Vísbending


Vísbending - 09.05.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.05.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Erlendar lántökur_________________________________ Lágir vextir og lítil áhætta fara sjaldnast saman Að vega saman kostnað og áhættu Erlendar lántökur hafa verið ofar- lega á baugi undanfarið vegna auk- innar lánsþarfar hins opinbera. Kann að fara svo að ríkið þurfi að taka um tveimur milljörðum hærri fjárhæð að láni í útlöndum en áður var áætlað auk milljarðs sem vantar á til að endar nái saman í lánsfjáráætlun. Þegar lán eru tekin í annarri mynt en gjaldmiðli heimalandsins þarf að gæta að tvennu við valið á milli erlendra gjaldmiðlaog lánsforma. Annarsvegar þarf að bera saman áætlaðan kostnað vegna þeirra lána sem í boði eru út lánstímann. Hér er átt við bæði vaxta- kostnað og kostnað vegna gengis- breytinga. Hins vegar þarf að meta þá áhættu sem hverjum kosti fylgir. Áhættu mætti skilgreina á marga vegu en til dæmis mætti tengja áhættu því hve áætlaður kostnaður er talinn verða stöðugur eða óstöðugur á lánstíman- um. Að kostnaður sé óstöðugur merkir að raunvirði vaxta og afborgana af lán- inu breytist mikið í hvert sinn sem greitt er. Þannig þarf að jafna saman kostn- aði og áhættu og velja þann kostinn sem hagkvæmastur virðist. Algengt er að lítil áhætta og hár kostnaður fari saman og öfugt. Hagkvæmast er að sjálfsögðu að velja lán með lágum vöxtum og lltilli áhættu. En menn eru mismunandi áhættuglaðir og sumir vilja heldur borga aðeins hærri kostnað og taka minni áhættu. Hafa verður í huga að „áætlaður" kostnaður byggist á spám um gengi viðkomandi gjald- miðla og vexti og óvissuna í þessum spám verður einnig að taka með í reikninginn - hún eykur á áhættuna. Myntkörfur Eftir að gengi helstu gjaldmiðla tók að fljóta og ráðast á frjálsum markaði hafa, eins og kunnugt er, orðið veru- legar sveiflur í gengi á gjaldeyrismark- aði. Þá hafa vextir einnig verið gefnir frjálsir í auknum mæli víða um lönd síðustu árin og við það hafa vaxta- breytingar orðið tlðari. Því eru eðlileg viðbrögð fyrirtækja og annarra lántak- enda að leita leiða til að draga úr áhættu. Algengasta aðfgerðin til að draga úr áhættu í erlendum lántökum er að taka lánin í fleiri en einni mynt. Þetta er hægt annað hvort með því að miða hvert lán við fleiri en einn gjaldmiðil, einkum ef lán eru fá, eða með því að reyna að ná hagkvæmri samsetningu mynta með mörgum lánum - hvert um sig í einni mynt. Samsettu myntirnar, SDR og ECU, hafa átt sívaxandi vin- sældum að fagna. ECU-viðmiðun í Evrópu hefur breiðst mjög út og ertalið að þessi reikningsmynt sé nú um það bil að verða að sjálfstæðri mynt ef svo mætti segja. Dreifing áhættu Tilgangurinn með því að miða lán við fleiri en eina mynt er að dreifa áhættu og til að dreifa áhættu verður að velja saman myntir sem breytast í gagnstæðar áttir þegartil gengisbreyt- inga kemur-t.d. dollara og þýsk mörk svo að algengasta dæmið sé tekið. Áhætta í fjármálum minnkar næstum alltaf þegar miðað er við fleiri en eina mynt, bæði í lántökum og fjárfesting- um, og einnig er minni áhætta tekin þegar samningar um kaup eða sölu eru miðaðir við myntkörfur. Einn kostur við ECU til viðbótar þeim sem að ofan eru taldir er að 8 af 9 myntum í ECU eru í evrópska gjaldeyriskerfinu, EMS, og það eykur á stöðugleikann, a.m.k. í bráð, vegna þess að gengisbreyting- um myntanna í EMS verður að halda innan settra marka. Hagkvæmustu hlutföll lána eftir myntum Þar sem lágir vextir og lítil áhætta fara venjulega ekki saman er hugsan- legt að finna þannig samsetningu lána eftir myntum að lánin beri ekki hærri vexti en lán í einhverri einni mynt en minni áhættu. Þannig er hægt að finna hagkvæmustu hlutföll mynta, bæði í lántökum og í fjárfestingum. Hag- kvæmustu hlutföll mynta í erlendum lánum eru þau hlutföll sem gefa lægsta áhættu m.v. einhverja tiltekna vexti. Hagfræðideild Bank of America f London hefur reiknað vaxtakostnað og áhættu á árabilinu 1984 til 1991 vegna lántakanda á Italíu. Hluti af niðurstöð- unum er sýndur í töflunni. Vextir og áhætta miðast við spár bank- ans fyrir tímabilið 1984 til 1991 og mið- ast við vexti af Euroláni í myntunum sem koma fyrir í töflunni auk þýskra marka og flórína. Spáin um gengi ítölsku lírunnar gagnvart þessum myntum vegur því augljóslega þungt. í töflunni koma skýrt í Ijós kostir ECU sem samsettrar myntar. ECU kemur ekki fyrir í töflunni þar sem áhætta er mikil og vextir lægstir en eftir því sem áhætta lækkar, að vísu með auknum vaxtakostnaði, vegur ECU æ þyngra. Vextir og áhættafyrir lántakaá Ítalíu á árunum 1984 til 1991. Hlutföll mynta Vextir, % Áhætta $ SF FF Stg. Yen ECU 10,4 361 0 0 0 100 0 0 10,8 189 0 28 0 72 0 0 11,1 118 0 38 0 45 8 9 11,3 96 0 32 0 38 8 22 11,7 60 0 18 0 23 8 51 11,8 46 0 11 0 16 8 65 12,0 34 0 5 0 9 8 78 12,4 22 0 0 9 0 5 86 12,8 19 0 0 32 0 3 65 13,0 19 3 0 48 0 1 48

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.