Vísbending


Vísbending - 14.03.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.03.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 segja að hið gagnstæða hafi gerst hér á landi, vegna þess að erlend lán hafa verið tekin í stórum stíl á undanförnum árum. Hafa þau án efa valdið aukinni verðbólgu og trúlega einnig lægri raunvöxtum en annars hefðu ríkt. Vextir kynnu þó að hækka hér á næstunni vegna umsvifa ríkisins. í síðustu útgáfu verð- tryggðra sþariskírteina hækk- uðu vextir umfram verðbólgu úr 4,16% áári í 5,08% (þannigað tvöföldunartími styttist úr 17 árum í 14 ár) og hefur sú hækkun vafalaust áhrif á ávöxtunarkröfu spariskírteina á frjálsum markaði. Framund- an er einnig útboð ríkisvíxla á frjálsum markaði sem einnig gæti leitt til einhverrar vaxta- hækkunar. Vextir hér á landi eru enn mun lægri en víðast hvar á Vesturlöndum og því er nauðsynlegt að hækka þá í baráttunni við verðbólguna. En rlkið getur tæplega sjálft haft forgöngu í að bjóða hærri vexti á innlendum markaði og haldið almennum bankavöxtum niðri um leið. Hallinn í janúar og febrúar Það skyldi engan undra að opinber lánsþörf sé mikil í árferði eins og nú ríkir. Varan- legur árangur í baráttunni við verðbólguna er undir því kom- inn hvort gerlegt verður að Opinber lánsþörf gæti numið 5—7% af þjóðartekjum 1984 minnka svo lánsþörf hins opin- bera á næstu árum að hún valdi ekki þenslu í peningakerf- inu. Mikið fé hefur jafnan streymt úr Seðlabankanum á fyrri hluta ársins vegna þess að gjöld ríkissjóðs hafa verið meiri en tekjurnar á þeim tíma. ( síð- ustu viku kom fram að skulda- söfnun hins opinbera hjá Seðlabanka í janúar og febrúar s.l. hafi numið um 850 milljón- um króna. Reynslan sýnir að sú peningaþensla sem slíkt útstreymi veldur verður sjaldn- ast aftur tekin, jafnvel þótt afkoma ríkissjóðs lagist á síð- ari hluta ársins. Sparnaður í ríkisrekstri Eins og fram kom í grein Tórs Einarssonar má skipta sparnaði í opinberum rekstri í tvennt eftir því hvort sparað er til langs tíma eða aðeins um stundarsakir (sjá Vísbendingu 9. nóv. s.l.). Dæmi um varan- legan sparnað eru lækkun á útflutningsbótum og niður- greiðslum, minni framlög til fjárfestingarlánasjóða, o.þ.h. Tímabundinn sparnaður felst Minni þensla vegna fjárlaga- hallans í ár en oft áður hins vegar í þeirri útgjalda- lækkun sem næst með minnk- andi kaupmætti launa ríkis- starfsmanna og rýrnandi trygg- ingabótum. En búast má við að þessir útgjaldaliðir fari aftur hækkandi er þjóðarhagurinn vænkast á nýjan leik. Horfurnar næstu árin Segja má að meginþungi hagstjórnar á Bretlandi undan- farin ár hafi beinst að því að ná tökum á opinþerri lánsþörf þar í landi. Peningaþenslan sem stafar af umframeyðslu ríkisins veldur því að vonlaust er að stíla upp á 10 til 20% verð- bólgu hér á landi ef ekki tekst að hemja umframeyðsluna. Breska stjórnin hefur lagt drög að fjárlagaáætlun til nokkurra ára og hafa þau verið til umræðu frá því í haust. Þannig gefst þeim sem láta sig málið einhverju skipta færi á að kynna ,sér hvað framundan er að dómi stjórnarinnar. Það voru því góð tíðindi þegar Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, tilkynnti í síð- ustu viku að hann hefði Áætiun um ríkisfjármál þrjú ár fram í tímann er mikilvægt skref í baráttunni við verðbólguna ákveðið að láta kanna fjármál ríkisins út kjörtímabilið með skipulegum hætti. Slík milliskeiðsáætlun er að mörgu leyti erfiðari hér en ann- ars staðar vegna þess hve þjóðarframleiðslan breytist mikið frá ári til árs. Það breytir þó ekki því að líklegt er að niðurstaðan verði svipuð og fram kemur í slíkum áætlunum hjá öðrum ríkjum. Þess konar kannanir leiða oft í Ijós að um þrálátan halla á ríkisrekstri verði að ræða á reikningstíma- bilinu. Endar náist ekki saman nema með meiri skattheimtu en menn almennt sætta sig við eða með meiri niðurskurði útgjalda ríkisins en hægt er að koma við á fáeinum árum. Það er því æskilegt að slík könnun áfjárhagi ríkissjóðs fari fram hér á landi svo að stefna stjórnvalda í fjármálum komi fram með skýrari hætti en unnt er að boða í hefðbundnum fjár- lögum. Með því að birta stefnu sína í fjármálum fram í tímann stigju stjórnvöld fyrsta skrefið í þá átt að móta í hugum fólks þá verðbólgu sem það getur búist við næstu árin. Næsta skrefið er að sýna almenningi fram á að stjórnvöld hviki ekki frá markaðri stefnu. Þetta eru hinar raunhæfu aðgerðir í bar- áttunni við verðbólguna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.