Vísbending


Vísbending - 09.05.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 09.05.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Peningamál frh. með frumvarpinu (Fylgiskjal 2) segir: „Þær ráðstafanir í ríkisfjármálum sem nú hafa verið ákveðnar, meðal annars til að standa straum af ofangreindum félagsmálaútgjöldum, eru taldar valda um 11/2% hækkun á framfærsluvísitölu í upphafi. Vísitalan er nú talin hækka um 131/2-14% frá upphafi til loka árs- ins og verða 29% hærri að meðaltali á árinu en í fyrra. Verðbólgan í árslok, mæld sem þriggja mánaða breyting framfærsluvísitölu, virðist þó geta verið innan við 10%“. Af þessu má draga þá ályktun að stjórnvöld telji að verðbólga muni fara lækkandi á síðari hluta ársins eftir smávægilega hækkun vegna efna- hagsráðstafananna í maí. Þriggja mánaöa hraðinn yrði þá innan við 10% við lok ársins. Þessar hugmyndir orka þó mjög tvímælis. Líklegra verður að telja að verðbólgan minnki ekki undir lok ársins og raunvextir óverðtryggðra lána fari því lækkandi en ekki hækk- andi. Við þessar aðstæður er óvarlegt að taka þá áhættu að hækka ekki vexti á óverðtryggðum lánum. Að vísu eru raunvextir nú miklu hærri en þeir hafa verið um langt skeið. En hér þarf að hafa tvennt i huga. í fyrsta lagi verður að vera Ijóst við hvaða verðbólgu á að miða þegar raunvextir eru metnir. Raunvexti verður að meta eftir nafnvöxtum og áætlaðri verðbólgu á næstu mánuð- um, en ekki verðbólgunni eins og hún var síðustu mánuðina. Það er ráð- stöfun fjármuna nú sem öilu máli skiptir, en ekki ávöxtun fjármuna í for- tíðinni. I öðru lagi verður að hafa í huga að raunvextir í viðskiptalöndunum eru afar háir um þessar mundir og virðast fara fremur hækkandi ef á heildina er litið. Tveir þættir virðast ráða mestu þar um, þ.e.a.s. hættan á að verðbólga í Bandaríkjunum fari heldur vaxandi og þrálátur halli á rekstri hins opinbera víða um lönd, en opinber lánsþörf þrengir að á lánamarkaði víða og heldur raunvöxtum háum. Mótsögn Stjórnvöld eru ekki sjálfum sér sam- kvæm í vaxtastefnu sinni. Annars vegar vilja þau stuðla að auknum pen- ingalegum sparnaði og minni eftir- spurn eftir lánsfé, en hins vegar vilja þau ekki hækka vexti á óverðtryggðum lánum. Þó er sýnt að núgildandi vaxta- kjör bankanna duga ekki til að stuðla að meiri sparnaði á meðal almennings. Afleiðingin af því að halda vöxtum of lágum er m.a. aukin innflutningseftir- spurn eins og rakið var í síðasta tölu- blaði Vísbendingar, og auknar er- lendar lántökur. Vaxtagreiðslur af er- lendum lánum í fortíðinni eru að vísu ekki algildur mælikvarði á vaxta- greiðslur í framtíðinni en þær eru þó það eina sem við höfum til að styðjast við. Raunvextir af erlendum lánum hafa verið afar háir og í flestum tilfell- um langt umfram raunvexti á inn- lendum bankalánum. Atvinnuvegirnir og ríkið verða aö greiða þessa háu vexti. En hvers vegna mega ekki ís- lenskir sparifjáreigendur njóta þessara vaxtagreiðslna á sparifé sitt? Skattakerfiö Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang í efnahagsmálum og fyrir að hafa að mestu aðeins velt vand- anum á undan sér þegar frumvarp um ráðstafanirnar loks leit dagsins Ijós. Rétt er að þessar ráðstaf anir hefði mátt gera miklu fyrr. Meira má herða að í peningamálum og öll rök hníga í átt að vaxtahækkun. En aukning í erlendum lántökum var óumflýjanleg vegna halla á rekstri ríkissjóðs. Frekari hækkun skatta eða meiri lækkun útgjalda virðist ekki raunhæf. Skattakerfið í núverandi mynd þolir ekki meira álag - hækkun skatta skilar líklega litlum viðbótartekjum vegna aukinna skattsvika. Til að gera skatt- kerfið þjálla sem hagstjórnartæki þarf að gera á því grundvallarbreytingar: - Einfalda þarf álagningu tekju- skatts þannig að eitt skattþrep gildi fyrir allar tekjur ofan við ákveðið lágmark. Þessi háttur hefur verið hafður á við álagningu útsvars um árabil. Eitt skatt- þrep gæti auðveldað verulega sam- tímainnheimtu tekjuskatts. Þessi hátt- ur við innheimtu tekjuskatts gæti jafn- vel leitt til meiri tekjujöfnunar en stig- hækkandi tekjuskattur eins og nýlegar tölur frá Bandaríkjunum sýna (sjá Vís- bendingu 26. apríl s.l.) - Taka þarf upp virðisaukaskatt í stað söluskatts. Söluskattur er þegar alltof hár og ekki er ástæða til að hraéð- ast flóknara innheimtukerfi með raf- eindavæðingu níunda áratugarins. - Fella þarf niður allan frádrátt frá skatti vegna vaxtagjalda en halda á móti öllum vaxtatekjum skattfrjálsum. Vaxtafrádráttur skekkir fjárfestingar- mat og mismunar bæði fjölskyldum og fyrirtækjum. Breytingin gæti aukið verulega sparnaðarhneigð í þjóðfélag- inu. Útlán bankakerfisins 1982-1984. 100 12 mánaða breytingar. _ 90 80 \ 70 60 50 40 viðmiðurf oU 20 - 10 - - . 1982 1983 1984 . Þessi mynd (að frátalinni punktalínunni) birtist i Visbendingu 31. ágúst s.l. og fylgdi spá um verðbólgu til loka ársins 1984. Spáin er nú löngu úrelt og hljóðaði upp á 38% verðbólgu í lok þessa árs (miðspá). Myndin sýnir viðmiðunarmörk tólfmánaða breytinga útlána bankakerfis- ins sem talin voru geta samrýmst 38% verðbólgu I lok ársins en útlánaaukning i árslok varþá talin mega vera á bilinu 40- 65%. Punktalínan á myndinni sýnir tólf mánaða breytingar útlána tilmarsloka I ár eins og þær voru i raun. Þrátt fyrir það að áætlanirstjórnvalda geri ráð fyririnnan við 10% verðbólgu undir lok ársins (í stað 38% á myndinni) er raunveruleg aukning útlána langt fyrir ofan efri mörkin á mynd- inni. Til samanburðar má geta þess að á Italiu er einnig markmið stjórnvalda að koma verðbólgu í 10% i árslok. Þar er lögð áhersla á stjórn peningamála og eru við- miðunarmörk fyrir útlán bankakerfisins þar 17% í ár. Stjórnvöld þar telja að sá vöxtur i M2 sem samsvari verðbólgu- markmiðum þeirra (10% í árslok 1984, 7% 1985 og 5% 1986) sé á bilinu 12 til 14% í ár. Tólf mánaða vöxtur M2 á Is- landi, sem að visu eróeðlilega hár vegna tilfærslna á milli reikninga, var 76% (með áætluðum vöxtum) til marsloka 1984 en varliðlega 50% til marsloka í fyrra.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.