Vísbending


Vísbending - 18.01.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.01.1984, Blaðsíða 1
 VISBENDING 8 VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 3.2 18. JANÚAR 1984 Bandaríkjadollari Áframhaldandi hækkun á dollaragengi Hæsta og lægsta gengi 1983/84 Eins og kunnugt er at fréttum hefur gengi dollarans stigið mestallan des- embermánuð og það sem af er janú- armánuði. Örlítil lækkun sem fram kom (lok desember er nú talin hafa stafa af því að gjaldeyriskaupmenn voru að jafna bækur sínar fyrir ára- mótin og jókst þá heldur framboð á dollurum. Helstu skýringa á stígandi gengi dollarans hefur þegar verið getið í Vísbendingu (sjá t.d. 1,2.84; 2-3, 23.83; 1,21.83; 1, 19,83). Hér er bætt við yfirliti yfir hæsta og lægsta skráð gengi dollarans gagnvart helstu myntum 1983 og það sem af er 1984. Þýsk mörk. Gengi gagnvart dollara var á bilinu DM 2,7888 til 2,3320 árið 1983 en lægsta gengi það sem afer janúar 1984 er 2,8434 (10. janúar). Meðalgengi í desember s.l. er 2,7465 og meðalgengi á árinu 1983 er 2.5692. Sterlingspund. Gengi pundsins var á bilinu $ 1,6245 til 1,4193á síðasta ári en iægsta gengi pundsins það sem af er janúar er 1,3932 (10. janúar). Meðalgengi í desember er 1,4347 og meðalgengi á árinu 1983 er 1,5121. Svissneskir frankar. Gengi svissn- eska frankans var á bilinu 2,2122 til 1.9237 á sfðasta ári en lægsta gengi svissneska frankans það sem af er janúar er 2,2612 (10. janúar). Með- algengi í desember er 2,1954 svissneskir frankar í dollara og með- algengi allt árið í fyrra er 2,1091. Yen. Gengi yens gagnvart dollara var á bilinu 232,54 til250,30yen/$ ásíð- asta ári en lægsta gengi það sem af er janúar er 234,948 (10. janúar). Yenið er sá gjaldmiðill sem minnst hefur fallið gagnvart dollara í dollara- hækkuninni í desember 1983 og janúar 1984. Meðalgengi í desember er 234,30 og meðalgengi allt árið í fyrra er 237,69 yen/$. Efni: Gengi Bandaríkjadollara 1 Verðbólga á íslandi 2 Verðbólga í löndum Efnahagsbandalagsins 3 Olíuverð 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Islenska krónan. Gengi krónunnar á árinu 1983 var hæst gagnvart dollara 5. janúar, fyrsta dag sem gengi krón- unnar var skráð á því ári, og var þá sölugengi dollarans kr. 18,17 en meðalgengi 1982 var kr. 12,559. Lægsta gengi krónunnar gagnvart dollara á síðasta ári varskráð dagana 21. til 27. desember, sölugengi kr.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.