Vísbending


Vísbending - 04.07.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.07.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Fjárfestingarkörfur Dreifing áhættu og mótvísandi arðsemi Dr. Pétur H. Blöndal Dollarar og gull Menn hafa tekið eftir því að ákveðnar fjárfestingar virðast hafa til- hneigingu til þess að þróast í gagn- stæða átt. Þ.e. þegar ein hækkar í verði þá lækkar önnur. Sem dæmi má nefna verð á dollara og verð á gulli, verð á hlutabréfum og verðbréfum, o.s.frv. Hér er um fjárfestingar að ræða, sem keppa um sama fjármagn- ið. Þegart.d. trú mannaáefnahagslífið eykst og þar með trú á uppgang fyrir- tækja, selja menn verðbréfin sín, sem þeir reikna með að gefi minna í aðra hönd í framtíðinni, og kaupa hlutabréf. Afleiðingin er hækkun á verði hluta- bréfa og lækkun á gengi verðbréfa, þ.e. hækkun virkra vaxta. Jafnvægi kemst á þegar virkir vextir á verð- bréfum eru orðnir það háir, að þeir vegi upp væntingar manna um uppgang fyrirtækja (sem einnig eru háðar vöxtum.) Þessi regla um mótvísandi hegðun ákveðinnar fjárfestingar er að sjálfsögðu ekki án undantekningar, þ.e. ekki er átt við aö hlutabréf hækki örugglega í verði þegar verðbréf lækka, heldur er átt viö, að miklar líkur séu fyrir því að hlutabréfin hækki. Lítið hefur borið á slíkum fyrirbærum hér á landi, enda ekki hægt um vik, þar sem allar fjárfestingar eru mjög heftar og lítið um val. En þó gerðist það s.l. haust, þegar verðbólgan hjaðnaði, að fjármagn streymdi af verðtryggðum reikningum bankanna yfir á óverð- tryggða, þegar innlánsvextir uröu hærri en hækkun lánskjaravísitölu. Þetta dæmi sýnir að íslendingar eru mjög vakandi fyrir fjárfestingum. Til þess að vega upp á móti þessu hafa bankarnir hækkað vexti á verðtryggð- um reikningum. (Gengi þeirra lækk- aðil). Verðtryggð og óverðtryggð veðskuldabréf Margir þættir hafa áhrif á verðþróun fjárfestingar. Ef litið er eingöngu á verðbólgustigið, ættu verðtryggö verðbréf og óverðtryggð hér á landi að hafa mótvísandi gengi, meðan fjár- magnið, sem leitar í þessar fjár- festingar, eróbreytt. Lækki verðbólgan eða vænti menn lækkandi verðbólgu, hækkar gengi óverðtryggðra verð- bréfa, því þau eru með föstum vöxtum, sem gefa mikinn arð ef verðbólga er lítil. Ef markaður með verðbréf væri fullkomnari, ætti fjármagnið að leita frá verðtryggðum bréfum til óverð- tryggðra við slíkar forsendur. Ávöxt- unarkrafa til verðtryggðra bréfa ætti að hækka og gengi þeirra að lækka. Þessu er öfugt farið ef verðbólgan eða verðbólguvænting manna er stígandi. Gengi óverðtryggöra bréfa sveiflast afar mikið ef ávöxtunarkröfunni er breytt en hún er aftur mjög háð verð- bólguvæntingunni. Aftur á móti er gengi verðtryggðra bréfa að mestu óháð verðbólgu. Þess vegna er ráðlegt að blanda þessum tveimur tegundum saman í fjárfestingarkörfu. Ef litið er framhjá gengi verðbréf- anna og eingöngu litið á verðbréfaeign- ina sem slíka, kemur í Ijós, að verð- tryggð bréf gefa lítinn arð umfram verðbólgu en eru mjög trygg. Það er alveg sama hvernig verðbólgan hagar sér, bréfin halda ætíð verðgildi sínu. Annað er uppi á teningnum ef menn eiga óverðtryggt bréf. Ef verðbólga minnkar eða hverfur, gefa slík bréf afar mikinn arð, sérstaklega ef þau bera háa fasta nafnvexti eða voru keypt með hárri ávöxtunarkröfu. En þau geta líka orðið verðlítil ef verðbólgan tekur á rás. Þannig er arðsemi verðtryggðra og óverðtryggðra verðbréfa mótvís- andi. Fjáríestingarkarfa Einstaklingar, fyrirtæki og sjóðir standa stöðugt frammi fyrir fjárfest- ingarákvörðunum. Hvort sem menn kaupa fasteign, verðbréf, bifreið eða skuldabréf eða leggja peningana á banka, þá eru þeir að mynda eigin fjár- festingarkörfu. Miklu varðar hvemig sú karfa er samsett. í fyrsta lagi verða menn að gæta þess að dreifa áhætt- unni með því að hafa eignina ekki of einhæfa. í öðru lagi ber að líta á mót- vísandi fjárfestingar. Æskilegt er að karfan sé þannig samsett, að það sé sama hvaðgerist, einn þáttur í körfunni standi sig alltaf vel, þannig að hún verði í heild alltaf góð fjárfesting. Að hámarka væntanlega ávöxtun Við skulum líta rétt aðeins á körfu, sem inniheldur bara verðtryggð og óverðtryggð verðbréf i ákveðnum hlut-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.