Vísbending


Vísbending - 07.03.1984, Side 2

Vísbending - 07.03.1984, Side 2
VISBENDING 2 Tór Einarsson Skuldir, atvinna og hagvöxtur Stórauknar skuldir viö önnur lönd Fæstum mun það tíðindi, að skuldir þjóðarinnar við önnur lönd hafa stór- aukiztáundanförnumárum. Sústað- reynd að skuldum er safnað erlendis þarf þó ekki að vera neinn hættuboði. Hins vegar eru „miklar" skuldir við- sjálli en „litlar", að öðru jöfnu. Það er einmitt við það hversu langt hefur verið haldið á þessari braut að óhug slær á menn. Er þá einkum bent á hina þungu greiðslubyrði sem skuld- unum fylgir. Hvers kyns skakkaföll verði verri viðureignar. Þarflaust er að fara um það mörgum orðum. Ýmsum öðrum staðhæfingum hefur verið haldið á loft um erlendu skuld- irnar. Hér verða tvær þeirra reifaðar í stuttu máli. En fyrst þykir rétt að gefa eins konar yfirlit um hvernig mál hafa þróazt síðastliðna tvo áratugi. Fastar erlendar skuldir 1963-83 Myndin sýnir skuldir þjóðarinnar út á við undanfarin tuttugu ár. Sýnd er skuld í hlutfalli við verga þjóðarfram- leiðslu. Tveir ferlar eru dregnir. Sá efri á við skuld þjóðarbúsins í heild, sá neðri við skuldir opinberra aðila. Eru lántökur fjárfestingarlánasjóða þar með taldar. Hlutur hins opinbera í heildarskuldinni hefur lengstum verið á bilinu 66-75%, reyndar í efri mörkum hin síðari ár. Eins og vænta mátti sýnir myndin stórauknar skuldir á tímabilinu. Hafa þær hækkað úr 23% af VÞF 1963 í um 60 af hundraði í lok ársins sem leið. Skuldir hins opinbera hafa vaxið úr 18,5% í um 45%, reiknað á sama veg. Skuldafenið hefur þó ekki dýpkað jöfnum fetum. Á myndinni sést að hlutfall þetta hefur ávallt snar- hækkað þegar á móti blæs í þjóðar- búskapnum. Bæði er, að það hækkar þegar framleiðsla dregst saman þótt ekki séu slegin lán umfram afborg- anir fyrri skulda. Þá hefur raungengi krónunnar lækkað á krepputímum, en slíkt hleypir hlutfallinu upp enn frekar. Þegar betur árar snýst dæmið við. Sést þetta bezt með því að bera hlutfallið saman við breytingar vergra þjóðartekna á tímabilinu. Ef myndin er skoðuð nánar sést að skuldamynztrið ummyndast upp úr 1970. Fram að þeim tíma hækkuðu skuldir í hallæri og lækkuðu í góðæri (hér er enn átt við skuldir í hlutfalli við VÞF) eins og rakið er að framan- verðu. Síðan hefur orðið breyting á. f stað þess að lækka hafa skuldirnar sem næst staðið í stað, þótt vel hafi árað í þjóðarbúskapnum. Mætti nefna tímabilin 1971-73 og 1976- ’81 í þessu sambandi. Afleiðingin hefur orðið sú sem fyrr er getið: Dýpkandi skuldafen. Vafasamur vísdómur Tvær fullyrðingar eru algengar þegar skrafað er um erlendar skuldir. Fjin fyrri er sú, að atvinnu og lífskjörum í landinu hafi verið „haldið uppi“ með erlendum lánum á undanförnum árum. Hin seinni er, að með því að slá lán í öðrum löndum séum við að leggja byrðar á óbornar kynslóðir („börn okkar og barnabörn"). í því sem á eftir fer verður einungis rætt um þátt hins opinbera í skuldasöfn- uninni, enda langstærstur. [ fyrri fullyrðingunni felst að hin laus- beizlaða lánaslátta hafi aukið atvinnu og „bætt“ lífskjör frá því sem ella hefði orðið. Enn fremur má af henni ráða, að ríkið geti örvað umsvif í landinu með því að auka útgjöld sín og kosta þau með seðlaprentun. Ein leið í þá veru er einmitt sú að taka er- lent lán. En menn