Vísbending


Vísbending - 11.07.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.07.1984, Blaðsíða 1
 VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 27.2 11. JULI 1984 Japan Hvorki búist við vaxtahækkun né mikilli hækkun á gengi yensins Viðskipti íslands og Japans Lán íslendinga í japönskum yenum voru um 7% af erlendum skuldum í árslok 1982 og eru skuldir aðeins meiri í dollurum og þýskum mörkum. Vægi dollarans er um 61-62% og hlutfall þýskra marka um 12-13%. Einnig eru talsverð vöruskipti milli landanna en útflutningur íslendinga til Japans á árinu 1983 var um 3% af heildarútflutn- ingi og innflutningur frá Japan var um 4% af heildarinnflutningi. Væntanlegar breytingar á gengi yensins og vöxtum Gengi yensins ítöflunni er sýnt mánaðarlegt með- algengi yensins gagnvart nokkrum helstu gjaldmiðlum. Með orðinu gengi er átt við hvort sem er, verð á mynt A miðað við B eða verð á B miðað við A, og til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að hér er átt við verð á dollara, sterlingspundi, þýsku marki og svissneskum franka í yenum. Línuritin yfir gengi yensins gagnvart dollara, sterlingspundi og þýsku marki eru sett fram á sama hátt. Meðalgengi yensins 1984 gagnvart dollara sterlings- pundi þýsku marki svissneskum franka janúar 234 329 83 105 febrúar 234 336 87 106 mars 225 329 87 105 apríl 225 320 85 103 maí 231 320 84 102 júní 233 322 85 102 í Japan skipta því töluverðu máli fyrir efnahag íslendinga. Til að lækka vægi dollaralána í skuldum landsmanna virðist koma til greina að auka hlut yenalána ekki síður en lána í Evrópu- myntunum. Gengi yensins gagnvart dollara lækkaði mikið á árunum 1981 og 1982 en hefur haldist stöðugra gagnvart dollara á árunum 1983 og það sem af er 1984, a.m.k. í samanburði við aðrar myntir. Litlu myndirnar sýna glöggt að Efni: Japan 1 Gjaldeyrisstýring: Samsetning lána eftir myntum 2 Innflutningur 3 Skattur á arðgreiðslur til útlanda 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 gengi sterlingspunds gagnvart yenum hefur lækkað verulega allt frá 1981 og gengi marksins hefur lækkað gagnvart yeni frá síðari hluta árs 1982. Hækkandi gengi? Efnahagslíf í Japan stendur á traustum fótum. Hagvöxtur á árinu 1983 var um 3% og verðbólga ekki nema 1,5%. Atvinnuleysi í Japan var 2,5-3% og búist er við lítilli breytingu í

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.