Vísbending


Vísbending - 11.07.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.07.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Innflutningur________________________________ Nokkurt misvægi að myndast í utanríkisviöskiptum Vaxandi halli í viðskiptum við útlönd í ágripi Þjóðhagsstofnunar úr þjóðarbúskapnum, nr. 2, júlí 1984, sem nýlega kom út er bent á að innflutn- ingur hafi farið ört vaxandi á fyrstu fimm mánuðum ársins. Varað er við að nú stefni í meiri halla í viðskiptum við útlönd en áður var spáð vegna mikils innflutnings. Viðskiptahallinn sem hlut- fall af vergri þjóðarframleiðslu var 10% árið 1982 og 2,4% í fyrra. í þjóðhags- áætlun 1984 frá síðasta hausti var stefnt að því að enginn halli yrði á við- skiptum við útlönd í ár, en í janúar sl. var talið að hallinn gæti orðið um 1 % af VÞF. í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá hefur sú áætlun verið hækkuð í 4%. Mikil aukning innflutnings Á myndunum er sýnd þróun innflutn- ingsverðmætis á föstu verði síðan í nóvember 1983 og byggjast reikning- arnir á gögnum um innflutning, innflutn- ingsverð og gengi allt frá desember 1981. Heilu línurnarsýna breytingará verðmæti heildarinnflutnings en brotnu línurnar sýna innflutning án málmgrýt- is, olíu og skipa og flugvéla. Reikhing- arnir eru best skýrðir með dæmi. í árs- lok 1983 var reiknað innflutningsverð- mæti janúar-desember 1983 og 1982, og október-desember 1983 og 1982, á verðlagi og gengi í desember 1983. Þannig er hægt að reikna breytingu innflutnings síðustu tólf mánuði og síð- ustu þrjá mánuði borið saman við sam- svarandi tfmabil tólf mánuðum áður. Slíkir reikningar eru síðan endurteknir mánuð fyrir mánuð. Myndirnar sýna að innflutningur hefur verið vaxandi a.m.k. allt frá nóv- ember 1983. Á tólf mánuðunum til apríl sl. var innflutningur svipaður að verð- mæti og á tólf mánuðunum til apríl 1983, en á tímabilinu júní 1983 til maí 1984 er innflutningur um 3% meiri en frájúní 1982tilmaí 1983. Þriggjamán- aða tölurnar, sem eðlilega eru næmari fyrir breytingum, sýna enn meiri breyt- ingar. Til dæmis hefur innflutningur mánuðina mars til maí í ár verið um 13% meiri en sömu mánuði í fyrra. I fyrrnefndu riti Þjóðhagsstofnunar kemur fram að innflutningur mánuðina janúar-maí 1984 er talinn 16,5% meiri en á sömu mánuðum í fyrra. Helstu skýringar í „Ágripi úr þjóðarbúskapnum" er Breytingar á verðmæti innflutnings á föstu verði .....Innflutningur ánolíu, málmgrýtis og skipa og flugvéla Síðustu 3 mánuðir ... 90 • sie us u 2 ná iue ir fy 19f M 33 3 J F 4 ýl 19í J J Á S 0 N 34 bent á þrjár hugsanlegar skýringar á vaxandi innflutningseftirspurn. Tekjur einstaklinga og umsvif fyrirtækja gætu hafa aukist meira en fyrirliggjandi tölur gefa til kynna, útlánaaukning banka- kerfisins gæti hafa aukið á innflutnings- eftirspurn og einnig kynni að vera um endurnýjun á innflutningsbirgðum að ræða. Ljóst er að stjórnvöld hafa teflt á tæpasta vaðið við stjórn gengismála á þessu ári. Meðalverð á erlendum gjaldeyri hefur aðeins hækkað um 4- 5% síðustu tólf mánuðina en breyting lánskjaravísitölu frájúlí 1983 til júní íár var 28,3%. Talið er að erlendar verð- breytingar á innflutningi séu hverfandi á þessum tíma. Erlendar vörur hafa því hækkað mun minna í verði en inn- lendar vörur og þjónusta og því auð- skilið að eftirspurn eftir innfluttum vörum hafi aukist. Jafnvægi á peningamarkaði Hin hefðbundna keynsíska greining á innflutningseftirspurn byggist á tekj- um og verðteygni innflutnings en tekur ekkert tillit til áhrif af peningamálum, hvað þá væntingu. Verðgildi krón- unnar síðustu tólf mánuðina hefur lækkað um 4-5% gagnvart öðrum myntum að meðaltali. Hins vegarhefur krónufjöldinn í umferð aukist verulega á þessum tíma, ef til vill um 40-50%. Framleiðsla í landinu síðustu tólf mánuðinahefurtæplegaaukist mikið og hugsanlega dregist saman. Þvi er eðlilegt að álykta að raunverulegt verð- gildi krónunnar hafi rýrnað þótt ekki hafi komið fram í gengisskráningu Seðlabankans enn. Við slíkar aðstæður telur fólk að senn dragi að lækkun á gengi krónunnar og reynir að koma peningalegum eigum (þ.e. krón- um) sínum á annað form. Óheimilt er að skipta krónum fyrir er- lenda gjaldmiðla í bönkum og einnig er óheimilt að kaupa erlend verðbréf og önnur fjármálaleg verðmæti. Hins vegar er vöruinnflutningur að mestu frjáls og því eykst eftirspurn eftir inn- fluttum vörum og þjónustu við aðstæð- ur eins og nú ríkja. Hvað er til ráða? Þótt raunverulegt verðmæti krón- unnar hafi rýrnað verulega síðan í júní í fyrra er ekki þar með sagt að hafna beri gengisstefnu stjórnvalda. Flestum var Ijóst að föstu gengi og launastefnu yrði að fylgja afar hart aðhald í pen- inga- og ríkisfjármálum. Ekki kemur með öllu á óvart að meiri þensla í pen- ingamálum en að var stefnt hafi komið fram í auknum innflutningi (og senni- lega launaskriði). Stjórnvöld hafa hins vegar brugðist seint við. í útvarpsvið- tali nýlega kom fram að forsætisráð- herra er þeirrar skoðunar að hækka þurfi vexti til að efla innlendan sparnað. Ekki virðist hafa náðst samstaða um vaxtahækkun. Nú munu ráðgerðar viðræður stjórnarflokkanna eftir fjórar til fimm vikur.Við núverandi aðstæður virðist þó þörf ákvarðana strax. Stjórnvöld þurfa að beita sér fyrir stórauknum sparnaði til að draga úr neyslu og minnka erlendar lántökur. Bæði þarf að hækka vexti og bjóða upp á ný sparnaðarform sem höfða til almenn- ings og fyrirtækja. Jafnframt þarf að beita tiltækum úrræðum til að hægja á útlánum bankakerfisins. Breytingar á tekjuskatti hafa lengst af verið óvirkt stjórntæki hér á landi. Við álagningu tekjuskatts fyrir árið 1983 verður þó lík- lega um nokkra hækkun tekjuskatts að ræða og kemur hún á sinn hátt á réttum tíma til að draga úr almennri eftirspurn í landinu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.