Vísbending


Vísbending - 08.08.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.08.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Vísitölur útflutningsverömætis áföstu veröi Flest lítil opin hagkerfi eru afar háð utanríkisverslun. Upphaf margra hag- vaxtarskeiða má rekja til aukins útflutn- ings, en með vaxandi útflutningstekj- um glæðist framleiðsla og umsvif á heimamarkaði einnig. Þaðerþví mikils um vert að fylgjast náið með breyting- um á útflutningsverðmæti því að þar kunna að vera fólgna vísbendingar um stefnuna í þjóðarbúskapnum á næst- unni. Tölur Hagstofu íslands um út- flutning í hverjum mánuði eru á verð- lagi hvers tíma og því torvelt að áætla raunverulegar magnbreytingar. Þjóð- hagsstofnun birtir tölur um verðmæti útflutnings á föstu verði þrisvar til fjórum sinnum á ári. I mánaðarlegu yfirliti Vísbendingar um innlend efna- hagsmál hafa verið birtar breytingar á útflutningsverðmæti síðustu tólf mán- uði og síðustu þrjá mánuði og eru þessar upplýsingar unnar eftir mánað- arlegum verslunarskýrslum Hagstof- unnar. Á myndunum hér á síðunni eru sýndar vísitölur útflutnings á föstu verði og sýnir efri myndin útflutning sjávarafurða en sú neðri útflutning alls. Báðar vísitölurnar eru á verðlagi ársins 1982. Vísitala útflutningsverðmætis er reiknuð eftir skiptingu Hagstofunnar á útflutningi í 73 liði og er hver liður verð- lagður mánaðarlega eftir meðalverði ársins 1982 og síðan reiknuð tólf mán- aða og þriggja mánaða meðaltöl. Þar sem tölvutæk gögn Kaupþings hf. um skiptingu útflutnings í 73 liði ná aftur til janúar 1982 er hægt að reikna fyrsta þriggja mánaða meðaltal í mars 1982 og fyrsta tólf mánaða meðaltal í des- ember 1982. Vísitölurnar eru birtar í formi þriggja og tólf mánaða meðal- talna vegna afar mikilla sveiflna í mán- aðarlegu tölunum. Vísitölur útflutn- ingsverðmætis á föstu verði, eða breytingar þessara vísitalna, verða áfram birtar mánaðarlega í „innlendu yfirliti" í Vísbendingu. Vísitala útflutningsverðmætis á föstu verði 1982=100 Tólf mánaöa meðaltal Þriggja mánaöa meðaltal Sjávarvörur a ,y\ / / \ / * v •* / 90 / / 80 • '• •* 1982 1983 1984 Útflutningur alls 11D- .\ f\ f\ / / ' J \ I V ■ .* *. .* * / *. .* v / ■ • j \ / ftO- / 'J 1982 1983 1984 Gjaldeyrismarkaöur framh. einnig nefna að á árunum 1963-66 var hagvöxtur á (slandi 9,4%, 8,5%, 6,6% og 8,5%. Áhrifin á þjóðarbúskapinn hér á landi Skipta má áhrifum af hækkandi gengi dollarans á íslenskt efnahagslíf í tvennt, viðskiptakjaraáhrif og hækk- andi skuldir og greiðslubyrði. í fljótu bragði virðast fyrrnefndu áhrifin vera jákvæð en þau síðarnefndu neikvæð; þó er ekkert einhlítt í þessum efnum. Þar sem sá hluti útflutnings sem greiddur er í dollurum er heldur stærri en sá hluti innflutnings sem við greið- um með dollurum veröur hækkun á gengi dollarans gagnvart Evrópumynt- um almennt til að bæta viðskiptakjör okkar. Forsendan er þó sú að útflutn- ingsverð í dollurum haldist með hækk- andi dollaragengi. Það hefur ekki gerst og nægir að nefna lækkandi verð á saitfiski í Suðurlöndum og vissar verðlækkanir á fiskmarkaði okkar í Bandaríkjunum. Engu að síður verður að telja að hækkandi gengi dollarans bæti viðskiptakjörin nokkuð og auki þannig þjóðartekjurnar. Á móti kemur að erlendar skuldir í dollurum hækka og þar með einnig vaxtagreiðslur í krónum taldar, jafnvel þótt dollaravextir stæðu í stað. Hækk- andi dollaraskuldir rýra afkomu okkar en hve mikiö fer eftir vægi dollaralána í erlendum skuldum. Um eða yfir 60% erlendra skulda landsmanna eru í doll- urum. En þá er að því að gæta að hin 40% lækka eitthvað á móti. Ef 60% skuldanna hækka um 1% en 40% skuldanna lækka um 1% verður útkoman sú að skuldir alls hækka um 0,2%. Rétt er að taka fram að hér er aðeins reiknað með breytingum á gengi gjaldmiðla en ekki með breyt- ingum á vöxtum í viðskiptalöndunum. Niðurstaðan er því sú að hækkandi gengi dollarans bæti viðskiptakjörin, en minna en sýnist við fyrstu athugun vegna þess að útflutningsverð í doll- urum lækkar eitthvað. Á móti kemur að hækkandi gengi dollarans hækkar dollaraskuldir og vegna þess að þær eru meira en helmingur af erlendum skuldum þyngist skuldabyrðin nokkuð. Án tillits til vaxtabreytinga virðist þvi sem hækkandi gengi dollarans hafi ekki afgerandi áhrif á afkomu íslenska þjóðarbúsins. Á hinn. bóginn getur hækkandi gengi dollarans haft veruleg áhrif - tii hins verra eða betra - á hag einstakra fyrirtækja. Auk þess verður að geta þess að vaxtahækkanirnar í Bandaríkjunum, svo og raunar annars staðar, skerða verulega þjóðartekjurn- ar. Háir vextir í Bandaríkjunum segja þar til sín vegna þess hve dollarinn vegur þungt í erlendum skuldum þjóð- arinnar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.