Vísbending


Vísbending - 04.07.1984, Side 1

Vísbending - 04.07.1984, Side 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 26.2 4.JÚLÍ1984 Bandaríkin_________________________________________ Hagvöxtur, vaxtahækkun og hækkandi gengi dollarans Vaxtahækkun 25. júní Flestir helstu bankar í Bandaríkj- unum hækkuöu grunnvexti (Prime Rate) úr 12,5% í 13% þann25. júní sl. Hafa vextir ekki verið svo háir í Banda- ríkjunum síðan í október 1982. Vaxta- hækkunin kom mönnum þó engan veginn á óvart því að millibankavextir hafa hækkað ört síðustu vikurnar og eftirspurn eftir lánsfé er mjög mikil. Margir telja fullvíst að grunnvextir eigi eftir að hækka enn frekar í Banda- ríkjunum á síðari hluta ársins. Komið hefur á daginn að umsvif í bandarísku efnahagslífi eru mun meiri en talið hafði verið. ( síðasta tbl. Vís- bendingar var greint frá því að ýmsir spá nú hærri verðbólgu en áður og margir hafa einnig orðið til þess að hækka vaxtaspár sínar. Talið er hugs- anlegt að grunnvextir nái 14% fyrir lok ársins. Vaxtahækkunin 25. júní var hin fjórða síðan um miðjan mars en fyrir þann tíma voru grunnvextir 11%. Fyrir tveimur vikum var birt opinber áætlun um hagvöxt á öðrum ársfjórð- ungi í Bandaríkjunum og erhann talinn jafngilda 5,7% framleiðsluaukningu á ári. Þá hefur hagvaxtaráætlunin fyrir fyrsta ársfjórðung verið hækkuð úr jafngildi 8,8% hagvaxtar i 9,7%. Hafa þessar tölur, ásamt meiri útgjöldum til neyslu í maí heldur en áætlað var, haft áhrif bæði til hækkunar á vöxtum og hækkunar á gengi dollarans. Á hinn bóginn sjást þess engin merki í verð- mælingum að verðbólga sé að aukast. Hækkun neysluvöruverðs í maí var aðeins 0,2% sem jafngildir um 2,4% verðbólgu á ári. Hækkunin í apríl var 0,5% og jafngildir það um 5,6% verð- bólgu á ári. Matvæli hækkuðu minna i maí en aðrar vörur að meðaltali en jafnvel að matvælum frátöldum hækk- aði verðlag aðeins um 0,3% í maí. Þá sjást heldur engin merki launahækk- ana en meðaltímakaup lækkaði um 0,4% í maí. Hækkandi gengi dollarans Gengi dollarans hefur hækkað tals- vert á síðustu tveimur vikum. Dollara- gengið var þannig hærra i síðustu viku heldur en það var hæst í janúar gagn- vart flestum myntum nema þýska markinu og franska frankanum. Gengi dollarans fór þá yfir DM2,80 í fyrsta skipti síðan i janúar en þá var það hæst DM2.8434 þann 10. janúar. bandarísk þingnefnd hefur ákveðið að mæla með því að lög um skattlagningu á vaxtatekjum erlendra þegna vegna verðbréfa- og skuldabréfaeignar (Withholding Tax) verði numin úr gildi í Bandaríkjunum en skatturinn er nú 30%. Aðrir þættir hafa einnig stuðlað að háu gengi dollarans síðustu dag- ana svo sem hagvaxtartölurnar, vaxta- hækkunin og vinnudeilur í Þýskalandi. Á hinn bóginn gæti verið að gengi Mánaðarlegt meðalgengi dollarans janúar-júní 1984. Sterlings- Þýskt Svissneskur pund mark franski Yen janúar.......................... 1,41 2,81 2,23 233,8 febrúar ........................ 1,44 2,70 2,21 233,6 mars............................ 1,46 2,59 2,15 225,4 apríl .......................... 1,42 2,64 2,19 225,0 maí ............................ 1,39 2,75 2,27 230,7 júní ........................... 1,38 2,74 2,28 233,4 Taflan sýnir mánaðarlegt meðalgengi dollarans á fyrri helmingi ársins gagn- vart pundi, þýsku marki, svissneskum frönkum og yenum. Talið er eftir hækkanirnar á síðustu dögum að gengi dollarans kunni jafn- vel að hækka enn frekar, ef til vill allt í þrjú þýsk mörk fyrir lok ársins. Ein af ástæðunum fyrir þessum spám er að Vextir í Bandaríkjunum Mánaðarleg meðaltöl O/ /o dollarans hækki ekki meira í bráð vegna þess að alvanalegt er að hagn- aðarvon reki gjaldeyriskaupmenn til að selja eftir að gengi myntar hefur hækkað snögglega. Þótt þeir virðist vera í meirihluta sem telja að gengi dollarans fari enn hækkandi á síðari hluta ársins eru þó aðrir einnig til sem búast viðlækkun. Efni: Bandaríkin 1 Dreifing áhættu í fjárfestingu 2 Hrávörumarkaður 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.