Vísbending - 22.02.1984, Qupperneq 2
VISBENDING
2
inum minnki. Margar spár benda til
að viðskiptahallinn verði um 80 millj-
arðar dollara í ár (sbr. langtímaskuldir
íslendinga eru um 1,2 milljarðar doll-
ara). Hagfræðingar Morgan Guar-
anty Trust hafa löngum bent á að
hallinn á viðskiptum Bandaríkja-
manna sé mun minni helduren opin-
berar tölur gefa til kynna vegna van-
mats á gjaldeyristekjum en skekkj-
urnar eru einkum taldar vera í mati á
þjónustuútflutningi og á fjármagns-
tekjum. Jafnvel þótt fullttillit sé tekið
til þessa vanmats er hallinn engu að
síður talinn munu verða verulegur I
ár.
En hallarnir tveir, viðskiptahallinn og
hallinn á rekstri hins opinbera, eru
ekki óháöir hvor öðrum. Innstreymi
fjár frá útlöndum verður til þess með
beinum eða óbeinum hætti að auð-
veldara reynist en ella að fjármagna
hallann á rekstri ríkissjóðs. En ef
útlendingrar glötuðu að nokkru trú
sinni á dollaranum og fjárfestu minna
á bandarískum fjármagnsmarkaði
þá yrði það til þess að gengi dollar-
ans lækkaði og lækkunin hefði góð
áhrif á viðskiptajöfnuð. Kæmi þá í
ríkara mæli í hlut innlends markaðar
að fjármagna hallann á rekstri hins
opinbera og er talið víst að langtlma-
vextir hækkuðu ef svo færi. Vaxta-
hækkun væri stjórnvöldum engan
veginn að skapi, allra síst á kosn-
ingaári. Gengislækkunin hefði góð
áhrif á útflutningsframleiðslu en
vöxtur í þeim greinum varð minni en
I flestum öðrum á síðasta ári. Stjórn-
völd þurfa því að vega og meta hvort
sé farsælla að beita sér fyrir hækkun
eða lækkun á gengi dollarans. Að
vísu er óvíst að stjórnvöld geti haft
bein áhrif á gengið eins og kom fram
í orðum Pauls Volckers, seðlabanka-
stjóra, er hann ráðlagði bandaríska
þinginu að draga hið fyrsta úr fjár-
lagahallanum um 50 milljarða doll-
ara: „Markaðurinn hefur sjálfur
hugsun og tekurákvarðanir; og hann
hefur aldrei beðið þar til hentar
kóngum eða þingmönnum - né
heldur hefur hann beðið kosninga".
Áhrifin á önnur lönd
Flest rök hníga í þá átt að nokkur
lækkun á dollaragengi sé nauðsyn-
leg. Fyrir um það bil þremur árum var
talið hæfilegt að gengi döllarans
gagnvart þýsku marki léki á bilinu
DM 2,1 til DM 1,7 og síðan hefur
raungengi dollarans hækkað næst-
um 30%. Gengislækkun dollarans
yki hættu á aukinni verðbólgu f
Bandaríkjunum sérstaklega ef
I ækkunin verður með skjótum hætti.
Ekki er nóg með að veruleg spenna
kæmi upp innan EMS myntanna
heldur er einnig talið líklegt að sumir
evrópsku seðlabankanna reyndu
amk. I fyrstu að hamla gegn hækkun
gjaldmiðla sinna gagnvart dollara.
Þannig hefur verið sýnt fram á að
lækkandi eða lágt gengi dollarans
leiddi til þensluáhrifa í þjóðarbúskap
hinna vestrænu ríkja, og hátt gengi
dollarans leiddi fremur til samdráttar
og aðhalds í vestrænum iðnríkjum
og jafnvel heiminum öllum. Ekki síst
telja Bretar að áhrifin af gengislækk-
un dollarans hafi góð áhrif á gengi
pundsins og breskt efnahagslíf. Með
lækkandi gengi dollarans gagnvart
helstu gjaldmiðlum gæti gengi
pundsins einnig fallið gagnvart gjald-
miðlum helstu keppinauta, þ.e.
gagnvart evrópugjaldmiðlum og jap-
anska yeninu, en hækkað þó nokkuð
gagnvart dollara þannig að meðal-
gengi pundsins breytist ekki mikið.
Þannig batnaði samkeppnisstaða
Breta á útflutningsmarkaði þeirra án
þess að það leiddi til verulegra
hækkana á innflutningsverðlagi og
aukinnar verðbólgu heimafyrir.
