% frá upphafi
til loka ársins samkvæmt forsendum
fjárlagafrumvarps og um 23% að
meðaltali milli áranna 1983 og 1984.
Kaupmáttur
Eflaunáárinu 1984eiga aðmeðaltali
ekki að verða meira en 6% hærri en
í desember 1983 gætu laun t.d.
hækkað um liðlega 7% í byrjun
marsmánaðar, en yrðu síðan að
standa í stað það sem eftir er árs
1984. Kaupmáttur kauptaxta yrði þá
að meðaltali 73 miðað við 100 árið
1982. Er það sama stig kaupmáttar
og í desember 1983 en um 11-12%
lægra en að meðaltali í ár og um 27%
lægra en á árinu 1982. Hér er miðað
við árið 1982 vegna þess að tölur frá
því ári eru nvjastar tölur sem til eru
fyrir heilt ár. A það skal jafnframt bent
að á þvf ári var halli á viðskiptum við
útlönd um 10% af þjóðartekjum og
hár kaupmáttur væntanlega meðal
þeirra þátta sem því ollu. Auk þess er
áætlað að þjóðartekjur dragist saman
um 4,5% í ár.
Raungengi
í athugasemdum með fjárlaga-
frumvarpi segir að miðað sé við að
„unnt verði að halda gengi krón-
unnar sem stöðugustu á árinu
1984". Til að ná þeim markmiðum í
verðlagsmálum sem að framan
greinir virðist gert ráð fyrir um 3-4%
hækkun á verði erlends gjaldeyris á
árinu. Raungengi yrði þá um 1%
hærra en að meöaltali 1982. Hér
virðist miðað við að ekki verði veru-
leg lækkun á gengi dollarans gagn-
vart evrópumyntum. Fari svo að
gengi dollarans falli um 10-20% til
loka næsta árs frá því sem nú er, gæti
þurft að koma til frekari lækkunar
krónunnar gagnvart evrópumyntum
vegna versnandi viðskiptakjara.
Óvissa um tímatafir?
Eins og fram kemur á myndunum er
í forsendum fjárlagafrumvarps reikn-
að með mun minni hækkunum launa,
verðlags og gengis heldur en fram
koma í þeirri verðbólguspá sem sett
var fram í Vísbendingu 31. ágúst sl.
Sú spá er hér endurtekin m.v.
óbreyttar forsendur um laun og
gengi en með leiðréttum tölum fyrir
mánuðina ágúst til október í ár.
Leggja stjórnvöld áherslu á að með
þeirri stefnumörkun í ríkisfjármálum,
peningamálum og launa-og gengis-
málum sem í fjárlagafrumvarpinu
Efni:
Forsendur fjárlagafrumvarps 1
Bandaríkjadollari 2
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4
Endurreiknuö verðbólguspá
1984 og forsendur fjárlaga-
frumvarps 4