Vísbending


Vísbending - 14.03.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.03.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 11.2 14. MARS1984 Þýskaland Vaxandi framleiðsla og lítil verðbólga Hagvöxtur Meö hækkandi gengi marksins á síðustu vikum beinist athyglin að þýskum efnahagsmálum. í um mán- aðargamalli spá þýskra stjórnvalda er gert ráð fyrir um 2,5 til 3% hag- vexti í ár og þýski seðlabankinn hefur nýlega hækkað mat sitt á f ram- leiðsluaukningu síðasta árs úr 1- 1,2% í 1,5%. Framleiðsluaukningin frá fjórða ársfjórðungi 1982 til sama tíma í fyrra er áætluð 3,5%. Fram- leiðslunýting í desember í fyrra var sú besta í þrjú ár, 89,7%, en hafði verið 79% í september og 75% í desember 1982. Erlendar pantanir á iðnaðarvörum jukust um 2% frá september til október og höfðu auk- ist um 15% frá fyrra ári. Otto Lambsdorff, efnahagsmála- ráðherra, hefur lagt áherslu á að vel- gengni á þessu ári sé undir þvi komin að friður haldist á vinnumark- aði en nokkrar blikur eru á lofti vegna kröfu þýska alþýðusambandsins um 35 tíma vinnuviku. Vinnuvika í Þýskalandi er 40 stundir nú og hafa verkalýðsfélögin farið fram á stytt- ingu, án launalækkunar, til að auka atvinnu. Talið er að vinnutímastytt- ingin hefði í för með sér um 15-20% hækkun launakostnaðar. Atvinnuleysi Atvinnuleysi í Þýskalandi er komið yfir 10% vinnufærra manna. Misstu 190.000 manns atvinnu í janúar s.l. og náði þá tala atvinnulausra 2,54 milljónum manna. Tölurnar eru þó ekki árstíðaleiðréttar og taldar hærri vegna árstímans. Stefna stjórnvalda er að stuðla að fjárfestingu í landinu og draga úr styrkjum til atvinnulifs- ins. Þá er lögð áhersla á að lækka opinbera lánsþörf, m.a. í því skyni að lækka vexti. Eitt af höfuðmark- miðum ríkisstjórnarinnar er að draga úr atvinnuleysi - með markvissum aðferðum þótt þær séu seinvirkari en flestir kysu. Það samrýmist því með engu móti þessum markmiðum að stytta vinnuvikuna án launalækk- unar því að við það hækkaði fram- leiðslukostnaður í landinu. Að sögn Lambsdorffs, efnahagsmálaráð- herra, er launakostnaður enn of hár í Þýskalandi og er hann þeirrar skoðunar að úr atvinnuleysi drægi ef fallist væri á lækkun launa. Veröbólgan Verðbólgan í Þýskalandi 1983 reyndist 3% frá upphafi til loka ársins. Sambærileg tala árið áður var 5,3%. Samdóma spár um verð- hækkanir í ár hljóða upp á 3%, óbreyttan hraða frá því í fyrra þrátt fyrir að horfur séu á miklu meiri fram- leiðsluaukningu. Helstu óvissuþætt- ir í verðbólguspánni eru olíuverð og Með lækkandi gengi dollarans beinist athyglin nú að þýskum efnahagsmálum. hækkun launakostnaðar. Ekki eru taldar miklar líkur á hækkun olíu- verðs í ár. Við þetta bætist að gengi marksins fer nú hækkandi og við það lækka innfluttar vörur í verði. Hækkun á gengi marksins, ef hún heldur áfram, gæti þó dregið úr sölu á þýskum vörum á erlendum mark- aði. Efasemdir Þótt horfur séu yfirleitt góðar í efnahagsmálum í Þýskalandi á þessu ári ef frá er talið atvinnuleysi kveður við annan tón í skýrslu fimm ráðgjafarfyrirtækja frá Hamborg, Kiel, Berlín, Essen og Munchen um þróun iðnaðar í Þýskalandi á árunum 1978 til 1981. Sagt er að skýrslan hafi kostað stjórnvöld tólf milljónir marka og er hún nýlega komin út. Það er samdóma álit flestra að þýska þjóðarbúið sé hið þróttmesta í Evrópu og að útlit sé á verulegri framleiðniaukningu á næstunni. Hagnaðurfyrirtækja hefur aukist, skriður er að komast á fjár- festingu og verðbólga er aðeins um 3% og ekki talin yfirvofandi hætta á aukningu. En í ofangreindri skýrslu er talið að Þýskaland sé að dragast aftur úr helstu keppinautunum, Bandaríkj- unum og Japan. Þýskaland sé ekki undir „seinni iðnbyltinguna" búið þar sem leggja verður áherslu á raf- eindaiðnað, gagnavinnslutækni og annan háþróaðan tækniiðnað. I Þýskalandi komi skriffinnska og ríkisafskipti í veg fyrir eðlilegar breytingar í iðnaði þar sem markað- urinn fái ekki að njóta sín. Launa- kostnaður hefur aukist of hratt og of mikið hefur verið lagt upp úr því að vernda stálframleiðslu og skipa- smíðar sem ekki eiga sér viðreisnar von. Fyrirtæki séu ekki nógu áhættu- glöð, of litlar nýjungar komi fram í samanburði við nýjunar hjá keppi- nautunum, o.s.frv. Seðlabankastjóri, Karl-Otto Poehl, hefur dregið í efa að rétt sé að taka eins eindregna afstöðu og skýrslu- höfundar gera og hefur hann bent á að bæði hvað varðar tæknifram- leiðslu og launakostnað standi Þjóð- verjar fyllilega jafnfætis öðrum þjóðum. Þá er einnig vert að hafa í huga að þeir sem keypt hafa þýsk mörk síð- ustu vikurnar og átt þátt í um 10% hækkun á gengi marksins gagnvart dollara geta tæpast verið sömu skoðunar og skýrsluhöfundar. Efni: Efnahagsmál í Þýskalandi 1 Fjárlagahallinn 1984 2 Þjálfun starfsfólks 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.