Vísbending


Vísbending - 11.01.1984, Síða 1

Vísbending - 11.01.1984, Síða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 2.2 11. JANÚAR 1984 Hagvöxtur í Bandaríkjunum: Varað við hættu á afturkipp á þessu ári Áhrif peningamagns á hagvöxt Peningamagn í Bandaríkjunum, M1 (skilgreint þar sem seðlar og mynt auk óbundinna bankainnistæðna), hækkaði um liðlega 13% frá miðju ári 1982 til miðs árs 1983, en hækkunin frá júlí til október s.l. jafngilti aðeins um 2% ársvexti. Bæði Milton Fried- man og hagfræðingar Citibank hafa varað við, að komið gæti til vægs afturkipps f framleiðsluaukningu síðar á þessu ári, jafnvel fyrir mitt ár, verði peningamagni ekki aukið hraðar en gert hefur verið síðustu vikurnar. Nýjustu fréttir frá viðskiptaráðuneyt- inu í Bandaríkjunum herma þó, að framleiðsluaukningin á síðasta árs- fjórðungi 1983 sé nú áætluð heldur minni en áður var ætlað, eða 4-5% m.v. heilt ár fremur en 6-7%. Sé þetta rétt, dregur það heldur úr hætt- unni af mjög hægum vexti peninga- magns á síðari helmingi nýliðins árs. Friedman bendir á, að of hraður vöxt- ur peningamagns f umferð frá júlí 1982 til miðs árs 1983 bendi til auk- innar verðbólgu á síðari hluta árs í ár - jafnvel fyrr. Og alltof iítil aukning peningamagns síðustu mánuðina gæti dregið verulega úr framleiðslu- aukningu á fyrri hluta ársins. Flafi aukning peningamagns í raun verið of lítil, er of seint að grfpa í taumana nú og auka við peningamagn, vegna þess að tímatöfin milli breytinga pen- ingamagns og samsvarandi breyt- inga á hagvexti er svo löng. Telur Friedman, sem langþreyttur er á bar- áttu sinni við bandaríska seðlabank- ann, að borin von sé að seðlabankinn grípi „rétt" í taumana á réttum tíma, það hafi varla nokkurn tíma gerst í 70 ár! Ágreiningur um veltuhraða Flestar spár benda nú til um það bil 4-5% framleiðsluaukningar í Banda- ríkjunum í ár, og í þeim spám er ekki gert ráð fyrir hugsanlegum afturkippi f aukningunni. Fæstir hagfræðingar eru eins trúaðir og Friedman á traust samband á milli breytinga peninga- magns í umferð og verðbólgu og framleiðslu. Þeir sem draga f efa spádóma Friedmans benda á, að aukið frjálsræði í bankaviðskiptum f Bandaríkjunum á síðustu árum hafi breytt eftirspurn fólks og fyrirtækja eftir handbæru fé, og því sé venju fremur torvelt að áætla veltuhraða peninga. Veltuhraði, eins og nafnið bendir til, mælir hversu hratt pen- ingar í umferð streyma um hagkerfið. Peningamagn alls er oft um fjórð- ungur af þjóðarframleiðslu, þannig að hver króna fer þá fjórar umferðir, ef svo mætti segja. Aukinn veltuhraði leiðir til þess, að með óbreyttu pen- ingamagni er hægt að fjármagna aukna framleiðslu. Vaxandi verð- bólga hefur oft leitt til þess, að veltu- hraði hefuraukist; handbært fé eða peningamagn verður þá lægra hlut- fall af þjóðarframleiðslu. Veltuhraði í Bandaríkjunum jókst nokkuð stöðugt fram yfir 1980. Síðan hefurnokkuð dregið úrveltuhraðaog menn greinir á um framvinduna. Á þriðja ársfjórðungi í fyrra var hag- vöxtur í Bandaríkjunum með almesta móti, en vöxtur peningamagns mjög hægur, þannig að veltuhraðinn hefur aukist mjög. Meðan veltuhraðinn breytist með skjótum og illfyrirsjáan- legum hætti, verður erfitt að draga beinar ályktanir um áhrif peninga á framleiðslu og verðlag, nema þegar litið er á nokkuð löng tímabil. Þess vegna eru margir bandarískir hag- fræðingar vantrúaðir á að hægur vöxtur peningamagns í hálft ár dugi til að draga úr þeirri kröftugu fram- leiðsluaukningu sem varað hefur mestallt síðasta ár í Bandaríkjunum. Fjárlagahallinn Árið 1983 hefur engu að síður verið dæmigert fyrir fyrsta ár í uppsveiflu - þ.e. fyrsta ár eftir að hagvöxtur fer að glæðast eftir samdráttarskeið. Eins og taflan sýnir hefur hagvöxtur við slíkar aðstæður jafnan verið allmikill. En sagan sýnir að á ári tvö eftir Efni: Hagvöxtur í Bandaríkjunum 1 Kjaramál og gengi 2 Yfirlit: Frakkland, Svíþjóð Ítalía 3 Gengisstjórn í Chile 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 öldudal gildir engin sérstök regla. Á ári tvö hefur framleiðsluaukning verið allt frá 1,7% (1959) upp f 7% (1972), sé árið 1981 ekki talið með sem slíkt ár. Taflan sýnir einnig að hallinn á rekstri ríkissjóðs á öðru ári eftir öldudal hefur undanfarna áratugi verið um 0,8% af VÞF, en er áætl- aður liðlega 5% af VÞF í ár. Þar sem hagvöxtur á ári tvö eftir öldudal er að miklu leyti kominn undirefnahagsað- gerðum stjórnvalda bendir halla- reksturinn einn sér til þess að hag- vöxturinn verði fremur meiri en minni í Bandaríkjunum í ár. Hagvöxtur og ríkisljármál Hagvöxtureftir Hallarekstur ríkisins Öldudalur öldudal, % (% af VÞF) Samdr. 1.ár ársfj. 1.ár 2. ár ár uppsv. 2. ár 1954.11 7,4 2,6 (0,3) (0,8) (1,0) 1958.11 8,4 1,7 (0,7) (2,7) (0,1) 1961.1 7,0 3,3 (0,6) (1.3) (0,8) 1970.IV 4,7 7,0 (2,2) (2,1) (1.2) 1975.1 6,7 4,2 (3,6) (4,5) (2,9) 1980.111 4,2 - - - - 1982.IV 6,5 - (4,2)* (6,4)* (5,2)* ' Áætlað Heimild: Financial Times

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.