Vísbending


Vísbending - 09.11.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.11.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Tór Einarsson: Fjárlög í Ijósi opinberrar lánsþarfar Fjárlagafrumvarp og lánsfjáráætlun Fjárlagafrumvarp og lánsfjár- áætlun fyrir áriö 1984 voru lögð fram nýlega. Hvort tveggja er árlegur viðburður. Fjárlaga- frumvarp er lagt fyrir Alþingi í þingbyrjun ár hvert en lánsfjár- áætlun hefur birzt á ýmsum tímum vetrar, þótt jafnan hafi verið að því stefnt að kynna þessi mál samhliða. Að þessu sinni hefur það tekizt og er það mjög til eftirbreytni, þar sem fjárlagafrumvarpið (og fjárlögin þá afgreidd eru) eitt sér er ófull- komin lýsing á ríkisbúskapnum svo sem oft hefur verið tæpt á hér í Vísbendingu, og reyndar víðar. Bæði eru þessi plögg yfirgrips- mikil, þar er hafsjór af tölum. Af þeim má margt ráða og ýmsar ályktanir draga. í 14. tbl. Vís- bendingar voru raktar helztu forsendur þær um hagþróun, sem liggja fjárlagafrumvarpinu til grundvallar. Lánsfjáráætlunin styðst við sömu forsendur. Hér er ætlunin að meta þessi gögn með „opinbera lánsþörf“ í huga, svo vísað sé til hugtaks sem kynnt var í 10. tbl. Vís- bendingar. Um.leið er dregin upp endurskoðuð mynd af lánsþörf hins opinbera 1971- 1982, áætlaðri útkomu í ár og þeirri lánsþörf á næsta ári sem ráðin verður af ofangreindum plöggum. Niðurstaðan er sýnd á mynd 1. Opinber lánsþörf endurmetin Til upprifjunar er rétt að minna á hvernig hin opinbera lánsþörf er fundin, sem er þannig: Opinber lánsþörf = Tekjuhalli ríkissjóðs + opinberar lántökur í útlöndum - afborganir af fyrri lánum + lántökur fjárfestingarlánasj. í útlöndum - afborganiraf fyrri lánum þeirra - innflutningurtil virkjana Þessi upptalning er frábrugðin hinni fyrri í því, að við bætast hreinar lántökur fjárfestingar- lánasjóða í útlöndum. Á undan- förnum árum hefurverið haldið æ lengra á þeirri braut að afla fjár til sumra sjóða með lána- sláttu erlendis, samtímis því að dregið hefur úr ríkisframlögum - a.m.k. að tiltölu við umsvif sjóðanna. Þrýstingurinn á pen- ingakerfið hefur sízt minnkað fyrir bragðið. Því hefur þótt eðli- legt að bæta við þessum lið. Samanburður á mynd 1 og þeirri sem birtist í 10. tbl. þessa rits (bls. 2.) sýnir, að höfuð- drættir þróunarinnar eru hinir sömu, en lánsþörfin er jafnan ívið meiri samkvæmt nýju skil- greiningunni. Miklu munar þó árið 1982. Horft fram á veginn Eins og mynd 1 sýnir, er gert ráð fyrir að árið 1984 verði opin- ber lánsþörf - eða öllu heldur áhrif hennar á peningakerfið - sem svarar röskum fjórðungi af grunnfé um áramótin næstu. Því er um þetta fjallað hér, að ekki verður stemmt stigu fyrir verðbólgu til lengdar, án þess að stórminnka lánsþörfina frá því sem verið hefur mörg undanfarin ár. Varla leikur á tveim tungum, að fjárlagafrumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi er „aðhalds- frumvarp". Sama má segja um lánsfjáráætlunina með nokkr- um rétti. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að skattheimta lækki í hlutfalli við þjóðartekjur. Þar sem því er spáð að þær rýrni, er Ijóst, að fjárlagahall- anum á að eyða með veruleg- um niðurskurði útgjalda. Þegar reynt er að meta áhrif þeirra fyrirætlana sem birtast í téðum plöggum, verður að huga að því HVERNIG skorið er niður. Dæmi um niðurskurð sem staðizt gæti til frambúðar væru minnkandi niðurgreiðslur og útflutningsbætur, knappari

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.