Vísbending


Vísbending - 04.04.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.04.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Alþjóðlegur fjármagnsmarkaður Straumhvörf vegna hárra vaxta og skuldakreppu þróunarlanda Skuldabréf og samsteypulán Afar háir vextir í helstu iðnríkjum ásamt óvissu vegna yfirvofandi greiðsluþrots ýmissa þróunarlanda hafa settsvipástarfsemi alþjóðlegs lánamarkaðar síðustu árin. Helsta breytingin er að mikil aukning hefur orðið á útgáfu skuldabréfa. í fyrra nam skuldabréfaútgáfa 75 milljörð- um dollara og hafði tvöfaldast á sex árum. Um leið hefur dregið nokkuð úr svokölluðum samsteypulánum („syndicated loans“, sjá skýringar). Slík lán námu í fyrra tæpum 74 millj- örðum dollara, 10 milljörðum minna en árið 1982 og 50 milljörðum minna en árið 1981 en það ár námu sam- steypulán hæstu fjárhæð sem um getur. Hníga ýmis rök að því að skuldabréfamarkaðurinn hafi nú tekið við hlutverki samsteypulána á alþjóðlegum lánamarkaði. Það sem af er þessu ári hefur skuldabréfa- markaðurinn blómstrað en dregið að sama skapi úr umfangi á Euro-lána- markaði ef undanskilin eru fáein risalán sem eru í deiglunni vegna hugsanlegs samruna olíufélaga. Breytingar þessar hafa orðið m.a. vegna þess að lántakendur hafa kosið heldur að bjóða út skuldabréf með breytilegum vöxtum (Floating Rate Notes) en að taka hefðbundin bankalán á Euromarkaði. Útgáfa skuldabréfa með breyti- legum vöxtum Ár Milljarðar dollara 1981 7 1982 11 1983 14 Heimild: Salomon Brothers, Financial Times Vextir á slíkum skuldabréfum breyt- ast reglulega í hátt við skammtíma- vexti á alþjóðlegum peningamark- aði. Skuldabréf með breytilegum vöxtum hafa ýmsa kosti í augum lántakandans. Skuldabréfin bera lægra vaxtaálag en samsvarandi bankalán og venjulega fæst einnig lengri lánstími. Skuldabréfaútgáfa er að sumu leyti einfaldari í sniðum heldur en samsteypulán margra banka. Lægra vaxtaálag Samsteypulánin á Euromarkaði gátu verið mjög arðsöm fyrir þá banka sem störfuðu á þeim lána- markaði. Það veldur þvi nokkurri furðu að aukin skuldabréfaútgáfa skuli ekki hafa mætt meiri andbyr af hálfu alþjóðlegu bankanna þar sem þeir bera minna úr býtum í skulda- bréfaviðskiptum heldur en í lánavið- skiptum. Hugsanleg skýring er að skuldabréfaviðskiptin séu talin öruggari. Þróunarlönd í skulda- kreppu hafa lent í að þurfa fram- lengja há lán sem tekin hafa verið hjá bönkum en hafa staðið mun betur í skilum við eigendur skulda- bréfa. Þá er það einnig kostur við skuldabréfin í augum bankanna að þau er alltaf hægt að selja aftur á frjálsum markaði. Útgefendur skuldabréfa eru traustir skuldarar og bankarnir nota skuldabréfin til að mynda mótvægi í bókum sínum gagnvart lánum til Suður-Ameríku- ríkjanna en þau lán eru bæði áhættusöm og ábatasöm fyrir bank- ana. Það er nýtt í sögu bankamála að farið sé með skuldir (þ.e. eignir bankanna) sem söluvarning. Skuldabréfin sem auðveldlega ganga kaupum og sölum hafa rutt veginn og hefðbundin lán bankanna eru nú einnig orðin verslunarvara. Sá hagur sem bankar geta haft af slíkum lánaskiptum sést af eftirfar- andi dæmi. Banki hefur lánað til átta ára og vextir eru M>% yfir LIBOR. Bankinn vistar nú lánið hjá öðrum banka á heldur lægra vaxtaálagi, t.d. %% yfir LIBOR. Bankinn getur þá lánað sama lántaka aftur og aukið með því tekjur sínar án þess að hafa áhrif á eigið skuldahlutfall. En markaður þessi er enn ófullkominn og erfitt er talið að meta hversu umfangsmikil skiptin eru orðin. (Sjá nánar um myntaskipti og vaxiaskipti í Vís- bendingu 7. des. s.l.) Þau ná þó í talsverðum mæli til framlengdra lána, þ.e. til lána sem lánuð eru til greiðslna á vöxtum og afborgunum af fyrri lánum. Gengisbreytingar En það er fleira sem orðið hefur til að draga úr umfangi samsteypulán- anna heldur en vaxandi vinsældir skuldabréfa. Sífelldar breytingar á gengi helstu gjaldmiðla hafa einnig orðið til að minnka hlut samsteypu- lánanna. Þau hafa vikið fyrir heldur minni lánum og í öðrum myntum en Bandaríkjadollara. Sem dæmi má nefna að Svíar hafa nýlega tekið lán að fjárhæð 500 milljónir sterlings- punda, ítölsk olíusamsteypa (ENI) tók lán að fjárhæð 450 milljónir ECU, Malasíubúar tóku lán að fjárhæð 150 milljónir Kanadadollara og Spánverjar tóku lán að fjárhæð 150 milljónir svissneskra franka. Hækk- andi gengi dollarans og afar háir vextir hafa loks vakið lántakendur til meðvitundar um raunverulegan kostnað vegna erlendra lána. Bæði Svíar og Danir hafa ráðist í skulda- bréfaútboð á alþjóðlegum markaði til að greiða upp fyrri bankalán sem báru hærri vexti. Jafnframt hafa skuldaskipti færst mjög i vöxt eins og greint var frá i Vísbendingu 7. des. s.l. Alþjóðlegur fjármagnsmarkaður I Áriegar hreyfingar, milljaröar dollara. 150 Samsteypulán 100 0 Skuldabréf 1972 74 76 78 80 82 Heimild: Morgan Guaranty, Financial Times.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.