Vísbending


Vísbending - 08.08.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 08.08.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Fjármögnun fyrirtækja_________ Háir vextir setja svip á afkomuna Lækkandi hagnaöarhlutfall í tvo áratugi Meö vaxandi framleiöslu og aukinni eftirspurn á síöustu misserum hefur afkoma fyrirtækja víöa um heim batnaö mikiö frá því sem var á árunum 1980-1982. Fyrirtæki hafa því í vax- andi mæli getað fjármagnaö fjárfest- ingu af eigin fé, en eftirsþurn eftir lánsfé hefur þó mjög farið vaxandi. Samkvæmt nýrri áætlun Financial Times hefur hagnaður fyrirtækja síö- asta áriö (þ.e. 1983 eöa 1983/4) aukist 30 til 40% í Bandaríkjunum og um 15 til 20% í Japan og Þýskalandi. Hér þarf þó að hafa vissan fyrirvara á vegna venjulegra vandkvæöa í milliríkjasam- anburði, svo sem gengismála, skatta- mála og mismunandi bókhaldsvenja. Hagnaður fyrirtækja á Vesturlönd- um þyrfti aö hækka mikið til að bæta upp hnignandi afkomu síðustu ára. Hagnaöur sem hlutfall af fastafjármun- um hefur lækkaö frá öndverðum sjötta áratugnum úr um 20% í 12-14% í Bandaríkjunum og Japan. I sumum Evrópulöndum, t.d. Bretlandi og Frakk- landi, hefur þróunin oröiö enn verri: lækkun úr um 12% i 5-6% á síðustu tveimur áratugum. Árin 1960-1980 Á sjöunda áratugnum var stöðugur hagvöxtur í vestrænum ríkjum og veröbólga lítil. Áttundi áratugurinn var stormasamari, eins og kunnugt er. Á árunum 1972 til 1982 voru tvö sam- dráttarskeið, 1974-75 og 1980-82. Raunverð á olíu fjórfaldaöist og verö- bólga og atvinnuleysi urðu helstu ein- kenni þessa skeiös. Meö vaxandi veröbólgu hækkuöu vextir einnig á samdráttarskeiöunum tveimur. Vextir hafa aö vísu lækkað til muna frá árunum 1980-82 með lækk- andi verðbólgu en enn eru þeir þó háir. Síðustu tvö til þrjú árin hafa raunvextir í viðskiptalöndunum löngum verið á bilinu 4-8% en hæst fóru þeir allt í 10% í Bandaríkjunum. Á afkomu fyrirtækja í nágrannalönd- unum sjást enn glögg merki þessa tímabils. Sé reiknað á föstu veröi er hagnaður fyrirtækja í Þýskalandi og Frakklandi enn lægri en hann var á öndverðum sjötta áratugnum og í Bandaríkjunum er afkoman svipuð og á árunum 1978-79. Vegna hárra vaxta hefur æ hærra hlutfall af tekjum farið í fjármagnskostnað. Þannig hefur minna verið eftir til að fjármagna fjár- festingu og því hafa fyrirtæki í vaxandi mæli þurft að taka meira fé að láni eða auka hlutafé. Háir vextir hafa þó haft í för með sér að vaxtatekjur af lausu fé hafa hækkað. Jafnframt hafa vextirnir breytt birgðahaldi fyrirtækja, en vegna fjármagnskostnaðarins er mikið komið undir hagræðingu birgða. Spamaöarvenjur Á Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa fyrirtæki jafnan aflað mikils fjár með út- gáfu nýrra hlutabréfa á frjálsum mark- aði. Hlutaféfyrirtækja í Bandaríkjunum mun nú nema um 60% af því fé sem bundið er í fyrirtækjum. Samsvarandi hlutfall í Japan er aðeins um 17% og stafar munurinn m.a. af því að sparn- aður fer um annan farveg í Japan, af skattamálum og mismunandi aðferð- um við útgáfu hlutabréfa. í Þýskalandi er hlutfall hlutafjár af eignum fyrirtækja um 40%, f Frakklandi um 29% og á Ítalíu um 26%. Sparnaðarhneigð Japana er óvenju- lega miki: í samanburði við aðrar þjóðir en sparnaður einstaklinga af tekjum í Japan er hátt í 20%. Taflan sýnir samanburð á sparnaði einstaklinga í fimm helstu ríkjum OECD. Hefðbundinn sparnaður Japana hefur runnið í gegnum bankakerfið til að fjármagna fyrirtæki fremur en um hlutabréfamarkað eins og t.d. í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Japönsk fyrir- tæki eru því fjármögnuð að miklu stærri hluta með lánum en hlutafé og erlendra lána gætir í vaxandi mæli: Ný hlutabréfaútboð hafa þó aukist mikið síðustu árin. Taflan sýnir langtíma- skuldir sem hlutfall af hlutafé fyrirtækja að meðaltaii í fimm ríkjum OECD. Að þessu leyti svipar fjármögnun fyrirtækja á Islandi nokkuð till fjár- mögnunar fyrirtækja f Japan. Sá munur er á fjármögnun með hlutafé og fjármögnun með lánsfé að jafnan verður að greiða vexti og afborganir af lánum sem tekin hafa verið, hvemig sem afkoman er. Af hlutafé er hins vegar hægt að greiða mismikinn arð eftir því hversu vel hefur árað í rekstri fyrirtækisins. Spamaður einstaklinga sem hlutfall af tekjum, % Þýskaland Bretiand Bandarikin Japan Frakkland 1965 . . . . 12,9 9,0 7,1 óþ. óþ. 1970 . . . . 14,7 9,0 8,0 óþ. óþ. 1975 . .. . 16,2 12,5 8,6 óþ. óþ. 1980 . . . . 14,2 14,5 6,0 19,1 14,7 1983 . . . . 12,7 8,5 4,9 18,2 14,8 Heimild: Financial Times, OECD Langtímalán í hlutfalli við hlutafé, % Bandaríkin Japan Þýskaland Frakkiand ítalia 1970 . . . 39 óþ. 53 52 69 1975 . . . 31 150 55 57 81 1980 . . . 28 134 50 47 67 1981 . . . 29 135 51 55 93 1982 . . . 32 óþ. 50 óþ. óþ. Heimild: Financial Times, OECD

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.