Vísbending


Vísbending - 14.03.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.03.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Ríkisfjármál 1984 Fjárlagahallinn í brennidepli Endurmat fjárlaga í mars Fjármálaráðherra hefur nú gert Alþingi grein fyrir nýjum áætlunum um hallann á rekstri ríkissjóðs. Þegar fjárlög voru afgreidd í desember s.l. var gert ráð fyrir að hallinn í ár yrði tæpar 400 milljónir króna. Eftir þá endurskoðun sem fjármála- ráðherra hefur nú birt blasir við halli sem nemur um 2000 millj- ónum króna eða tæplega 3% af þjóðarframleiðslu. Hafa tekjur verið hækkaðar um 427 milljónir króna og nema nú alls 18.322 m.kr. Gjöldin hafa verið hækkuð um 2.015 m.kr. og hljóða nú upp á 20.299 m.kr. Um 500-600 m.kr. af hækk- uninni eru vegna almanna- trygginga, sýslumanna og bæjarfógeta, grunnskóla o.fl. Önnur eins upphæð ertilkomin vegna loðnudeildar Verðjöfn- unarsjóðs, Straumsvíkur- hafnar o.fl. Til viðbótar eru um 600 m.kr. sem hugsanlega falla á ríkissjóð, m.a. vegna almannatrygginga, Lánasjóðs íslenskra námsmanna og útflutningsbóta á landbúnaðar- afurðir. Loks ertalið að innlend fjáröflun kunni að verða 200 m.kr. minni en áætlað var í fjár- lögum. Sú ákvörðun fjármálaráð- herra að gera opinberlega grein fyrir vandanum í ríkis- fjármálum svo snemma árs er lofsverð og til eftirbreytni. Á hinn bóginn munu tíðindin ekki hafa komið þeim sem vel þekkja til alveg að óvörum þar sem margir töldu að fjárlögin væru afgreidd af nokkurri bjart- sýni hvað afkomu ríkissjóðs viðvék. Lánsþörfin Fjárlagahallinn, sem er munur gjalda og tekna ríkis- sjóðs, er alls ekki sú stærð sem best er til þess fallin að lýsa áhrifum ríkisfjármála á þjóðar- búskapinn. Mörg önnur ríki birta reglulega tölur um láns- þörf hins opinbera en sú stærð sýnir þessi áhrif betur. Gerð hefur verið grein fyrir henni í Vísbendingu nokkrum sinnum (sjá grein Tórs Einarssonar 9. nóv. 1983 og töflu 15. febr. 1984). þörf síðustu árin í hlutfalli við grunnfé í upphafi hvers árs. Hlutfallið er þannig mælikvarði á þá peningaþenslu sem ríkis- fjármálin valda hverju sinni. Hafa ber í huga að árið 1983 er um lauslega áætlun að ræða og fyrir þetta ár er byggt á láns- fjáráætlun 1984, sem enn er ósamþykkt, og endurmetnum fjárlögum. Myndin sýnir að ríkisfjár- málin ollu ekki mikilli þenslu árin 1980 og 1981 enda var góðæri þá. Arin 1982 og 1983 var lánsþörf hins opinbera hins vegar 85-90% af grunnfé í árs- byrjun og olli því mikilli þenslu í peningamálum þjóðarinnar. Myndin bendir til þess að mun minni þensla muni stafa af opinberum rekstri í ár en undangengin tvö ár. Hins vegar er áhorfsmál hvort svo mikill halli samrýmist mark- miðum stjórnvalda í verðlags- málum. Við þetta má bæta að margt bendir til þess að láns- þörfin í ár sé vanmetin fremur en ofmetin. Henni má mæta á ýmsa vegu Samkvæmt ofangreindum áætlunum gæti opinber láns- þörf 1984 numið um 5-7% af þjóðartekjum. Það hlutfall er síst hærra en víða annars staðar. Ekki er óalgengt að opinber lánsþörf sé um 10 til 15% af þjóðarframleiðslu og sýnir það að víðar er stjórn- völdum vandi á höndum en hér á landi. Sem dæmi má nefna að lánsþörf ítalska ríkisins er um 15% af þjóðartekjum og hins írska um 13% af þjóðar- tekjum. En sá er þó munurinn að innlendur lánsfjármarkaður er miklu stærri og þróaðri en hér á landi. Stjórnvöld þar geta því aflað miklu meira fjár á inn- lendum vettvangi en íslensk- um stjórnvöldum er fært. Hér á landi er lánsfjármarkaður svo veikburða, m.a. vegna þess að raunvextir hafa löngum verið lægri en gerist í nágrannalönd- unum, að af honum er lítið gagn þegar kemur til lántöku opinberra aðila. Langmestum hluta þeirrar lánsþarfar sem ríkið stofnar til hér á landi verður því að mæta með erlendum lántökum en þær leiða til seðlaprentunar eins og kunnugt er. Sé sú leið farin að kosta rekstrarhalla hins opinbera með því að slá innlend lán (utan Seðlabank- ans!) hækka vextir á lánamark- aðinum. Lánskostnaður at- vinnuveganna eykst því fyrir atbeina ríkisins. Raunar mætti

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.