Vísbending


Vísbending - 23.11.1983, Side 1

Vísbending - 23.11.1983, Side 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 19.1 23. NÓVEMBER 1983 Bandarlkln: Horfur á hækkandi vöxtum á næsta ári Búlat vló um 200 mllljarða dollara halla á rekstrl rlklssjóöa tll 1988 Vextir á rlkisskuldabréfum til langs tfma f Bandaríkjunum eru nú komnir f 11,6% og er þaö um hálfu prósenti hærra en f sumarbyrjun og 1,4% hærra en fyrir ári. I allt sumar og fram eftir hausti greindi menn á um hvort vextir f Bandaríkjunum myndu standa í staö eöa ef til vill lækka til muna. Nú eru flestir sammála um það að vextir muni ekki lækka og menn greinir aðeins á um það hvort vextir muni standa nokkurn veginn ( stað eða hvort þeir muni hækka verulega á næsta ári.' Það eru einkum rfkisfjármál f Banda- rfkjunum sem eru uggvekjandi, en nokkrar horfur eru taldar á að hallinn á rekstri ríkissjóðs þar verði vel yfir 200 milljarðar dollara ekki aðeins á næsta ári heldur jafnvel á hverju ári allt til ársins 1988. Vegna þessa slæma útllts f rfkisfjármálum er búist er við þvf að verðbólga fari hækkandi frá þvf sem nú er. Þess vegna hafa vextir á langtfmaskuldabréfum heldur hækkað og gengi dollarans hefur ekki sýnt nein veruleg veik- leikamerki, þrátt fyrir margendur- teknar spár um hið gagnstæða. Gengl dollarans sýnlr engln merkl lækkunar Meðalgengi dollarans gagnvart helstu viðskiptamyntum er nú aöeins um 3,5% lægra en í ágúst s.l., en þá hafði meðalgengi dollarans aldrei verið hærra, hvorki fyrr né síðar. Meðalgengi dollarans er nú um 18% hærra en í ársbyrjun 1982. Auk hallans á rekstri ríkissjóðs er nú talin veruleg hætta á að mjög mikil framleiðsluaukning í ár auki á eftir- spurn fyrirtækja eftir lánsfé til fjárfest- ingar á næsta ári og auki þannig enn á Ifkur á vaxtahækkun. Henry Kauf- mann, hinn kunni hagfræðingur hjá Salomon Brothers í Now York, telur að vextir á langtímaríkisskuldabréf- um muni hækka f 12 til 13% á næsta ári. Þetta styrkir um leið þá skoðun, sem hagfræðingar Morgan Guaranty hafa lengstum haldið sig við, að hvorki sé Ifklegt né æskilegt að gengi dollarans lækki til muna alveg á næstunni. Setrl árangur I penlngamálum og rlklsfjármálum I Bretlandl en vestan hafs Það er því mikill munur á ástandinu í peningamálum og ríkisfjármálum í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Á Bretlandi hefur tekist að skera niður ríkisútgjöld, og þótt enn sé halli á rekstri ríkissjóðs er lánsþörf hins opinbera ekki svo mikil að það valdi verulegri spennu í peningamálum. Þar velta menn nú fyrir sér, hvort nota skuli góða stöðu ríkisfjármála á næstu árum til að lækka skatta eða til að lækka vexti. Svo virðist sem Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi fjármála- ráðherra, hafi aðhyllst vaxtalækkun- arstefnu, en Nigel Lawson, núver- andifjármálaráðherra, kjósi heldurað lækka skatta er tekist hefur að koma útgjöldum hins opinbera í viðunandi horf. En vegna tengsla bandarískra og breskra efnahagsmála er óvíst að breska stjórnin ráði vaxtastefnu sinni, ef fylgja á þeirri stefnu um leið að gengi pundsins haldist nálægt $1,50 (sjá einnig bls. 3). Dollaragenglð 1984 Þótt enn sjáist ekki veikleikamerki á gengi dollarans og fremur séu taldar horfur á vaxtahækkun, telja flestir að gengi dollarans lækki eitthvð á næsta ári. Áhöld eru um hvort innstreymi fjártil Bandaríkjannageti haldist jafn- mikið 1984 og í ár. Auk þess eru forsetakosningar í vændum og dvín- andi vinsældir Reagans forseta f skoðanakönnunum fyrir kosningar og/eða vantrú í fjármálaheiminum á andstæðingi hans í kosningunum gæti haft afgerandi áhrif á gengi doll- arans. Jafnframt verður að taka tillit til viðskiptahallans, sem gæti vaxið úr um 65 milljörðum dollara í ár (85 mill- jarða dollara á næsta ári. Þannig eru margir gengisspámenn sem búast við að gengi dollarans undir lok næsta árs verði um 2,20 til 2,30 þýsk mörk og um 210 til 220 yen. Efni: Vextir í Bandarlkjunum og gengi dollarans 1 Þorskveiðar 2 Peningamái á Bretlandi 3 Vaxtalækkunin 21-11 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.