Vísbending


Vísbending - 09.05.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.05.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VlÐSKIPTl OG EFNAHAGSMÁL_ 18.2 9. MAÍ1984 Peningamál Uggur vegna misvægis á peningamarkaði Peningamál í brennidepli í athugasemdum við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjármálum 1984, sem lagt varfram á Alþingi í síðustu viku, er fjallað um helstu þætti efnahagsmála ársins. Með frumvarpinu fylgir einnig greinargerð Þjóðhagsstofnunar (sjá Fylgiskjal 2) um „horfur um verðlag og kaupmátt í Ijósi ráðstafana í ríkisfjár- málum í mafbyrjun 1984“. í athuga- semdunum er að finna úttekt á stöð- unni í peningamálum og þar koma fram nokkur stefnumarkandi atriði. Þar segir m.a.: „Við þau skilyrði í þjóðar- búskapnum, sem nú rikja, steðjar vandinn í stjórn peningamála að frá báðum hliðum: peningauppsprettu frá ríkissjóðshalla, endurkaupum og erlendum lánum annars vegar og mikilli lánsfjáreftirspurn hins vegar til þess að mæta víðtækum fjárhagsörð- ugleikum fyrirtækja og einstaklinga. Þessu fylgir mikið álag á bankakerfið og hefur leitt til mikillar aukningar út- lána. Á fyrsta fjórðungi ársins hafa útlán aukist um 9,1% og innlán með áætluðum vöxtum um 8,9% eða um 42% að ársvexti, meðan verðbólgustig telst um eða innan við 15%, en aukn- ing þessi svarar jafnframt til nálægt tvöfaldri meðalársávöxtun á vegum innlánsstofnana. Óhagstæð þróun inn- og útlána hefur leitt til neikvæðrar lausafjárstöðu innlánastofnana um tveggja ára skeið, og var hún neikvæð um 1.029 m.kr. í marslok". Ráðstafanir á sviði peninga- mála i f réttum hefur þegar verið gerð grein fyrir þeim ráðstöfunum sem í frum- varpinu felast. Hér verður aðeins fjallað um þann þátt sem lýtur að stjórn peningamála. Ráðstöfunum í peningamálum mætti skipta í fjóra hluta en þær ráð- stafanir felast ekki allar í þessu frum- varpi þótt frá þeim sé greint í athuga- semdum með því: Breytingar á endur- kaupakerfi afurða- og rekstrarlána atvinnuveganna, samræmingar í vaxtamálum, heimild Seðlabankans til að beita sérstakri bindiskyldu í tak- markaðan tíma, og mikil aukning á opinberum lántökum, aðallega erlend- um. Endurkaup afurðalána með sjálfvirk- um hætti hafa verið ein helsta upp- spretta peninga úr Seðlabanka á undanförnum árum. Lækkun á endur- kaupahlutfalli er því án nokkurs vafa spor í rétta átt. Endurkaup hafa verið fjármögnuð með svokallaðri innláns- bindingu en endurkaupin hafa iðulega farið fram úr því fé sem aflaö er með bindingu innlána. En „innlánsbinding" er rangnefni þvi að með henni er fé í raun ekki bundið í Seðlabanka og þannig tekið úr umferð, heldur er það aðeins þvingað í nýja farvegi - og löng- um með lægri vöxtum en ella. (frum- varpinu er lagt til að Seðlabankinn fái heimild til 10% „sveigjanlegrar" við- bótarbindingar til ársloka 1985. Hug- myndin er að fé þetta verði ekki mót- virði útlána eða endurkaupa heldur raunverulega bundið í Seðlabanka til að hafa áhrif á lausafjárstöðu á pen- ingamarkaði. Gildistíminn miðast við að ný bankamálalöggjöf hafi tekið gildi fyrir lok næsta árs, en viðbótarbinding- arinnar er einkum talin þörf á meðan verðbólgan er að minnka. Að því búnu er talið að treysta megi í ríkara mæli á vaxtaákvarðanirtil að hafa áhrif á lána- markaðinn. Vextir Umfjöllun um vaxtamál í athuga- semdum með frumvarpinu er heldur torskilin og ekki laust við að þar gæti þversagna. Sökin liggur þó ekki hjá skriíara athugasemdanna heldur felst skýringin í því að vaxtastefnan sjálf er orðin mótsagnakennd. (athugasemd- unum segir: „Halda verður fast við núgildandi vaxtakjör á óverðtryggðum lánum þar til Ijóst er orðið, að þau auki peningalegan sparnað og dragi úr eftir- spurn eftir lánsfé. Hins vegar kann að vera nauðsynlegt að samræma lána- kjör verðtryggðra og óverðtryggðra út- lána banka og fjárfestingarlánasjóða." Sá skilningur virðist liggja hér að baki að verðbólgan sé enn að minnka og að raunvextir á óverðtryggðum lánum fari því hækkandi verði vöxtum haldið óbreyttum. Ennfremur að til greina komi að hækka vexti á verðtryggðum lánum til að þau beri svipaða raunvexti og óverðtryggð lán. Hér þarf því að gæta að verðbólguforsendum frum- varpsins. Veröbólgan og raunvextir í greinargerð Þjóðhagsstofnunar Efni: Peningamál 1 Erlendar lántökur 3 írsk efnahagsmál 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.