Vísbending - 19.10.1983, Blaðsíða 2
VISBENDING
2
Bandaríkjadollari:
Gengið hefur lækkað nokkuð frá því sem hæst var í ágúst
Forsendur fjárlagafrumvarps,
framh.
felst sé brotið blað í efnahagsstjórn
hér á landi.
í verðbólguspánni í Vísbendingu 31.
ágúst er tekið tillit til áhrifa af pen-
ingamagni í umferð á verðlag, gengi
og atvinnu á næstunni. Ljóst er að
vöxtur margra peningastærða, svo
sem peningamagns M3 og útlána
bankakerfisins, sem nú er á bilinu
70-100%, er arfleifð núverandi ríkis-
stjórnar frá fyrri tímum. Tímatafirnar í
áhrifum peningamagns á verðlag og
framleiðslu eru það miklar og óvissar
að draga verður í efa að krónan lækki
ekki meira í verði á næsta ári en fram
kemur í forsendum fjárlaga-
frumvarps. Það sem ber á'milli mark-
miða stjórnvalda í verðlags- og kaup-
gjaldsmálum á næsta ári og spár-
innar frá 31. ágúst er fyrst og fremst
sú skoðun að á næsta ári muni enn í
vændum lækkandi verðgildi krón-
unnar vegna fjármála- og peninga-
stjórnar á árunum 1981 og 1982. Sé
þetta rétt (og vonandi er að svo sé
ekki), gæti það gengi sem stjórnvöld
stefna að, reynst of hátt og aukið
hættu á viðskiptahalla og samdrætti í
útflutningsframleiðslu.
Gengi dollarans hefur farið hægt
lækkandi undanfarnar vikur og vex
þeim nú ásmegin sem lengi hafa
spáð þessari lækkun. Kann svo að
fara að byrjunar októbermánaðar
verði minnst sem þeirrar stundar
þegar dollarargengið loks lét undan
síga fyrir efnahagslegum öflum, svo
sem háskalegum halla á ríkis-
búskapnum í Bandaríkjunum og
sívaxandi halla í viðskiptum við
útlönd. Vextir hafa örlítið lækkað
undanfarið i Bandarikjunum, en ekki
er búist við mikilli eða áframhaldandi
lækkun vaxta.
Könnun á vegum Euromoney
í októberhefti tímaritsins Euromoney
eru birtar niðurstöður könnunar
blaðsins meðal tuttugu fjármálastjóra
og þekktra hagfræðinga í bönkum á
horfum á gengi dollarans og vöxtum
í Bandaríkjunum. Segja má að niður-
stöðurnar hafi verið á eina lund; allir
áttu von á lækkun á gengi dollarans
fram til júlíloka 1984, þótt menn
greindi á um hversu mikil lækkunin
yrði. Gengi pundsins var um 1,50
dollarar í septemberbyrjun, og spáð
var lækkun dollarans í 1,54-1,89
dollara í pundi; flestir þeirra sem þátt
tóku í könnuninni spáðu í kringum
1,60. Gengi þýska marksins m.v.
dollara var um 2,69 í septemberbyrj-
un og spáð var lækkun dollarans í
DM 2,57-2,10 í júlílok 1984, flestir
spáðu nálægt DM 2, 30-2,40. Gengi
svissneska frankans var um 2,18 í
septemberbyrjun og spáð var
lækkun dollarans í 2,05-1,70 og
voru flestir þátttakendur í kringum
1,90-2,00. Gengi yensins var um
245 í byrjun septembermánaðar og
spáð var lækkun dollarans gagnvart
yeni í 240 til 205 og voru flestir í
kringum miðju þess bils.
Gert er ráð fyrir að gengi franska
frankans og lírunnar verði veikburða
gagnvart þýsku marki, svissneska
frankanum og yeni, er dollarinn tekur
að lækka. Asamt marki, yeni og
svissneska frankanum er búist við að
hollenska flórínan hækki gagnvart
dollara úr um 3,00 í septemberbyrjun
í um 2,55 í lok júlí næsta ár. Þá er
reiknað með að escudos og pesetar
verði áfram veik, jafnvel búist við um
25% lækkun escudos.
Breytingar framfærsluvísitölu. Sýnd eru framreiknuð gildi framfærsluvísitölunnar miðað við forsendur fjárlagafrumvarps,
„miðspá" frá 31.8. og „lægra tilvik" 31.8. I „miðdæmi" er reiknað með að kaupmáttur verði að meðaltali um 77
(1982=100) eða svipaður og í ágúst I ár. I „lægra tilviki" er reiknað með sama kaupmætti og í fjárlagafrumvarpi, 73, eða
desember kaupmætti. Munurinn á fjárlagadæmi og „lægra tilviki" er einkum vegna mismunandi forsendna um gengi og
tengist áhrifum af peningaþenslu á fyrri hluta þessa árs á verðlag og gengi á næsta ári eins og nánar er lýst í texta.