Vísbending


Vísbending - 07.03.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.03.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 árið 1960 óhentugt byrjunarár þegar hagvöxtur sjöunda áratugarins er annars vegar, því þá gekk lægð yfir þjóðarbúið þótt grunn væri. í þessari athugun hefur árið 1962 verið valið í þeim tilgangi. Það skiptir hins vegar sáralitlu máli hvað önnur lönd varðar, hvort miðað er við 1960 eða 1962. Hagvöxtur hefur minnkað alls staðar í töflunni kemur fram meðalvöxtur landsframleiðslu á vinnandi mann, annars vegar árin 1962-71, hins vegarárin 1971-82. Sýndurerhag- vöxtur á íslandi, í OECD, í Noregi og í Bretlandi. Athygli vekur, að fram- leiðni hefur aukizt nokkru hægar hér á landi en gengur meðal OECD-ríkja. Á fyrra tímabilinu hélzt fiskafli sem næst óbreyttur milli upphafsárs og lokaárs, en viðskiptakjör bötnuðu til muna. Þau hafa ekki bein áhrif á landsframleiðslu þótt óbein áhrif séu eflaust nokkur. Á seinna skeiðinu jókst sjávarafli stórum skrefum eins og kunnugt er. Par réð mestu út- færsla landhelginnar svo að útlend- ingar hurfu miðunum. Verður því vart á móti mælt að ytri aðstæður hafi verið íslendingum hagstæðarásam- anburðartímanum. Framleiðniþróun -árleg meöalaukning (%) 1962- 1971- 71 '82 island .... 3,0 1,3 (1,8) OECD-alls 3.8': 1,8 Noregur . . 3,5" 2,621 Bretland . . 2,7" 1,8 1) 1960-71 2) 1971-81 Heimildir: (1) Historical Statistics 1960-1981, OECD, París 1983. (2) OECD Economic Outlook, des. 1983. Annað sem blasir við er auðvitað það hve hægt hefur á hagvexti milli tíma- skeiðanna tveggja. Hér hafa tveir olíuskellir án efa gert strik í reikning- inn. Að auki var heimsbúskapurinn I nokkurri lægð árið 1982. En olíu- verðssprengingarnar hafa klipið af hagvexti I öllum löndum sem kaupa olíu. Norðmenn og Bretar virðast hafa sloppið betur en aðrir. Varla er það tilviljun einber því þessar þjóðir hafa gerzt olíuseljendur á síðustu árum, einkum þó Norðmenn. Olíu- fundurinn hefur því vegið á móti samdrættinum sem til stóð a.m.k. að nokkru leyti. í þessu viðfangi er fróð- legt að íhuga aðstæður íslendinga. Svo sem fyrr segir stórjókst fiskaflinn á síðasta áratug. Þrátt fyrir nokkurn afturkipp 1982 er aukningin mikil eftir sem áður. Víst er að olíuskellirnir drógu úr framleiðslu og framleiðni í landinu. Á móti kom búhnykkur þar sem var hinn aukni sjávarafli. Geta fslendingar naumast reitt sig á fleiri slíka. Virðist því mega telja fsland I þeim landahópi sem hvað beztátti að geta staðið af sér olíuskellina og fylgikvilla þeirra. Það hefur hins vegar ekki endurspeglazt I hagvaxt- artölum. Skekkja í þjóöhagsreikn- ingum? Eins og rakið var nýlega í Vísbend- ingu (7.2), bendir ýmislegttil þess að tölur um þjóðar- og landsframleiðslu síðustu ára séu of lágar. Því erlíklegt að hagvöxtur nýliðins áratugar sé I nokkru vanmetinn. Ef tekið er það ráð að „leiðrétta" framleiðslutölu ársins 1982 þannig að hún hækki um 6%,), svo dæmi sé tekið, verður meðalvöxtur áranna 1971-82 1,8% í stað 1,3%. Þrátt fyrir þessa „viðbót" minnkar árlegur hagvöxtur um 1,2% hjá okkur, en um 0,9% hjá Norðmönnum og Bretum. Á hinum minnkandi hagvexti geta verið ýmsar skýringar, að slepptum olíuskellunum, þótt ekki verði þær ræddar hér. Ekki verður ráðið af þessum tölum að framleiðni í is- lenzkum þjóðarbúskap hafi stór- hrakað vegna hinnar vaxandi verð- bólgu á áratugnum áttunda. Hins vegar verður ekki heldur séð, að hin gífurlega skuldasöfnun -og sú verð- bólga sem sigldi I kjölfarið - hafi örvað hagvöxt, nema síður sé. 1) Samkvæmt Þjóðarbúskapnum, nr. 7, riti Þjóð- hagsstofnunar, var landsframleiðsla 1978 um 4% hærri skv. framleiðsluuppgjöri en skv. ráð- stöfunaruppgjöri, sem er það uppgjör sem þjóð- hagsreikningar byggjast á. % 60- 50- 40- 30 20 10 Erlendar skuldir í hlutfalli við VÞF l i L i / 1 I 1 / ,Löng erlend lán alls i • •• ■ I / i * 4 * * \ ... r" / / **. i < s s )int er lt n o( lár t. fj. rfe: ting arlá nasj 5ða 1964 1966 1968 1970 1972 1974 1976 1978 1980 1982 % BreytingVÞT 15- 10 I ffi I tt I li 'I 'I Heimildir: (1) Fjármálatíðindi'67 (2) Hagtölur mánaðarins (3) Pjóðarbúskapurinn nr. 7,'83.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.