Vísbending


Vísbending - 09.11.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.11.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 17.1 9. NÓVEMBER 1983 Hrávöru- og matvælamarkaður: Hækkandi verð á matvælum í heiminum Uppskerubrestur á soyabaunum og korni Öllum nema matvælaframleið- endum finnst hækkandi verð á matvælum vond tíðindi. Alvar- legur uppskerubrestur hefur nú orðið á þeim landbúnaðar- vörum sem jurtaolíur og fóður- bætir eru unnar úr. Þessu veidur uppskerubrestur í ýmsum löndum, t.d. er búist við þriðjungi minni uppskeru soya- bauna í Bandaríkjunum. Þótt von sé á mikilli soyabaunaupp- skeru í Brasilíu, sem er næst- mesti soyabaunaframleiðandi í heimili, og í Argentínu, er engu að síður spáð að soyabauna- framleiðsla í heiminum verði um 19% minni 1983/84 en hún var 1982/83. Hærra verð á fóðri hefur áhrif á kjötverð og síðar fiskverð, ef að líkum lætur. Hærra verð á jurtaolíum veldur verðhækkun á ýmsumvörum, svosemá þvottaefni og smjör- líki, svo að dæmi séu tekin hvort úr sinni áttinni. Auk þess er kornuppskera nú minni en í fyrra, þannig að korn, bæði til manneldis og skepnu- fóðurs, hefur hækkað í verði. Uppskera er minni nú en í fyrra, bæði vegna þurrkana í Banda- ríkjunum og vegna aðgerða stjórnvalda þar til að draga úr framleiðslu meðan birgðir voru miklar (áður en þurrkarnir gerðu vart við sig). Allt útlit er því fyrir að landbúnaðarvörur, þ.e.a.s. kjöt og mjólkurafurðir, muni hækka í verði á heims- markaði á næstunni, þar sem framleiðslukostnaður vex. En hærra verð hefði fljótt þau áhrif að auka framleiðslu aftur, bæði í Bandaríkjunum og í öðrum löndum. Þannig er búist við mjög mikilli uppskeru næsta ár, sem koma mun í veg fyrir alvar- legri fæðuskort í heiminum en nú þegar er, svo framarlega sem veðurskilyrði til ræktunar haldast viðunandi. Af verðhækkunum undanfarið leiðir að í fátækum ríkjum verður að draga úr matvæla- kaupum og mun það leiða til fæðuskorts á vissum lands- svæðum. Áhrif í EBE-löndunum tvíeggjuð í Efnahagsbandalagslöndunum eru áhrifin af hækkun matvæla- verðs í heiminum tvíeggjuð. Hærra verð á korni og síðar mjólkurafurðum kemur til með að lækka útflutningsbætur Efnahagsbandalagslandanna vegna landbúnaðarafurða. Nokkuð skyggir á gleði and- stæðinga landbúnaðarstefnu EBE að lægri útflutningsbætur draga í bili út andstöðunni gegn landbúnaðarstefnunni og kynnu að lengja nokkuð lífdaga þessarar mjög svo umdeildu stefnu. Hærraverðáþrótíngjöf- um og jurtaolíum hækkar þó vöruverð í EBE sem annars staðar, þar sem landbúnaðar- stefnan nær ekki til þessara Framhald á bls. 3. Efni: Hrávöru- og matvæla- markaður 1 Lánsfjáráætlun 1984 2 Gengisskráning í Ástralíu og mikilvægi framvirks markaðar 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.