Vísbending


Vísbending - 04.07.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.07.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 föllum. Gerum síðan ráð fyrir að allar hagstærðir séu óbreyttar nema verð- bólgan. Ef verðbólgan er engin, verður arðsemi mjög mikil af óverðtryggða hluta körfunnar en lítil af verðtryggöa hlutanum. Ef verðbólgan verður aftur á móti mjög mikil, verður óverðtryggði hluti körfunnar verðlaus og gefur stór- lega neikvæðan arð umfram verð- bólgu. Þannig er væntanleg arðsemi körfunnar fall af væntanlegri verð- bólgu, og því háð samsetningu körf- unnar. Nú geta menn ekki spáð af neinu viti fyrir um verðbólgu til lengri tíma en menn geta haft áhrif á samsetninguna. Mismunandi sam- setning gefur þannig mishátt vongildi (Erwartungswert) arðsemi umfram verðbólgu. (Miðað er við líklega verðbólgudreifingu.) Vandinn er sá að finna þá samsetningu körfunnar, sem gefur hæsta arðsemisvon, hver svo sem verðbólgan verður. Dæmi: Ríkisvíxlar og veöskuldabréf Þegar ríkisvíxlarnir voru til sölu fyrir þremur mánuðum, þurftu þeirsem fjár- magn höfðu til þess að kaupa slík bréf, að gera upp við sig, hvað þeir ættu að bjóða. í því sambandi bar að líta á þá kosti sem buðust á þeim tíma og hvers menn væntu af hækkun verðbólgu. Einnig var mismunandi, hversu lang- tímaþaðfé var, semtil ráðstöfunarvar. Sem dæmi verður tekinn aðili, sem hafði langtímapening lausan. Hvað átti hann að bjóða? Sem valkost hafði hann verðtryggð spariskírteini og óverðtryggð skuldabréf einstaklinga. (Af ákveðnum ástæðum komu verð- tryggð skuldabréf einstaklinga ekki til greina.) Hvernig leysa menn svona dæmi? Fyrst er að gefa sér mismunandi forsendur um þróun verðbólgu. Frekari lækkun eða mismunandi mikla hækkun. Síðan er að gera sér grein fyrir hvert gengi þessara verðbréfa verður eftir þrjá mánuði miðað við þessar verðbólguforsendur. (Ath. mót- vísandi gengi verðtryggðra og óverð- tryggðra bréfa.) Þá er að taka með í myndina þá vexti og verðbætur, sem bréfin gefa af sér á sama tíma. Lausleg athugun leiddi i Ijós, að ráðlegt var að kaupa að % hluta verðtryggð spari- skírteini og að 'A hluta óverðtryggð skuldabréf til fjögurra ára, sem á þeim tíma gáfu 52% virkavexti. Slíkurpakki vartalinn gefaa.m.k. 10% vexti næstu 3 mánuði. Með hliðsjón af þessu vartil- boðsverð í ríkisvíxla ákveðið. Núna þremur mánuðum seinna er hægt að leggja mat á þessa athugun. Hvernig kom þessi samsetning út á tímabilinu 21. mars 1984 til 21. júní 1984 í samanburði við meðalávöxtun ríkisvíxlanna, sem boðnir voru út í mars s.l.? Á þessu tímabili hækkaði ávöxtunarkrafa óverðtryggðu bréf- anna úr 52% í 60% sem lækkaði gengi þessara bréfa. Á móti kom lækkun á ávöxtunarkröfu spariskírteina úr 5,8% í 5,3%, sem hækkaði söluverð þeirra. Á tímabilinu gaf karfan af sér 4,96% ávöxtun eða 0,65% raunvexti, sem jafngilda 2,62% raunávöxtun á ári. Hins vegar varð meðalraunávöxtun marsvíxlanna 1,53% á tímabilinu eða sem svarar 6,28% raunvöxtum á ári. Stuðst er við útreiknað gildi lánskjara- vísitölu 21. mars og 21. júní sem mæli- kvarða á verðbólguna á tímabilinu. Enda þótt niðurstaða þessarar athug- unar hafi ekki gefið betri raun en hér kemur fram, þá sýnir hún hversu vandasamt er að setja saman fjárfest- ingarkörfu og hún sýnir ennfremur, að íslenskur verðbréfamarkaður er enn mjög vanþróaður. Menn velja fjárfest- ingar meira með tilfinningum en skyn- semi. (Margir hafa ímugust á verð- tryggðum skuldabréfum einstaklinga, sem veldur óeðlilega háum vöxtum á þeim markaði.) Einnig verða menn að hafa í huga það sem að framan var sagt, að mótvísandi hegðun fjárfest- ingar eru líkur en ekki staðreyndir. Þá kemur inn í dæmið sú forsenda, að fjármagnið, sem fer til verðbréfakaupa sé óbreytt. Það er greinilegt, að sú for- senda hefur brugðist, því miklu minna virðist vera um peninga núna en var í mars, sem skýrir lækkun á gengi óverðtryggðra bréfa án þess að gengi verðtryggðra bréfa hefði hækkað sem neinu næmi. Samsetning körfunnar hefur ekki gefið þá ávöxtun sem að var stefnt, en það þýðir ekki að aðferðin sé röng. Karfan átti að gefa væntan- legan hámarksarð. Eins og teninga- kast gefur að meðaltali 3,5 augu, þá þýðir það ekki að 3,5 augu komi upp við hvert kast heldur að meðaltali. Sama gerist með körfuna góðu. Eitt „kast“ segir ekkert um það að væntan- legt meðaltal sé ekki rétt.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.