Gaetu vextir lækkað með
lækkandi gengi dollarans?
[ febrúarhefti Euromoney varpar
Milton Ezrati, hagfræðingur hjá
Manufacturers Hanover Investment
Corp., fram áhugaverðri spurningu:
Er það hágengi dollarans sem kemur
í veg fyrir hækkandi vexti í Bandaríkj-
unum með því að laða inn í landið
fjármuni frá útlöndum til að greiða
með hallann á rekstri ríkissjóðs; eða
kallar hágengið í reynd á hærri vexti
en ella vegna hættunnar á því að
gengi dollarans fari lækkandi? Getur
verið að dollaravextir feli I sér nokk-
urs konar vaxtaálag vegna þess hve
gengi dollarans er hátt? Þar sem þeir
sem kaupa dollara búast við lækkun
á gengi dollarans fyrr eða síðar er
ekki óeðlilegt að þeir knýi fram
„áhættuþóknun" sem kemur fram í
hærri vöxtum en ella. Ezrati dregur
þá ályktun að vextir séu að öllum lík-
indum hærri nú en ef gengi dollarans
væri lægra. Erfitt er þó að spá um
hversu mikil lækkun á dollaragengi
væri nægileg til að vextir gætu
lækkað. Ezrati telur að framtíðar-
markaður geti gefið nokkra hugmynd
þótt ekki sé hún nákvæm vísbend-
ing. Verð á þýskum mörkum á fram-
tíðarmarkaði (future markets) hefur
um nokkra hríð verið hærra í doll-
urum en daggengið $/DM og munar
um 4% á ársverði (þ.e. á verði ár
fram í tímann) og á daggengi. I þessu
verði kemur því fram að búist er við
að verð á þýskum mörkum I dollurum
verði orðið um 4% hærra eftir eitt ár
en það er nú. Svipaður munur er á
daggengi og framtíðarverði svissn-
eskra franka og yena í dollurum.
Vextir í Bandaríkjunum verða því að
bæta upp að minnsta kosti þennan
mun til að kaupendur dollara tapi
ekki, sé horft til eins árs. Sé einnig
tekið tillit til verðbólgu þurfa vextir I
Bandaríkjunum að vera 8,5-9,5% til
að eignir í dollurum haldi verðgildi
sínu á alþjóðlegum markaði. Vextir á
ríkisskuldabréfum til eins árs í
Bandaríkjunum eru nú um 9,5-10%
svo að raunvextir eru um 1%, eftir
reikningum Ezratis, en ekki 4-5%
eins og venjulega er haldið fram.
Þannig eru það ekki háir vextir í
Bandaríkjunum sem haldið hafa
gengi dollarans háu heldur „áhættu-
þóknunin" sem komið hefur í veg
fyrir að hægt hafi á fjárstreymi til
Bandaríkjanna.
Horfurnar
Lækkunin á gengi dollarans í þess-
um mánuði er talin benda til þess að
viðhorf gagnvart dollara á gjaldeyris-
markaði séu nú tekin að breytast.
Reynslan hefur sannað að halli í við-
skiptum við útlönd leiðir að lokum til
þess að gengi gjaldmiðilsins veikist
gagnvart myntum landa sem sterkari
stöðu hafa gagnvart útlöndum. Að
vísu er erfitt að segja til um tímasetn-
ingar í þessu sambandi og dollarinn
og bandaríska hagkerfið hafa sér-
stöðu vegna stærðar og mikilvægis.
Áætlaður halli Bandaríkjamanna í
viðskiptum við útlönd í fyrra ertalinn
hafa numið um 45 milljörðum dollara
(en þá er eftir að reikna með áætl-
uðum skekkjum) og lækki ekki gengi
dollarans í ár telur OECD að hallinn
geti vaxið í um 80 milljarða dollara. í
Þýskalandi var hins vegar 8-9 millj-
arða marka afgangur í viðskiptum við
útlönd í fyrra og í ár er einnig spáð
afgangi. Hagvöxtur í Þýskalandi var I
fyrra um 1,2% og spáð er mun meiri
framleiðsluaukningu I ár. Þannig
bendir allt til þess að þýska markið
geti hækkað nokkuð gagnvart dollara
á næstunni og ættu menn að vera
viðbúnir slíku þótt tímasetningar séu
óvissar enn.