Vísbending


Vísbending - 11.07.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 11.07.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gjaldeyrisstýring_____________________________ í hvaöa myntum er best að taka erlend lán? Tekjur, vextir, gengisáhætta Erlendir lántakendur hér á landi þurfa í sífellu að spyrja sig þeirrar spurningar í hvaða gjaldmiðli skuli taka lánin. Hvaða gjaldmiðlar eru hag- kvæmastir? Það eru einkum þrír þættir sem hafa verður í huga þegar valið er á milli gjaldmiðla vegna lántöku í útlöndum. Þegar lántakinn hefurtekjur í útlöndum eða á erlenaar eiynir er jafnan hægt að minnka áhættu vegna gengisbreytinga með því að jafna saman tekjum og gjöldum, eignum og skuldum eftir gjaldmiðlum - eða erlendum tekjum og greiðslum vegna afborgana og vaxta af erlendum lánum. Fyrirtæki með tekjur i dollurum gæti því réttlætt hátt hlutfall af lánum í dollurum til að lækka gengisáhættu. í öðru lagi þarf að halda vaxtakostnaði eins lágum og unnt er, og í þriðja lagi þarf að leitast við að lágmarka tap vegna gengisbreyt- inga. Vextir í Bandaríkjunum og á Bret- landi hafa löngum verið háir. Bæði nafnvextir og raunvextir í þessum löndum eru aö jafnaði hærri en í Þýskalandi, Sviss, Hollandi og Japan, svo að dæmi séu tekin. Ástæður eru einkum taldar tvær. í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur verðbólgan löngum verið meiri en í síðarnefndu löndunum og einnig breytilegri. í vöxt- unum felst því vafalaust áhættuþáttur vegna óvæntra verðhækkana. Þá á mis- munandi skattmeðferð vaxtagjalda og vaxtatekna án efe. þátt í því að raun- vextir eru misháir í hinum ýmsu lönd- um. Ekki er hægt að gefa neinar almenn- ar reglur um bestu samsetningu erlendra lána eftir myntum; til að reikna hagkvæmustu samsetningu verður að notast við líkur um gengisbreytingar. Vegna hárra vaxta á lánum í dollurum virðist óhagkvæmt fyrir fyrirtæki án tekna í dollurum að hlutfall dollaralána sé hærra en 35—45% af erlendum lánum' samtals. Hér er þó aðeins um grófa viðmiðun að ræða. Einnig þarf að hafa í huga að ekki er alltaf hægt að fá lán í þeim gjaldmiðli sem lántakinn vill helst hverju sinni. Engu að síður virðist skjóta skökku við að hlutfall dollara- lána í erlendum lánum hins opinbera er yfir 60% þrátt fyrir að íslenska ríkið, fyrirtæki þess eða stofnanir, hafi hverf- andi tekjur í dollurum. Hversu góö eru yenalánin? Nafnvextir og raunvextir í Japan eru fremur lágir í samanburði við vexti í öðrum löndum. Það er vilji stjórnvalda þar, eins og raunar víðast hvar annars staðar, að halda vöxtum lágum; en það hefur einnig sín áhrif að vaxtagjöld munu ekki frádráttarbær til skatts í Japan og vaxtatekjur munu að mestu skattfrjálsar. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að því að jafnvægi myndist á fjár- magnsmarkaði við lægra vaxtastig en í löndum þar sem vaxtagjöld eru frá- dráttarbær. Ekki verður því annað séð en að lán í yenum geti verið hagkvæm ásamt lánum í þýskum mörkum, holl- enskum flórínum og svissneskum frönkum í körfu á móti dollaralánum. Rétt er að taka fram að dollaralánin verða að vera meðí körfunni þótt þau séu dýr vegna gengisáhættunnar - jafnvel hjá fyrirtækjum sem engar tekjur hafa í dollurum. Sjá einnig grein