Vísbending


Vísbending - 26.04.1984, Page 1

Vísbending - 26.04.1984, Page 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 16.2 26. APRÍL1984 Vextir í Bandaríkjunum_________________ Nokkur óvissa er um horfur í vaxtamálum Forvextir og grunnvextir hækka Enginn vafi leikur á aö vextir í Bandaríkjunum og Eurodollaravextir skipta meira máli fyrir íslenskan þjóð- arbúskap en aörir erlendir vextir. Liö- lega 60% af erlendum skuldum þjóðar- innar eru í dollurum en að vísu er hluti skuldanna lán meö föstum vöxtum sem ekki eru háð skammtímabreyting- um vaxta. En framlengingar lána og nýjar lántökur miðast við þá vexti sem gilda á hverjum tíma. Til marks um mikilvægi dollaravaxta fyrir íslenskan þjóðarbúskap mætti nefna að 1% vaxtahækkun á öllum dollaralánum yki vaxtagreiðslur um (1200x0,60x0,01x29) 209 milljónir á ári. Grunnvextir (Prime Rate) hækkuðu í síðasta mánuði úr 11% í 11,5% í Bandaríkjunum og í fyrstu viku apríl hækkuðu grunnvextir aftur í 12%. Á sama tíma hækkuðu forvextir banda- ríska seðlabankans um 0,5% í 9%. Þessar formlegu vaxtahækkanir eru aðeins staðfesting á þeim vaxtahækk- unum sem orðið hafa undanfarið á frjálsum markaði og eru ekki stefnu- markandi. Að vextirnir skulu hafa verið hækkaðir aðeins um 0,5% og ekki um 1% er tekið sem vísbending um að bæði bankarnir, sem ráða grunnvöxtum, og seðlabankinn, sem ákveðurforvexti, telji horfur í vaxtamál- um óljósar á næstunni og óvíst hvort af frekari hækkun vaxta verður í bráð. Telja sumir að vextir muni heldur fara lækkandi á næstunni en hækka aftur undir lok ársins. Frjálsir vextir Ríkisskuldabréf til langs tíma bera nú hærri vexti í Bandaríkjunum en samsvarandi bréf í Bretlandi og er það aðeins í þriðja sinn á öldinni sem það gerist. Að frátöldu árinu 1982 þarf að leita allt aftur til ársins 1923 til að finna 12 mánaða tímabil þar sem langtíma- skuldabréf í Bandaríkjunum báru hærri vexti en slík bréf í Bretlandi. Al- gengasta skýringin á háum vöxtum í Bandaríkjunum um þessar mundir er fjárlagahallinn og lánsþörf hins opin- bera en ýmislegt fléira kemur til. Ekki síst að lög og reglugerðir um starfsemi banka og fjármálafyrirtækja hafa verið rýmkaðar til muna á síðustu árum og einnig hafa orðið skattalagabreytingar sem tryggja að bæði fyrirtæki og fjöl- skyldurgeta komistvelaf þráttfyrirafar háa vexti. Þessar breytingar kunna að hafa valdið því að Bandaríkin eru orðin fjármagnsinnflytjandi í fyrsta sinn síðan á árinu 1914. Á árunum 1933-1978 ríktu lög og reglur um ákvarðanir vaxta á margvís- legum bandarískum fjárskuldbinding- um. Síðustu fimm árin hafa vextir að mestu leyti verið gefnir frjálsir svo að segja má að vextir ráðist að mestu af framboði og eftirspurn á fjármagns- markaði - en frjálsir vextir höfðu ekki ríkt í Bandaríkjunum síðan í kreppunni miklu. Fyrir 1978 var lánamarkaði í reynd stýrt með því móti að takmarka fjármagn til íbúðabygginga, en eins og kunnugt er er bandarískt efnahagslíf afar viðkvæmt fyrir viðgangi í þeirri atvinnugrein. I stað takmarkana á lánum tll húsbygginga eru nú í boði fasteignatryggð lán með breytilegum vöxtum. Um helmingurallrafasteigna- lána í Bandaríkjunum er með breyti- legum vöxtum nú en fyrir fimm árum voru aðeins 5% þessara lána með breytilegum vöxtum. Breytingar á skattalögum Vaxtagreiðslur hafa alltaf verið frá- dráttarbærar frá skatti í Bandaríkj- unum en verðbólgan á árunum 1979 til 1982 jók gildi þeirra hlutfallslega svo að nú er enn hagkvæmara að skulda en áður. Auknar fyrningar hjá fyrirtækj- um og aðrar skattaívilnanir Reagan- stjórnarinnar hafa vegið á móti hærri vaxtagreiðslum fyrirtækja og þannig hafa hærri vextir ekki orðið til að draga úr fjárfestingu ( atvinnulífinu eins og búast mætti við. Afskriftir fyrirtækja eru nú um 50 milljörðum dollara umfram áætlaðan endurnýjunarkostnað, en á árinu 1979 vantaði um 20 milljarða til að afskriftir nægðu fyrir áætlaðri endurnýjun. Þannig geta bandarísk fyrirtæki aukið fjárfestingu sína í ár án þess að taka mikið fé að láni á almenn- um markaði. Á sama tíma og breska stjórnin hefur leitast við að einfalda skattaálögur í atvinnurekstri hefur stjórn Reagans stefnt ( þveröfuga átt. Breska stjórnin hefur dregið úr ýmsum skattaívilnunum sem áttu að hvetja til fjárfestingar en lækkað stórlega skatt- prósentur í staðinn. í Bandaríkjunum hafa skattaívilnanir verið stórlega auknar eins og fyrr segir. Samband skatta og vaxta Flestir eru á eitt sáttir um að veruleg lækkun á hallarekstri hins opinbera í Bandaríkjunum hefði í för með sér nokkra lækkun vaxta. En vegna skatta- laganna er talið líklegt að eftirspurn fyrirtækja eftir lánsfé muni stórlega aukast svo að fjármunir þeir sem ríkið tekur nú að láni renni til atvinnulífsins - Efni: Vextir í Bandaríkjunum 1 Vaxtaskipti og myntskipti 2 Framboðshagfræði og skattar 3 Töflur: Gengi helstu gjaidmiðia 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.