Vísbending


Vísbending - 18.01.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.01.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Veröbólgan Samanburður á íslandi og nágrannríkjunum Tíu prósent verðbólga Eftir að verðbólga tók að herða á sér hér á landi snemma á áttunda ára- tugnum hefur þaö verið yfirlýst stefna flestra ríkisstjórna sem setið hafa að koma verðbólgunni niður á svipað stig og í nágrannaríkjunum. Lítið hefur þó verið fjallað um það hvað raunverulega felst i þessu markmiði en til þess þarf að gera nokkurn samanburð á efnahagsleg- um aðstæðum með tilliti til verðbólgu hér á landi og í nágrannalöndum. Verðbólga í nágrannaríkjunum er nú víðast á bilinu 5-10% (sjá til dæmis töflu um verðbólgu í löndum Efna- hagsbandalagsins) en enn minni t.d. í Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Japan og víðar. Verðbólga á (slandi hefur löngum verið heldur hærri en í grannríkjunum og í stórum löndum. Þannig var verðbólgan í iðnvæddum ríkjum á sjötta og sjöunda áratug- unum (sjá stærri myndina) löngum á bilinu 1-3% en varhérálandiásama tima í kringum 10%. Eftir að verð- bólgan magnaðist og varð vandamál víða um lönd á áttunda áratugnum jókst hún einnig hér á landi og var þá á bilinu 30-60%. Þessi þráláti munur hefur verið skýrður með ýmsum hætti og mætti minna á afar fróðlega grein Jónasar H. Haralz, bankastjóra, „( Ijósi reynslunnar"."' Meðan verð- bólga var hér 60-80% var ekki um- deilanlegt að um óstjórn var að ræða. Nú þegar verðhækkanir eru að kom- ast á viðráðanlegt stig á ný er fróðlegt að kanna muninn á 5-10% verð- bólgu grannríkjanna og verðbólgu á íslandi. Efnahagslegt sjálfræöi Engin tvö lönd geta búið við sömu verðbólgu til lengdar nema vöxtur peningamagns í hvoru landi sé svip- aður. Ef þessu skilyrði erfullnægt (að teknu tilliti til framleiðslubreytinga) helst gengi milli gjaldmiðla landanna einnig nokkurn veginn óbreytt. Ríki sem stefna að sliku jafnvægi (sem dæmi má nefna þau ríki Efnahags- bandalagsins sem aðild eiga að EMS - European Monetary System) hafa [ reynd ákveðið að fórna hluta af efnahagslegu sjálfræði sínu fyrir þann stöðugleika sem hlýst af sam- stillingunni, en með stöðugleikanum er lagður grunnur að auknum við- skiptum milli þjóðanna. íslendingar hafa löngum þurft að sæta miklum sveiflum I þjóðarbú- skap sínum og virðist þar ekki lát á, sé litið á síðastliðin ár og eitt til tvö ár fram á við. (góðæri hefur sjaldnast verið lagt fyrir til mögru áranna og því verður ekki hjá því komist, eins og nú, að lækka rauntekjur þegar framleiðsla dregst saman. Fall lífs- kjara hefur sjaldnast orðið með beinni lækkun launataxta heldur með lækkun gengis og hækkun vöru- verðs án tilsvarandi hækkunar launa. Þegar ráðstöfunartekjur hafa ekki lækkað jafnmikið og framleiðsla hefur biiið verið brúað með viðskipta- halla við útlönd og lántökum. Við þær aðstæður sem nú ríkja í efnahagsmálum (og sem ekki sáust fyrir við setningu markmiða í sumar og haust) virðist tæpast nást allt í senn, (i) 10% verðbólga í lok ársins, (ii) lítil aukning erlendra skulda, og (iii) viðunandi atvinnuástand. Eina leiðin til að ná öllum þessum mark- miðum í ár væri að lækka laun I land- inu. Sé ætlunin að hverfa af braut gengislækkana til að færa fjármuni frá launþegum til atvinnuvega þegar framleiðsla dregst saman til fasts gengis verður annaðhvort að beita jöfnunarsjóðum (sem gengið yrði á þegar framleiðslutekjur minnka) eða beinum breytingum launa (launa- lækkunum þegar framleiðni minnkar). Af þessum ástæðum verður að kanna vandlega hvort þjóðarbúið er undir það búið tækni- lega séð og frá sjónarhóli hagstjórnar að hverfa að verðbólgustigi nágrannalandanna. Einkenni smáríkja Þeir þættir eru margir sem torvelda hagstjórn í opnu smáríki með sjálf- stætt peningakerfi, en sagt er að hagkerfi sé „opið" ef utanríkisversl- un er hátt hlutfall af þjóðarfram- leiðslu. Margir þessara þátta varða stjórn peningamála og væru í reynd úr sögunni ef þjóðin hefði ekki sjálf- stæða mynt. Sumir þessara þátta eru oft ræddir en sjaldan minnst á aðra og því ekki úr vegi að nefna tvö slík atriði að lokum. Hlutfallsleg stærð ríkis skiptir nokkru máli við stjórn peningamála. Aukning lánsfjár í smáríki veldur hlutfallslega meiri þenslu heima fyrir en í stærra landi. Þenslan vegna aukningar láns- fjár kemur fram sem viðskiptahalli ef gengi er fast, en sem verðhækkanir ef gengi er látið fljóta, og takmarkar því svigrúm smáríkistil lánsfjáraukn- ingar án verðbólgu. Samanburður á verðbólgu Af svipuðum toga eru vangaveltur um hagkvæmustu stærð gjaldmiðils- svæða. Ýmis rök hníga að því að litil myntsvæði (til dæmis smáríki með sjálfstætt myntkerfi) séu óhagkvæm- ari en stærri svæði og því hagkvæm- ara litlum þjóðum að hafa ekki sér- stakan gjaldmiðil eða binda gengi myntar sinnar öðrum stærri gjald- miðii eða myntkörfu. Þannig séð erum við á réttri braut með gengis- festunni en aðlögunarskeiðið, meðan verðbólgan er að lækka úr 60-80% í 10%, er erfitt og krefst fórna. ■) Þrettándi kafli í riti Jónasar, „Velferöarriki á villigötum “, Félag frjálshyggjumanna, Rvik 1981. Upphaflega erindi á ensku, „Experi- ence of Inflation in lceland ”, flutt á ráöstefnu Félags viðskiptafræöinga og hagfræðinga f Munaðarnesi 1980, einnig birt í Journal of Post-Keynesian Economics, 1981. 1955 60 65 70 75 80 85 Heimild: IFS.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.