um Japan, bls. 1. Japan ár. Til samanburðar má nefna að at- vinnuleysi að meðaltali í löndum OECD var 9% i fyrra og búist er við svipuðu hlutfalli i ár. Á árinu 1984 er búist við um 4-4,5% hagvexti og að- eins um 1,5% verðbólgu eins og í fyrra. Viðskiptajöfnuður Japana er jákvæður og hefur verið það um nokk- urt skeið. Það hefur verið stefna japönsku rikisstjórnarinnar að halda vöxtum eins lágum og unnt er. Á árunum 1982 og '83 var munurinn á raunvöxtum í Bandaríkjunum og Japan á bilinu 0- 2% en með vaxtahækkunum í Banda- ríkjunum á þessu ári hefur vaxtamun- urinn aukist nokkuð og þannig aðeins veikt stöðu yensins. Talið er að fjár- magnsstreymi sé sú stærð sem rnest áhrif muni hafa á gengi yensins á næstunni. Háirvextir í Bandaríkjunum hafa mikið aðdráttarafl í augum stjórn- enda jaþanskra fyrirtækja og sjóða. Því hefur verið verulegt fjárstreymi frá Japan til Bandaríkjanna. Japanska stjórnin hefur smám saman aukið frelsi áfjármagnsmarkaði, m.a. vegnaáhrifa frá Bandaríkjastjórn. Japanir hafa þó farið afar varlega í þessar breytingar og ekki er talið að áhrifin muni verða skýr á einn veg eða annan á næstunni. Sparnaður í Japan er óvenjulega hár miðað við önnur lönd og hefur hann m.a. þau áhrif að digrir sjóðir myndast sem að hluta renna í erlenda fjár- festingu, aðallega í Bandaríkjunum. Aukiö frelsi á fjármagnsmarkaöi I flestum spám um gengi japanska yensins hefur verið litið þannig á að sterk staða japanska þjóðarbúsins og minni höft á fjármagnsmarkaði þar gætu orðið til að styrkja gengi yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Svipuð sjónarmið ríktu reyndar íyrir einu og hálfu ári en þá var einnig spáð að gengi yensins færi hækkandi. Þær spár gengu þó ekki eftir. Á árinu 1983 var útstreymi fjár frá Japan jafnvirði tæp- lega 18 milljarða Bandaríkjadollara og á fyrstu þremur mánuðum á árinu 1984 nam fjárstreymið 6 milljörðum Banda- ríkjadollara. Talið er að þær ráðstaf- anir sem gerðar hafa verið til að auka frelsi á fjármagnsmarkaði muni hafa afar lítil áhrif a.m.k. í bráð. Heimildirtil framvirkra viðskipta hafa verið rýmk- aðar og ná nú til fleiri en vöruinnflytj- enda og -útflytjenda en framvirk við- skipti hafa þó ekkert aukist við þessa breytingu. Meðal annarra breytinga má nefna að nú er hægt að kaupa yen fyrir hærri fjárhæðir í öðrum myntum en áður, takmörkunum á yenalánum til útlendinga hefur verið aflétt, bankabréf (Certificates of Deposits, CD) eru nú í minni einingum en áðurog heimildirtil skuldabréfaútgáfu hafa verið auknar nokkuð. Hins vegar er 20% skattur á arðgreiðslur til útlendinga (Withholding Tax) og hefur hann veruleg áhrif á kaup útlendinga á japönskum skulda- bréfum. Ef svo fer sem horfir að vaxtamunur- inn milli Bandaríkjanna og Japans fari heldur vaxandi á árinu og ef ekki tekst að auka innstreymi fjár til Japans með því að auka frelsi á fjármagnsmarkaði gæti farið svo að gengi yensins yrði ekki eins sterkt og margir höfðu áður ætlað. Heildargreiðslujöfnuður Japana í ár gæti orðið neikvæður og gengi yensins gæti leikið á bilinu 230-238 yen/dollara það sem eftir er af árinu. Sjá einnig „Hversugóð eru yenalánin" í grein um gjaldeyrisstýringu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.