Vísbending


Vísbending - 04.04.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.04.1984, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 Hvar fá bankarnir peninga? Áhrif af framlengingum lána Skuldakreppa þróunarlanda og frammlengingar á lánum þeirra hafa dregið nokkuð úr því svigrúmi sem bankar nutu í viðskiptum sýnum á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Þegar í boði var þátttaka í sam- steypuláni gat hver banki látið ráðast af aðstæðum hverju sinni hvort hann var með eða ekki. Framlengingar lána eru taldar miklu vandasamari fyrir bankana. Ef skuldugt ríki kemst í greiðsluþrot hefur bankinn venju- lega ekki um neitt að velja; hann verður að framlengja lánið. Til þess þarf bankinn viðbótarfjármuni og vextir þurfa að vera viðunandi til þess að bankinn geti haldið vaxta- mun sínum. Framlengingarnar („rescheduling") hafa þannig valdið nokkrum breytingum, bæði á Euro- skuldabréfamarkaði (Eurobonds) og CD-markaði (Certificates of Depos- its). Vaxtaskipti Sú aðferð sem mikið tíðkaðist í fyrra er eftirfarandi: Banki sem þarf að framlengja lán gefur út Eurodoll- araskuldabréf með föstum vöxtum með rétti til vaxtaskipta. Áætluð útgáfa skuldabréfa með rétti til vaxtaskipta í fyrra nam 10 milljörð- um dollara). Markaður fyrir skulda- bréf með föstum vöxtum er þannig að útgefendur sem njóta mikils trausts geta selt skuldabréf með 2-3 lægri vöxtum en þeir sem minna trausts njóta. Á markaði fyrir skulda- bréf með breytilegum vöxtum er þessi vaxtamunur mun minni, ef til vill 1%. (Oft er talað um t.d. 100 grunnpunkta, eða 60 eða 200, en með því er átt við 1%, 0,6% eða 2%). Á móti skuldabréfaútgáfu bank- ans gefur eitthvert fyrirtæki, t.d. með lánstraustinu BBB,út skuldabréf með breytilegum vöxtum. Lánstraustið BBB nægir ekki til að fyrirtækið geti gefið út skuldabréf með hagstæðum föstum vöxtum. Bankinn og BBB- fyrirtækið semja síðan um að skipta á vaxtagreiðslum - fyrirtækið tekur að sér lága, fasta vexti bankans og bankinn greiðir breytilegu vextina. Fyrirtækið fær því lán á föstum vöxtum, jafnvel 2-3% lægri en það hefði ella þurft að greiða. Til að bankinn fái líka eitthvað fyrir sinn snúð verður fyrirtækið að skipta vaxtamuninum á milli sín og bankans. Lokaniðurstaðan er því oft sú að bankinn fær fjármagn á vöxt- um sem eru t.d. V6% lægri en LIBOR-vextir og fyrirtækið fær lán meðt.d. 12%föstumvöxtumaukt.d. %% álags, þannig að báðir aðilar mega vel við una. Breytilegir vextir skuldabréfa Vaxandi samkeppni á lánamark- aðnum hefur orðið til þess að skuldabréf með föstum vöxtum og vaxtaskipti eru nú ekki talin eins hag- kvæm og þau voru í fyrra. Euro- skuldabréf með breytilegum vöxtum eru nú orðin nokkurn veginn eins hagkvæmt fyrir bankana, enda hefur útgáfa á slíkum skuldabréfum aukist mikið síðustu mánuðina. Bankarnir hafa þannig getað gefið út skulda- bréf án nokkurs álags á LIBOR-vexti og meö því að láta ábyrgðir fylgja hafa jafnvel verið seld bréf með lægri vöxtum en LIBOR. Innlánsbréf (CD) Þriðja leið bankanna til afla fjár er svokallaður CD-markaður (innláns- bréf, sjá bls. 4). Innlánsbréfin eru bankainnlán til skamms tíma og ganga bréfin auðveldlega kaupum og sölum eftir að þau hafa verið gefin út. Þannig höfða þau til margra sem þurfa að stýra lausafjárstöðu sinni, t.d. til viðskiptabanka, stórra fyrir- tækja og seðlabanka ýmissa landa. Áhrif dollarastreymis á fjármagnsmarkað Bandaríkin hafa löngum verið mikil uppspretta fjár fyrir erlendan fjármagnsmarkað. Á tímabilinu frá 1980 til fyrsta ársfjórðungs 1983 streymdu gífurlegir fjármunir frá Bandaríkjunum, og nam nettó útstreymi allt að 70 milljörðum doll- ara á fyrsta ársfjórðungi 1983. Þessi þróun breyttist með snöggum hætti á öðrum ársfjórðungi í fyrra og á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam inn- streymi fjár til Bandaríkjanna frá öðrum löndum um 40 milljörðum dollara (sjá mynd). Dollarar streyma frá Bandaríkjun- um einkum af þremur ástæðum. Vegna viðskiptahalla Bandaríkj- anna, vegna þess að viðskiptahalli annarra landa er fjármagnaður með dollurum, og vegna fjárfestinga Bandaríkjamanna í útlöndum. Ljóst er að um er að ræða gífurlega fjár- muni og hafa þeir afdrifarík áhrif á álþjóðlegan fjármagnsmarkað en einnig, að því er talið er, veruleg áhrif á gengi dollarans. Álitið er að fjárstraumar sem fram koma í tölum „Bank for International Settlements" (BIS) geti skýrt hækkandi gengi doll- arans í fyrra og varpað nokkru Ijósi á þróun dollaragengis í ár - ef unnt væri að áætla dollarastreymið. Slíkar áætlanir eru þó taldar afar óöruggar og því ekki taldar bæta fyrir spár um dollaragengið mikið. Hagfræðingar verðbréfafyrirtæk- isins Philips og Drews hafa að sögn „The Economist" áætlað að við- skiptahalli Bandaríkjanna aukist í um 40 milljarða dollara í ár úr um 30 milljörðum í fyrra eftir að tillit hefur verið tekið til vanmatinna útflutn- ingstekna. (OECD telur að viðskipta- halli Bandaríkjamanna verði 82 millj- arðar dollara í ár en tekur ekki tillit til vanmats á útflutningstekjum). Önnur ástæða dollarastreymis, við- skiptahalli annarra ríkja sem fjár- magnaður er með dollurum, er ekki talin valda meiri háttar straumum; viðskiptahalli OECD-ríkja er að hverfa svo að fjármunir losna og geta runnið til OPEC-landa og fátækra ríkja. Þá er eftir þriðji þáttur- inn, fjárfestingar bandarískra fyrir- tækja í útlöndum - og á móti, fjár- festingar útlendra fyrirtækja, einkum japanskra, í Bandaríkjunum. Eins og fyrr segir eru áætlanir um fjárstreymi milli landa svo óöruggar að þær eru taldar bæta litlum upplýs- ingum við þær spár sem fyrir eru um gengi gjaldmiðla. Áætlanir eða ágiskanir um dollarastreymi í ár eru þó heldur taldar styrkja fyrri spár um að gengi dollarans hljóti að veikjast eitthvað - eins og raunar er þegar komið fram að hluta. Fjárstraumar til og frá Bandaríkjunum^ .Árlegar hreyfingar í milljörðum dollara frá Bandaríkjunumi 1975 77 79 81 1983* Ársf|órðungstölur umreiknaðar lil árstalna Heimild: Ðankfor Intemational Settlements, The Economist

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.