Vísbending


Vísbending - 07.03.1984, Side 1

Vísbending - 07.03.1984, Side 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 10.2 7. MARS1984 Gjaldeyrismarkaöur Fallandi gengi Bandaríkjadollara Hækkandi gengi marksins Gengi þýska marksins, sem var lægst 2,8434 pr. dollara þann 10. janúar s.l., hefur nú hækkað um lið- lega 9% gagnvart dollara í 2,5749 5. mars s.l. Með lækkandi gengi dollar- ans hefur þýska markið hækkað langmest en gengi sterlingspunds og svissneskra franka hefur einnig hækkað. Gengi yensins hefur nokk- urn veginn staðið í stað gagnvart dollara frá áramótum. Það sem af er árinu var gengi svissneska frankans lægst 2,2612 þann 10. janúar s.l. Það hefur hækkað frá þeim degi um nálægt 6% í 2,1250 þann 5. mars. Gengi pundsins var lægst 1,3932, einnig 10. janúar, en hafði 2. mars hækkað um 6,8% í 1,4877 dollara pr. pund. Hér er alls staðar reiknað eftir gengisskráningu Seðlabanka ís- lands, en hún mun fengin frá Eng- landsbanka snemma morguns á hverjum virkum degi. Meðalgengi gagnvart dollara í janúar og febrúar 1984 janúar febrúar Sterlingspund ... 1,41 1,44 Þýsktmark .......... 2,81 2,70 Svissn. franki . . . 2,24 2,21 Yen .............. 233,79 233,56 Lækkun á gengi dollarans ættu ekki að hafa komið neinum á óvart, en við henni hafði lengi verið búist. Síðan gengi dollarans tók að hækka gagn- vart helstu gjaldmiðlum á árinu 1981 hefur nokkrum sinnum komið fyrir að gengi hans hafi lækkað allverulega um skamma hríð uns hækkun tók við á ný (sjá mynd á bls. 1 í Vísbendingu 22. febrúar s.l.). Enn er því ekki hægt að segja til um hvort um verulega og varanlega breytingu á gengi helstu gjaldmiðlaerað ræða. Sterlingspund og yen Talið er stríðið milli íran og íraks eigi nokkurn þátt í því hve gengi punds- ins hefur hækkað mikið og gengi yensins lítið. Japanskt efnahagslíf er mjög háð olíu og óttast er að átök í olíulöndunum leiði til hækkunar á orkuverði. Bretland flytur aftur á móti út olíu og horfur á olíuverðshækkun styrkir þvi gengi pundsins. Hækkun marksins er þegar farin að valda spennu á milli myntanna í evrópska myntkerfinu, EMS, og Ijóst virðist að frekari lækkun á gengi dollarans muni gera endurskoðun á viðmiðun- argengi myntanna í EMS óhjá- kvæmilega. Gullverð Verð á gulli hefur hækkað mikið síðan i desember og er nú um 400 dollara únsan. Talið er að hluti hækk- unarinnar stafi af því að menn kaupi nú gull í stað dollara í öryggisskyni og virðist gull að því leyti vera að taka við sínu gamla hlutverki aftur. Það var raunar ekki fyrr en á síðasta ári sem dollarinn varð skæður keppi- nautur gulls sem öryggisfjárfesting. En guliverð er einnig háð verðlagi á olíu. Talið er að skýringar á lágu gull- verði undanfarnar vikur og mánuði sé að leita í því að heldur var búist við því að olíuverð færi lækkandi. Lækk- un á olíuverði dregur úr hættunni á verðbólgu en verðbólguóttinn hefur oft leitt til hækkunar gullverðs. Þá er einnig að geta þess að margir telja nú að verðbólga hljóti að aukast í Bandaríkjunum á næstu misserum. Hagnaöur fjölþjóöafyrirtækja Verð á hlutabréfum í bandarískum kauphöllum hefur farið lækkandi undanfarið (þó hækkað aðeins síð- ustu dagana) og er talið að erlendir kaupendur óttist lækkandi gengi dollarans. Lækkun dollaragengis hefur þó án efa áhrif til hækkkunar á verðbréfum vissra bandarískra fjöl- þjóðafyrirtækja. Ef mikill hluti tekna fyrirtækis er í erlendum myntum leiðir lækkun á gengi dollarans til þess að tekjur fyrirtækjanna í doll- urum hækka. Sveiflur á gengi gjald- miðla hafa þó minni áhrif á skráðan hagnað bandarískra fyrirtækja en áður vegna þess að samkvæmt nýj- um bókhaldsstaðli hefur gengisupp- færsla erlendra eigna ekki áhrif á hagnað fyrirtækjanna. Efni: Gjaldeyrismarkaöur 1 Skuldir, atvinna og hagvöxtur 2 Hver eru markmið í peningamálum 1984? 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Gengi dollarans frá áramótum

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.