Vísbending


Vísbending - 19.10.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.10.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Ekki búist við vaxtabreytingum ( könnun þessari var almennt talið að ekki væri að vænta mjög mikilla breytinga á vöxtum í Bandaríkjunum næsta árið frá því sem nú er. Aukin eftirspurn eftir lánsfé vegna aukinnar framleiðslu og vegna hallans á oþin- berum rekstri mun stuðla að háum vöxtum, og hættan á vaxandi verð- bólgu og of mikilli aukningu peninga- magns leiðir ekki til lækkunar. Virðast nú æ fleiri komast á þá skoðun að háir vextir nægi ekki til að halda gengi dollarans jafn háu og áður í Ijósi þess mikla misvægis sem hefur verið að myndast í Bandaríkjunum í oþin- berum rekstri og í utanríkisviðskipt- Samanburður á forsendum fjáriagafrumvarps um verð- lagsmál og „lægra tilviki“ verð- bólguspár frá 31. ágúst Sákaupmáttur, sem miðað ervið i fjár- lagafrumvarpi, þ.e. kaupmáttur des- embermánaðar í ár, er svipaður og reiknað er með í „lægra tilviki “ verð- bólguspár frá 31. ágúst sl. (vísitala kaupmáttar 73 mv. 1982=100). I „ lægra tilvikinu “ er þó gert ráð fyrir að verðbólga yrði um 26-28% frá upphafi til loka ársins og sem dæmi eru nefnd- ar 8-9% launahækkanir I mars, júni og i október. Þar sem kaupmáttarfor- sendur eru hinar sömu í þeim reikning- um sem hér eru bornir saman, stafar munurinn á 10% verðbólgu frá upphafi til loka árs í fjárlagafrumvarpi og 26- 28% verðbólgu í „lægratilviki" af mis- munandi forsendum um gengi. I fjár- lagafrumvarpi er gert ráð fyrir 13-14% hækkun á verði erlends gjaldeyris að meðaltali milli áranna 1983 og 1984, en í „lægra tilvikinu" er gerð ráð fyrir um 27-28% hækkun á verði erlends gjaldeyris milli áranna. Raungengi yrði 3-4% lægra 1984 í „lægra tilvikinu" en i fjárlagafrumvarpi. um. 1982 1983 1984 Vfsitölur kaupmáttar kauptaxta og raungengis. Raungengi lækkaði mjög framan af árinu 1983 frá því sem var 1982. Raun- gengi er reiknað sem meðalgengi krónunnar m.v. aðra gjaldmiðla að teknu tilliti til mismunandi verðbólgu á Islandi og ( viðskiptalöndunum. Eftir að farið var að halda meðalgengi krónunnar stöðugu frá lokum maímánaðar í ár tók raungengi að hækka vegna meiri verðbólgu á (slandi en I nágrannalöndunum.! fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir heldur hærra raun- gengí að meðaltali en var á árinu 1982. Hátt raungengi þýðir hlutfallslega lágt verð á innflutningi miðað við ínnlenda fram- leiðslu og um leið hlutfallslega lágt verð í krónum fyrir útflutningsframleiðslu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.