Vísbending - 26.10.1983, Page 1
VISBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
15.1 26. OKTÓBER 1983.
Olfumarkaöur:
Orkunotkun eykst í heiminum en ekki er búist við verðhækkun á olíu
Olla ekkl eins mikilvæg vestrænum
rikjum og áður
Heildarorkunotkun í heiminum
minnkaði ár frá ári frá 1979 til 1982.
Olíunotkun dróst einnig saman á
þessum árum, úr 64,1 milljónum
tunna á dag (mtd) 1979 í 58,5 mtd
1982. Olíuverð hækkaði úr 19 dollur-
um tunnan 1979 í 31,51 dollara
1980, og í 35,01 dollara árið 1981, en
lækkaði síðan í 32,60 dollara tunnan
1982. í ár er útlit fyrir að meðalverð á
olíu verði 29,35 dollarar tunnan.
Horfur eru á aukinni framleiðslu á
Vesturlöndum í ár og á næsta ári og
búist er við aukinni eftirspurn eftir
olíu. En sambandið á milli framleiðslu
og olíunotkunar er ekki eins visst og
áður vegna almenns orkusparnaðar
og vegna þess að olía hefur að
nokkru leyti vikið fyrir öðrum orku-
gjöfum, einkum kjarnorku og kolum.
Vestræn ríki eru nú mun óháðari
olíuinnflutningi frá OPEC ríkjum en
áður. Líklegt er olíunotkun aukist
með vaxandi framleiðslu, einkum í
framleiðslugreinum iðnaðar og í
samgöngum. Þó er talið að olíunotk-
un aukist ekki eins mikið og orku-
notkun í heild. Kol eru um þessar
mundir ódýr orkugjafi og talið er að
kolanotkun aukist af þeim sökum.
Ekki er búist við verulegri hlutfalls-
legri aukningu á gasnotkun, né held-
ur aukinni notkun sólarorku og vind-
orku.
Óbreytt oiíuverð á næstunni?
Á næstu vikum er það þó einkum
vetrarveðráttan sem hefur áhrif á
olíueftirspurn og olíuverð. Ofan-
greindar breytingar á olíuþörf og
olíumarkaði hafaíförmeð séraðtor-
veldara er að segja fyrir um olíuverð
nú en fyrr. Almennt mun ekki búist
við breytingum á viðmiðunarverði
olíu, 29 dollurumátunnu.aðminnsta
kosti ekki fyrr en undir lok ársins.
Olíuinnflutningur vestrænna ríkja og
bað fjárstreymi sem honum tengist
Samband olíuverðs og verðbólgu.
Auknlng verðbólgu i % frá núverandi stöðu.
Olíuverð US Japan Þýskaland Frakkland Bretland OECD
29 - - - - - -
32 0,7 0,5 0,5 0,7 0,5 0,6
34 1,2 0,8 0,8 1,2 0,8 1,0
38 1,9 1,3 1,3 1,9 1,3 1,7
40 2,3 1,7 1,7 2,3 1,7 2,1
50 4,7 3,3 3,3 $/tunnu 4,7 3,3 4,2
$/tunnu /
. ,0ECD verðbólga
■ ■ • *. *
m # « •*.
m m ' / . •
m * m # Jl # #T # m # #
m m V #
# # #
40
30
20
10
73 75 77 79 81 83
Heimlld: Financial Times, Simon and Coales
getur haft veruleg áhrif á gengi doll-
arans auk þess sem dollarinn hefur
áhrif á olíueftirspurn. Hagvöxtur í
Bandaríkjunum hefur aukið olíuinn-
flutning þangað í sumar mikið, og
hefur vöruskiptahallinn ekki minnkað
við það. En OPEC ríkin eiga líka við
mikinn viðskiptahalla að glíma- og
hafa nú gripið til þess að selja eignir
skráðar í dollurum til að létta undir,
en áður höfðu OPEC ríkin einkum
selt aðrar eignir en þær sem skráðar
eru í dollurum.
Sjálft hágengi dollarans hefur hækk-
að olíuverð og dregið úr olíueftir-
spurn utan Bandaríkjanna. Þá hefur
olíuverð einnig veruleg áhrif á verð-
lagsþróun í ríkjum sem háð eru olíu-
innflutningi. Meðfylgjandi tafla yfir
áætlað samband olíuverðs og verð-
breytinga birtist nýlega í Financial
Times, en tölurnar eru frá Simon and
Coates, þekktu ráðgjafarfyrirtæki í
London.
f þjóðhagsáætlun ársins 1984 (sjá
nánar í opnu) er gert ráð fyrir að inn-
flutningsverð í dollurum hækki um
2,5-3,0% milli áranna 1983 og 1984.
( spám OECD er reiknað með 2,5%
meðalhækkun á innflutningsverði
OECD ríkja í dollurum á árinu 1984,
en þar af er gert ráð fyrir 2,5% lækk-
un olíuverðs, þ.e. úr 29,35 dollurum
tunnan í ár (um 28,60 næsta ár. Verð
á olíuinnflutningi íslendinga er háð
Rotterdammarkaði og því er hyggi-
legra að reikna með heldur hærra
verði.
Efni:
OUumarkaður 1
Þjóðhagsáætlun 1984 2
Fastgengi og dollarafótur 3
DM/yen 3
Vaxtalækkun 4
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4
Vextir 4