Vísbending


Vísbending - 04.04.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.04.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 14.2 4. APRÍL 1984 Vextir í viöskiptalöndunum Vaxandi munur á vöxtum á Bretlandi og í Bandaríkjunum „Prime“ hækkar í Bandaríkjunum Grunnvextir margra stærstu bank- anna í Bandaríkjunum hækkuðu 19. mars s.l. úr 11% i 11,5%, en af grunnvöxtum („Prime Rate“) ráðast ýmsir aðrir vextir á bandarískum markaði. Grunnvextir voru 10,5% frá því snemma árs í fyrra þar til í ágúst er þeir hækkuðu í 11%. Hækkunin nú stafar af auknum lán- tökukostnaði bankanna á peninga- markaði og olli hækkunin lækkun á verði hlutabréfa í flestum kauphöll- um vestra og einnig lækkun á gengi ríkisskuldabréfa. Ríkisskuldabréf til langs tíma lækkuðu í gengi um % úr punkti í 9525/32 sem gefur 12,52% ársávöxtun. Skammtímavextir í Bandaríkj- unum hafa farið hækkandi síðan um miðjan janúar s.l. Vextir á þriggja mánaða innlánsbréfum voru 9,2% um miðjan janúar en voru komnir upp í 10% þann 16 marss.l. Eftirað tekið hefur verið tillit til innlánsbind- ingar bankanna og kostnaðar við innlánstryggingar nam vaxtamunur bankanna m.v. grunnvexti (fyrir hækkun) aðeins 0,6% en er eftir hækkun 1,1%. Samband rofnar milli breskra og bandarískra vaxta I fjárlagaræðu sinni 13. mars s.l. vék breski fjármálaráðherrann, Nigel Lawson, að því að nú brygði svo við að bæði skammtímavextir og langtímavextir í Bretlandi væru lægri en í Bandaríkjunum og væri það í fyrsta sinn frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Taldi ráðherrann að æskilegt væri að þessi munur héldist á meðan vextir í Bandaríkjunum eru eins háir og raun ber vitni. Munurinn hefur raunar vaxið síðan Lawson hélt ræðu sína og eru langtímavextir, t.d. á ríkisskulda- bréfum, nú meira en 2% hærri í Bandarfkjunum en á Bretlandi. Velta Breta því nú fyrir sér hve lengi þessi munur geti haldist og hvort hann geti jafnvel vaxið (Bretar nefna það fyrir- bæri er vextir þeirra rofna úr tengsl- um við vexti í Bandaríkjunum „de- coupling of interest rates“). Eftir- spurn eftir lánsfé fer vaxandi í Bandaríkjunum vegna mikils hag- vaxtar en fyrstu áætianir benda til að framleiðsluaukningin á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs jafngildi 7,2% miðað við heilt ár. Þá eru einnig taldar horfur á vaxandi verðbólgu í Bandaríkjunum á næstu misserum. Vaxtamunurinn gæti haldist Þótt vextir á Bretlandi og í Banda- ríkjunum hafi lengst af verið svipaðir síðustu áratugina hefur þó myndast verulegur munur nokkrum sinnum. Fjármagnsstraumar eru greiðir á milli London og New York og þannig Efni: Vextir í viðskiptalöndunum 1 Fjármagnsmarkaður 2 Hvernig afla bankarnir peninga? 3 Dollarastreymi 3 Nokkrar skilgreiningar 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 séð ólíklegt að vaxtamunurgeti varað lengi. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi eru þó þær breyt- ingar á gengi dollara og punds sem menn búast við að verði á næstunni. Hágengi dollarans rýrir mjög sam- keppnisstöðu Bandaríkjamanna um þessar mundir og vaxandi viðskipta- halli veldur hættu á fallandi gengi. Hluti vaxtanna í Bandaríkjunum eru því nokkurs konar trygging gegn meiri verðbólgu og lægra gengi doll- arans. Ef einhverjir atburðir verða þess valdandi að mennt treysti betur á dollarann gæti orðið erfitt fyrir sam- keppnisríki Bandaríkjanna að halda vöxtum sínum miklu lægri en vextir eru í Bandaríkjunum. Gengi dollarans Nú er víða spurt, hvort hætta sé á ofþenslu i bandarískum efnahags- málum, og hvort kaupa eigi dollara eða selja þá ef svo er. Talið er að framleiðsluaukningin á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi jafngilt 7,2% aukningu m.v. heilt ár. Að flestra áliti er þó engrar kollsteypu að vænta, þótt allt bendi til að verðbólga aukist eitthvað, vextir hækki og gengi dollarans fari lækkandi. % Grunnvextir (Prime Rate)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.