Vísbending


Vísbending - 06.06.1984, Page 2

Vísbending - 06.06.1984, Page 2
VÍSBENDING 2 Framvirkur markaður_______________________________ Hvernig er gengi reiknað í framvirkum samningum? Algengasta leiöin til aö tryggja gegn gengistapi Óhætt er að fullyrða að framvirk kaup og sala á gjaldeyri er sú aðferð sem erlend fyrirtæki nota mest til að draga úr gengisáhættu í erlendum við- skiptum. Eins og fram hefur komið í Vísbendingu áður (sjá t.d. 27. júlí 1983 og 9. nóvember 1983) felst í framvirk- um viðskiptum að gerður er samningur um kaup eða sölu á ákveðinni fjár- hæð á ákveðnum degi eftir t.d. einn, tvo, þrjá, sex eða tólf mánuði og fara þá viðskiptin fram á ákveðnu gengi, svokölluðu framvirku gengi (forward rate). Framvirka gengið er alveg óháð því daggengi sem gildir á afhendingar- degi gjaldeyrisins. Á íslandi hafa aldrei átt sér stað framvirk viðskipti með gjaldeyri og slfk viðskipti eru ekki leyfi- leg samkvæmt núgildandi löggjöf um gjaldeyrisviðskipti. Líklegt er þó að meðal fyrstu skrefa til að koma á bættri skipan í gjaldeyrisviðskiptum hér á landi sé að koma á fót framvirkum gjaldeyrisviðskiptum í einhverri mynd. Hér verður því fjallað um hvernig fram- virkt gengi (forward rate) er reiknað. Framvirkt gengi Sem dæmi um framvirk gjaldeyris- viðskipti í útlöndum mætti taka kaup bandarísks fyrirtækis á vörum frá Þýskalandi. Bandaríska fyrirtækið hefur fallist á að greiða fyrir vörurnar í þýskum mörkum og tekur þannig alla gengisáhættu af þýska fyrirtækinu sem selur vörurnar. Síðarnefnda fyrir- tækið veitir hins vegar þriggja mánaða greiðslufrest. Segjum því að banda- ríska fyrirtækið þurfi að greiða 2,75 milljónir þýskra marka eftir þrjá mán- uði. Kaupandinn á í harðri verðsam- keppni á markaði sínum í Bandaríkj- unum og telur sig enga áhættu geta tekið vegna gengisbreytinga til hausts. Þótt gengi dollarans hafi fremur hækk- að en lækkað það sem af er árinu hafa verið miklar sveiflur á gjaldeyrismark- aði og nokkurn veginn ómögulegt að segja fyrir með nokkurri vissu hvert gengi dollara gagnvart marki verður í september. Innflytjandinn gerir því samning við banka um framvirk kaup á 2,75 milljónum marka þann 6. sept- embern.k. í reynd eru framvirk viðskipti flestra alþjóðlegra banka það umfangsmikil að framvirkir samningar jafnast út hver á móti öðrum (t.d. gæti þýskt fyrirtæki óskað eftir kaupum á einni milljón doll- ara með sömu skilmálum). En ef svo er ekki verður bankinn að grípa til ráðstaf- ana til að firra sig áhættu vegna geng- istaps. Bankinn tekur því að láni milljón dollara, kaupir 2,75 milljónir marka þann 6. júní og ávaxtar þau í Þýska- landi í þrjá mánuði; þ.e. til 6. septem- ber þegar hann þarf að afhenda þau bandaríska innflytjandanum. virkt gengi helstu gjaldmiðla. i töflum með framvirku gengi er sýnt ýmist gengisálag eða afsláttur („discount") eins og við á fyrir hverja mynt, en hvort mismunurinn á milli daggengis og framvirks gengis er jákvæður eða nei- kvæður ræðst af vaxtamuninum á milli viðkomandi landa. i Financial Times er munurinn bæði skráður sem hlutfall (í prósentum) og sem bein tala sem ann- aðhvort þarf að draga frá eða leggja við daggengið til að reikna framgengi. Eftirfarandi dæmi er úr Financial Times: May 24th Daýsspread DM 2,7400- 2,7675 Close 2,7450- 2,7460 1 month 1,26-1,21 pfpm % p.a. 5,36 3 months 3,97- 3,92 pm % p.a. 5,71 Nú eru vextir hærri í Bandarfkjunum en í Þýskalandi og bankinn verður þess vegna að greiða hærri vexti fyrir dollarana sem hann tók að láni þar en hann fær greidda fyrir mörkin sem ávöxtuð eru í Þýskalandi. Þennan vaxtamun verður viðskiptavinurinn, þ.e. bandaríski innflytjandinn, að sjálf- sögðu að greiða. Þess vegna er sagt að þýsk mörk séu seld fram í tímann með álagi („premium"); það er dýrara að kaupa mörk til afhendingar í sept- ember heldur en á daggengi nú. En hvert er álagið? Segjum að vextir í Bandaríkjunum séu 12% á ári og vextir í Þýskalandi séu 6% á ári og að samsvarandi 90 daga vextir séu 3% og 11/2%. Bankan- um nægir því að kaupa 2,709,360 mörk fyrir 985,222 dollara til að fá 2,75 milljónir marka eftir þrjá mánuði. Hins vegar hefði nægt að fjárfesta 970,874 dollara 6. júní til að fá milljón dollara eftir 90 daga (þ.e. miðað við 3% vexti á 90 dögum). Hugmynd um framvirkt gengi má því fá með þríliðu: ((970,874/ 985,222)x2,75)=2,7100 þar sem 2,75 er daggengið 6. júní og 2,7100 er 90 daga framvirkt gengi. Sömu niður- stöðu er auðvitað hægt að reikna beint með þvf að deila með (1,03/1,015) upp í daggengið. Skráning á framvirku gengi Nokkur erlend dagblöð, t.d. Wall Street Journal og Financial Times, svo að dæmi séu tekin, birta daglega fram- „Days spread" sýnir hæsta og lægsta gengi þýska marksins gagnvart dollara þann 24. maí s.l. „Close“ sýnir kaup- gengi og sölugengi við lok dagsins og er munurinn 0,10 pfenningar. Munur- inn á daggengi og framgengi einn mánuð fram í tímann ertáknaður með 1,26-1,21 pf pm. Stendur pf fyrir pfenninga og pm fyrir premium. Vegna þess að seinni tala er lægri ber að draga þessar tölur frá daggengi til að fá framvirka gengið. Talan 5,36 segir að 30 daga framgengi miðist við 5,36% vaxtamun á milli marka og doll- ara. Öftustu tölurnar eru síðan endur- tekning fyrir 90 daga framgengi. Dæmi: Undirlokdagsins24. maí s.l. fást 2,7450 DM fyrir einn doliara en greiða þarf2,7460 mörk fyrir einn doll- ara. Þriggja mánaða framgengi (m.v. að keypt séu mörk fyrir dollara) er þá (2,7450-0,0397=) 2,7053. Sömu niðurstöðu má fá með því að nota vax- tatöluna 5,71. Ef tekin er fjórða rót af 1,0571 fæst 1,0398, þ.e. 1,398% vaxtamunur á 90 dögum. Efþeir vextir eru reiknaðir af meðalgengi við lok dags (2,7455) fæst 0,0384 sem er nokkurn veginn meðalálag eins og fram kemur í töflunni. Vextirnir5,71% eru einnig nokkurn veginn mismunur- inn á 90 daga vöxtum á eurodollurum og eruomörkum. Þótt hér hafi verið sýnt dæmi um framvirkt gengi á þýskum mörkum gilda sömu reikningar um framvirkt gengi annarra mynta.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.