skyldu gæta að því, að lánsfé sem streymir inn í landið er annars eðlis en búhnykkur, s.s. afla- hrota eða hækkandi afurðaverð. Hið síðarnefnda er viðbót við þjóðarauð- inn, iánsféð ekki. Opinber útgjöld eru undir sömu sökina seld og lánin að þessu leyti. Peninga til að standa straum af þeim sækir ríkið í vasa almennings með einum eða öðrum hætti. Ef ekki eftir venjulegum skatta- leiðum þá tíðum með skattlagningu á peningaeign, sem ávallt fylgir verð- bólgu. Þar eð erlendum lánum er jafnharðan breytt í krónur, geta þau ekkert síður verið ávísun á aukna verðbólgu en á meiri framleiðslu og atvinnu. Hvað viðvíkur seinni fullyrðingunni, er oft haft á orði, að með því að hauga upp öllum þessum skuldum, sé sú kynslóð sem nú ræður ríkjum að binda hendur niðjanna. í orðunum liggur einnig að ekki sé siðgæðið alveg óbrigðult. Sú hlið málsins verður látin liggja milli hluta hér, en eilítið vikið að því hve nákvæm stað- hæfingin er. Fljótt á litið virðist hún rétt. En séu erlendar skuldir auknar verulega á skömmum tíma (eins og gerzt hefur upp á síðkastið), er að öllum líkindum verið að safna í verð- bólgubálköst. Þetta stafar af áhrifum hins erlenda lánsfjár á peningakerfið. Með verðbólgunni er svo lagður skattur á peningaeign eins og áður segir. Á sama hátt dregur úr framboði peninga þegar greitt er af lánunum. Að öðru óbreyttu hægir þá á verð- bólgu og skatturinn, sem við hana er kenndur, lækkar. Það getur því farið svo, að „endurgreiðsla" lánannafalli að mestu - ef ekki öllu - leyti á þá kynslóð sem tekur þau. Og þótt litið væri framhjá áhrifum lánanna á peningakerfið má benda á, að þau eru aðeins til 6-7 ára að jafnaði. Skuldasúpan mundi því þurrkast upp að mestu innan 10 ára, væri öllum lántökum hætt nú. Hagvöxtur á íslandi í samanburði við önnur lönd í framhaldi af vangaveltum um áhrif erlendra lána á þjóðarbúskapinn væri fróðlegt að bera saman hagvöxt hér á landi og í öðrum löndum á áþekku lífskjarastigi. í töflunni er sýndur einn mælikvarði á framleiðniþróun, breyt- ingar landsframleiðslu'1 á vinnandi mann (ársverk). Áður en lengra er haldið skal á það minnt að hér er um lauslega athugun að ræða, ekki endanlega niðurstöðu. Samanburður á framleiðniþróun milli landa er mun vandasamari en ætla mætti í fyrstu. Gildir það raunar líka þegar borin eru saman mismunandi tímaskeið í hverju landi um sig. Allt um það verðurfreistað þess að kasta fram nokkrum tölum. Þá farið er út í samanburð af þessu tagi, verður að huga vandlega að hvenær á að byrja og enda tímabil það sem kannað er. Oft eru mörkin dregin við upphaf nýs áratugar, 1970-'80 svo dæmi sé tekið. Slíkt orkar mjög tvímælis. Ef þjóðarbúið er í öldudal í byrjun en á öldukambi í lok tímabils fæst hærri meðalvöxtur en að jafnaði ríkir. Ekki verður vandinn auðveldari viðfangs ef hagvöxtur er mjög skrykkjóttur, eins og er hér á landi. Hins vegar má halda því fram að árið 1971 (eða 1972) sé fyrir ýmissa hluta sakir heppilegra byrjun- arár en árið 1970 ef meta á hagvöxt- inn á áttunda áratugnum. Ræður þar mestu, að efnahagslífið hafði þá ekki enn náð sér að fullu eftir áföllin miklu 1967—'69. Meðsömu rökum mátelja 1) Um mismun landsframleiöslu og þjóðarfram- leiðslu, sjá t.d. 22. tbl. Vísbendingar 1983.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.